Misskilið frelsi 11. janúar 2007 05:00 Á áramótum heita margir því að breyta líferni sínu til bættrar heilsu og langlífis. Fyrir þá hina sömu má benda á að ein markvissasta og árangursríkasta leiðin til almennrar heilsubótar og langrar ævi er tiltölulega einföld. Það er einfaldlega það að temja sér bætta hegðun í umferðinni og tileinka sér óvæga sjálfsgagnrýni í þeim efnum. Umferðarslys kosta að meðaltali 25 mannslíf á hverju ári. Hálft annað hundrað slasast alvarlega og stór hluti þess fjölda örkumlast. Talið er að umferðarslys og umferðaróhöpp kosti þjóðina 15–20 milljarða á hverju ári. Það sætir því ekki furðu að Karl Sigurbjörnsson biskup skuli líkja slysaöldu síðastliðins árs við hamfarir. Í langflestum tilfellum eru þetta hamfarir af manna völdum, afleiðingar glæfralegrar hegðunar þar sem heppnin, sem reynist oft á tíðum eini mögulegi bjargvætturinn við slíkar aðstæður, bregst á ögurstundu. Hundruð einstaklinga bætast á hverju ári við þann hóp fórnarlamba sem sjaldnast heyrist af en það eru aðstandendur. Aðstandendur líða ómældar þjáningar sem koma hart niður á lífi þeirra. Það er erfitt að meta afleiðingar þeirra þjáninga fyrir samfélagið í heild en ótal dæmi eru um skerta starfsorku og skert þrek þeirra til þess að takast á við áður einföld verkefni. Þessi orð eru því miður studd reynslu þúsunda Íslendinga og hundruð bætast við á hverju ári. Dánartölur og fjöldi þeirra sem örkumlast í umferðinni eru ekki og mega aldrei verða sjálfsagður fórnarkostnaður fyrir eitthvað frelsi til að gera hvað sem mann lystir í umferðinni. Það er aðeins eitt frelsi sem á að gilda í umferðinni. Það er frelsið til að geta ekið um án þess að eiga á hættu að einstaklingur haldinn misskilinni frelsisþrá slasi mann eða deyði vegna ofmats á sjálfum sér og aðstæðum. Lög og reglur eru settar til þess að koma í veg fyrir slíkt. Það er margt sem krefst úrbóta í umferðaröryggismálum þjóðarinnar og það er vonandi að umferðaröryggi verði mál málanna í komandi kosningum. Seint verður hægt að eyða of miklu fjármagni í umferðaröryggismál því þeir peningar skila sér margfalt til baka í bættum lífsgæðum, auknum lífslíkum og bættri heilsu þjóðarinnar. Þegar lagt var upp með núgildandi umferðaröryggisáætlun stjórnvalda var þetta haft að leiðarljósi. Samgönguráðherra hefur m.a. boðað uppbyggingu stofnbrauta í nágrenni höfuðborgarinnar, bæði á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Hann hefur jafnframt sett í gildi reglugerð um hert viðurlög og sektir við umferðarlagabrotum auk þess sem fjármagni hefur verið veitt úr umferðaröryggisáætlun stjórnvalda til aukins umferðareftirlits. Ljóst er að þessum fjármunum er vel varið en betur má ef duga skal. Um leið og ég óska þess að enn meira fjármagn verði m.a. veitt til uppbyggingar vegakerfisins er mikilvægt að umferðaröryggi sé haft sem leiðarljós við hönnun vega. Fjöldi vega á Íslandi krefst tafarlausra úrbóta. Gæta verður þess að fjármunum sé ekki eitt í einstaka framkvæmdir umfram það sem reynslan sýnir að þurfi til að fullnægja ströngustu öryggiskröfum miðað við núverandi og væntanlegan umferðarþunga. Annars skapast sú hætta að áfram standi óbreytt, ófullkomin og hættuleg umferðarmannvirki annars staðar. Nú eru aðeins örfáir dagar liðnir af nýju ári. Þegar þessi orð eru rituð sýnir skiltið við Suðurlandsveg 0 – að enginn hafi látist af völdum umferðarslyss á árinu. Við höfum möguleika á að halda þeirri tölu óbreyttri. Það er undir okkur sjálfum komið hvað sem líður lélegum eða góðum vegum, hálku eða ekki hálku því ábyrgðin er okkar ökumanna. Grundvallaratriði er að akstri sé hagað samkvæmt aðstæðum. Að ökumenn séu með óskerta athygli við aksturinn. Að tekið sé tillit til annarra vegfarenda. Að hvorki símar, syfja né vímuefni skerði athyglina og að bílbelti séu notuð. Ef við heitum þessu og stöndum við það þá fjarlægjum við þá hættu sem kostaði 30 manns lífið á síðasta ári. Höfundur er upplýsingafulltrúi Umferðarstofu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Á