Innlent

Meirihluti trúir á kraft Snæfellsjökuls

MYND/GVA

Liðlega helmingur lesenda fréttavefjarins Skessuhorns á Vesturlandi telur að sérstakur kraftur búi í Snæfellsjökli samkvæmt óformlegri könnun gerð var á vefnum.

Jökullinn hefur lengi verið sveipaður dulúð sem meðal annars hefur ratað í heimsbókmenntirnar í skáldsögu franska rithöfundarins Jules Verne um leyndardóma Snæfellsjökuls. 55 prósent lesenda Skessuhorns eru á því að jökullinn búi yfir einhvers konar krafti, þrettán prósent voru ekki viss en rétt um þriðjungur trúir ekki á kynngikraft jökulsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×