Innlent

Símaskráin hækkar verðið um 246%

Skráningar í símaskrá hafa hækkað mikið milli ára. Athugull greiðandi vakti athygli Skessuhorns á þessu. Gjald fyrir hverja aukalínu í símaskrá fór úr 491,25 krónum í 1.210 krónur og á ja.is, sem er um 246% hækkun. Viðkomandi greiðandi sem rekur fyrirtæki á Akranesi hafði 16 línur skráðar í símaskrá, greiddi í fyrra 7.856 krónur fyrir þetta en 19.360 krónur í ár.

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri ja.is sagði í samtali við Skessuhorn að allar grunnskráningar væru fríar í símaskránna, bæði nöfn, heimili og símanúmer. Eingöngu væri rukkað fyrir aukalínur, en það eru fyrirtæki sem helst nýta sér þær. „Símaskráin á vefnum, ja.is, er hinsvegar í mikilli sókn og hana höfum við verið að endurbæta mjög mikið.

Aðsóknin hefur aukist gífurlega í þessa netsímaskrá. Þau gjöld fyrir aukalínurnar sem við höfum verið að rukka fyrir hingað til hafa eingöngu verið fyrir prentaða símaskrá en núna þurfum við að taka fyrir hið sama á vefnum."

„Í samskiptum okkar við viðskiptavini, vegna breytinga á skráningu, kom verð alltaf fram, þannig að hækkunin ætti að hafa sést. Við lögðum okkur fram um að koma þessu til skila þótt hækkunin hefði ekki verið auglýst sérstaklega," sagði Sigríður Margrét.

Fréttin í heild á Skessuhorn.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×