Lífið

Goldie heldur tónleika á NASA

Þann 14. júlí næstkomandi mun tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Goldie koma fram á Breakbeat.is klúbbakvöldi á NASA.

Heimsókn Goldie er liður í kynningaferð fyrir nýjustu breiðskífu hans, Malice in Wonderland, sem kom út fyrir skömmu undir listamannsnafninu Rufige Kru.

Ásamt Goldie mun MC Lowqui koma fram en upphitun verður í höndum Agga Agzilla og Breakbeat.is plötusnúðanna Kalla og Ewok.

Goldie, sem um tíma átti vingott við Björk, er ein litríkasta persóna danstónlistarinnar og líklega ein skærasta stjarna hennar. Breiðskífa hans "Timeless" hlaut einróma lof gagnrýnanda og almennings þegar hún kom út fyrir um tólf árum og er enn talin ein virtasta og áhrifaríkasta breiðskífa danstónlistarheimsins.

Síðustu 15 árin hefur Goldie verið sendiherra drum & bass tónlistarinnar og breitt hróður hennar út um víða veröld, með tónsmíðum sínum og plötusnúðamennsku að ógleymdu útgáfufyrirtækinu Metalheadz sem er í eigu Goldie.

Forsala miða hefst í Plötubúð Smekkleysu mánudaginn 2. júlí og kostar miðinn 2000 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.