Innlent

Ellý kjörin forseti bæjarstjórnar í stað Gunnars

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ásamt Guðmundi Benediktssyni  bæjarlögmanni og fundarritara.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar ásamt Guðmundi Benediktssyni  bæjarlögmanni og fundarritara.

Ellý Erlingsdóttir var einróma kjörin forseti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á fundi í gær. Hún tekur við af Gunnari Svavarssyni sem gengt hefur stöðunni til þriggja ára en hann sóttist ekki eftir endurkjöri þar sem hann hefur tekið sætið á Alþingi. Gunnar vék einnig sæti úr bæjarráði.

Fram kemur í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ að Ellý Erlingsdóttir hafi verið formaður bæjarráðs síðastliðin 3 ár og hættir því en Guðmundur Rúnar Árnason var kjörin formaður í hennar stað.

Í bæjaráði sitja nú auk Guðmundar Rúnars, Ellý Erlingsdóttir, Haraldur Þór Ólason, Margrét Gauja Magnúsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir. Þá er Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir áheyranafulltrúi í bæjarráði. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er nú komin í sumarfrí, næsti fundur er 4. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×