áramótum heita margir því að breyta líferni sínu til bættrar heilsu og langlífis. Fyrir þá hina sömu má benda á að ein markvissasta og árangursríkasta leiðin til almennrar heilsubótar og langrar ævi er tiltölulega einföld. Það er einfaldlega það að temja sér bætta hegðun í umferðinni og tileinka sér óvæga sjálfsgagnrýni í þeim efnum. Umferðarslys kosta að meðaltali 25 mannslíf á hverju ári. Hálft annað hundrað slasast alvarlega og stór hluti þess fjölda örkumlast. Talið er að umferðarslys og umferðaróhöpp kosti þjóðina 15–20 milljarða á hverju ári. Það sætir því ekki furðu að Karl Sigurbjörnsson biskup skuli líkja slysaöldu síðastliðins árs við hamfarir. Í langflestum tilfellum eru þetta hamfarir af manna völdum, afleiðingar glæfralegrar hegðunar þar sem heppnin, sem reynist oft á tíðum eini mögulegi bjargvætturinn við slíkar aðstæður, bregst á ögurstundu. Hundruð einstaklinga bætast á hverju ári við þann hóp fórnarlamba sem sjaldnast heyrist af en það eru aðstandendur. Aðstandendur líða ómældar þjáningar sem koma hart niður á lífi þeirra. Það er erfitt að meta afleiðingar þeirra þjáninga fyrir samfélagið í heild en ótal dæmi eru um skerta starfsorku og skert þrek þeirra til þess að takast á við áður einföld verkefni. Þessi orð eru því miður studd reynslu þúsunda Íslendinga og hundruð bætast við á hverju ári. Dánartölur og fjöldi þeirra sem örkumlast í umferðinni eru ekki og mega aldrei verða sjálfsagður fórnarkostnaður fyrir eitthvað frelsi til að gera hvað sem mann lystir í umferðinni. Það er aðeins eitt frelsi sem á að gilda í umferðinni. Það er frelsið til að geta ekið um án þess að eiga á hættu að einstaklingur haldinn misskilinni frelsisþrá slasi mann eða deyði vegna ofmats á sjálfum sér og aðstæðum. Lög og reglur eru settar til þess að koma í veg fyrir slíkt. Það er margt sem krefst úrbóta í umferðaröryggismálum þjóðarinnar og það er vonandi að umferðaröryggi verði mál málanna í komandi kosningum. Seint verður hægt að eyða of miklu fjármagni í umferðaröryggismál því þeir peningar skila sér margfalt til baka í bættum lífsgæðum, auknum lífslíkum og bættri heilsu þjóðarinnar. Þegar lagt var upp með núgildandi umferðaröryggisáætlun stjórnvalda var þetta haft að leiðarljósi. Samgönguráðherra hefur m.a. boðað uppbyggingu stofnbrauta í nágrenni höfuðborgarinnar, bæði á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Hann hefur jafnframt sett í gildi reglugerð um hert viðurlög og sektir við umferðarlagabrotum auk þess sem fjármagni hefur verið veitt úr umferðaröryggisáætlun stjórnvalda til aukins umferðareftirlits. Ljóst er að þessum fjármunum er vel varið en betur má ef duga skal. Um leið og ég óska þess að enn meira fjármagn verði m.a. veitt til uppbyggingar vegakerfisins er mikilvægt að umferðaröryggi sé haft sem leiðarljós við hönnun vega. Fjöldi vega á Íslandi krefst tafarlausra úrbóta. Gæta verður þess að fjármunum sé ekki eitt í einstaka framkvæmdir umfram það sem reynslan sýnir að þurfi til að fullnægja ströngustu öryggiskröfum miðað við núverandi og væntanlegan umferðarþunga. Annars skapast sú hætta að áfram standi óbreytt, ófullkomin og hættuleg umferðarmannvirki annars staðar. Nú eru aðeins örfáir dagar liðnir af nýju ári. Þegar þessi orð eru rituð sýnir skiltið við Suðurlandsveg 0 – að enginn hafi látist af völdum umferðarslyss á árinu. Við höfum möguleika á að halda þeirri tölu óbreyttri. Það er undir okkur sjálfum komið hvað sem líður lélegum eða góðum vegum, hálku eða ekki hálku því ábyrgðin er okkar ökumanna. Grundvallaratriði er að akstri sé hagað samkvæmt aðstæðum. Að ökumenn séu með óskerta athygli við aksturinn. Að tekið sé tillit til annarra vegfarenda. Að hvorki símar, syfja né vímuefni skerði athyglina og að bílbelti séu notuð. Ef við heitum þessu og stöndum við það þá fjarlægjum við þá hættu sem kostaði 30 manns lífið á síðasta ári. Höfundur er upplýsingafulltrúi Umferðarstofu
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun