Tyrkir vilja samvinnu í orkumálum 27. júní 2007 11:45 MYND/Hrönn Ólafur Ragnar Grímsson, er nú staddur í Istanbúl Tyrklandi á ráðstefnu OECD um framfarir þjóða en þangað var honum boðið til að flytja erindi um loftlagsbreytingar og orkumál. Forsætisráðherra Tyrklands hefur óskað eftir fundi með forsetanum til þess að ræða samvinnu í orkumálum.Ráðstefnan í Istanbúl stendur fram á laugardag en en hana sækja um 900 sérfræðingar og áhrifamenn frá 120 löndum. Fram kemur í tilkynningu frá forsetaembættinu að forsætisráðherra Tyrklands, Tayyip Erdogan, hafi sett ráðstefnuna í morgun en hann óskaði í framhaldinu eftir sérstökum fundi með forseta Íslands til að ræða möguleika á samvinnu við Íslendinga um nýtingu jarðhita, bæði á sviði rannsókna og framkvæmda. Tyrkland er meðal þeirra landa í veröldinni sem búa yfir miklum auðlindum á þessu sviði en þær hafa enn sem komið er lítt verið nýttar.Erdogan forsætisráðherra vísaði til þess mikla árangurs sem Íslendingar hafa náð á þessu sviði, tæknilegrar forystu og reynslu af verkefnum víða um heim. Hann lýsti yfir miklum áhuga á því að senda sendinefnd til Íslands að loknum þingkosningum í Tyrklandi til viðræðna við orkufyrirtæki, sérfræðistofnanir og fjármálafyrirtæki.Forseti Íslands átti einnig í gær fund með forseta Tyrklands Ahmed Necdet Sezer. Á þeim fundi kom fram ríkur áhugi forseta Tyrklands á að Tyrkir kynntu sér ítarlega árangur Íslendinga á sviði hreinnar orku, bæði á sviði vatnsafls og jarðhita. Nýting hreinnar orku gæti orðið grundvöllur nýrrar samvinnu milli landanna.Þá ræddu forsetarnir einnig um samstarfsverkefni í forvörnum gegn fíkniefnum, en Istanbul tekur ásamt 14 öðrum evrópskum borgum þátt í verkefninu Ungmenni í Evrópu: Gegn fíkniefnum. Forseti Íslands er verndari verkefnisins en það er byggt á reynslu Reykjavíkurborgar og rannsóknum félagsvísindamanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.Á meðan á dvölinni í Istanbúl stendur mun forseti Íslands jafnframt eiga fund með Kadir Topbas, borgarstjóra Istanbúl, um verkefnið og baráttuna gegn fíkniefnum. Forseti Íslands átti einnig fund með Georgi Parvanov, forseta Búlgaríu, en hann tók þátt í leiðtogafundi Svartahafsráðsins sem haldinn var í Istanbúl í vikunni. Forsetarnir ræddu um árangur af auknum umsvifum íslenskra fyrirtækja í Búlgaríu. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson, er nú staddur í Istanbúl Tyrklandi á ráðstefnu OECD um framfarir þjóða en þangað var honum boðið til að flytja erindi um loftlagsbreytingar og orkumál. Forsætisráðherra Tyrklands hefur óskað eftir fundi með forsetanum til þess að ræða samvinnu í orkumálum.Ráðstefnan í Istanbúl stendur fram á laugardag en en hana sækja um 900 sérfræðingar og áhrifamenn frá 120 löndum. Fram kemur í tilkynningu frá forsetaembættinu að forsætisráðherra Tyrklands, Tayyip Erdogan, hafi sett ráðstefnuna í morgun en hann óskaði í framhaldinu eftir sérstökum fundi með forseta Íslands til að ræða möguleika á samvinnu við Íslendinga um nýtingu jarðhita, bæði á sviði rannsókna og framkvæmda. Tyrkland er meðal þeirra landa í veröldinni sem búa yfir miklum auðlindum á þessu sviði en þær hafa enn sem komið er lítt verið nýttar.Erdogan forsætisráðherra vísaði til þess mikla árangurs sem Íslendingar hafa náð á þessu sviði, tæknilegrar forystu og reynslu af verkefnum víða um heim. Hann lýsti yfir miklum áhuga á því að senda sendinefnd til Íslands að loknum þingkosningum í Tyrklandi til viðræðna við orkufyrirtæki, sérfræðistofnanir og fjármálafyrirtæki.Forseti Íslands átti einnig í gær fund með forseta Tyrklands Ahmed Necdet Sezer. Á þeim fundi kom fram ríkur áhugi forseta Tyrklands á að Tyrkir kynntu sér ítarlega árangur Íslendinga á sviði hreinnar orku, bæði á sviði vatnsafls og jarðhita. Nýting hreinnar orku gæti orðið grundvöllur nýrrar samvinnu milli landanna.Þá ræddu forsetarnir einnig um samstarfsverkefni í forvörnum gegn fíkniefnum, en Istanbul tekur ásamt 14 öðrum evrópskum borgum þátt í verkefninu Ungmenni í Evrópu: Gegn fíkniefnum. Forseti Íslands er verndari verkefnisins en það er byggt á reynslu Reykjavíkurborgar og rannsóknum félagsvísindamanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.Á meðan á dvölinni í Istanbúl stendur mun forseti Íslands jafnframt eiga fund með Kadir Topbas, borgarstjóra Istanbúl, um verkefnið og baráttuna gegn fíkniefnum. Forseti Íslands átti einnig fund með Georgi Parvanov, forseta Búlgaríu, en hann tók þátt í leiðtogafundi Svartahafsráðsins sem haldinn var í Istanbúl í vikunni. Forsetarnir ræddu um árangur af auknum umsvifum íslenskra fyrirtækja í Búlgaríu.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira