Hláturvísindi eru ekkert gamanmál 7. apríl 2010 05:00 Bill Clinton og Boris Jeltsín á góðri stund. MYND:Nordic Photos/AFP Hlátur er frumstætt atferli og fyrsta tjáningarform okkar. Apar hlæja. Hundar og rottur hlæja. Og smábörn byrja að hlæja löngu áður en þau læra að tala. Enginn þarf að kenna okkur að hlæja. Við byrjum bara að hlæja, stundum ósjálfrátt og jafnvel gegn vilja okkar. Kannski kemur það á óvart að einungis í tíu til fimmtán prósent tilvika sprettur hláturinn af því að einhver hafi sagt eitthvað fyndið. Þetta fullyrðir þó taugasérfræðingurinn Robert Provine, sem hefur áratugum saman rannsakað hlátur. Hann segir hlátur sjaldnast vera viðbrögð við brandara, heldur viðbrögð manna í félagslegum aðstæðum. „Hlátur er fyrst og fremst félagslegt fyrirbæri," segir hann. „Forsenda hláturs er önnur manneskja." Provine er prófessor við háskólann í Maryland. Hann segist hafa krufið hláturinn og komist að kjarna hans. „Allir tungumálahópar hlæja „ha ha ha" nokkurn veginn eins," segir hann. „Hvort sem menn tala mandarín-kínversku, frönsku eða ensku, þá skilja allir hlátur. Það er ákveðinn mynsturgjafi í heilanum sem framleiðir þetta hljóð." Hvert „ha" tekur um það bil fimmtánda part úr sekúndu. Ef menn hlæja hægar eða hraðar en það, þá hljómar það ekki eins og hlátur. Heyrnarlausir hlæja án þess að heyra og fólk í síma hlær án þess að sjá, segir Provine, og vill með þessu sýna fram á að hlátur er ekki byggður á einu skilningarviti heldur á félagslegum samskiptum. Hláturinn er ekki heldur bundinn við manneskjur, því simpansar kitla hver annan og hlæja meira að segja þótt annar simpansi þykist bara kitla þá. „Einmitt það kemur sterklega til greina sem elsti brandarinn," segir Provine. „Platkitlið, það er virkilega frumstæður húmor." Annar hláturfræðingur, Jaak Panksepp, sálfræðiprófessor við Bowling Green-háskólann, hefur einnig rannsakað rottur sem hlæja þegar hann kitlar þær. Og þeim finnst það greinilega skemmtilegt því þær koma aftur og aftur til prófessorsins þegar hann kitlar þær. Með því að rannsaka rottur hefur vísindamönnunum tekist að átta sig á því hvað gerist í heilanum þegar við hlæjum. Hláturinn framkallar í heilanum efni sem dregur úr áhyggjum og þunglyndi. „Þetta snýst um ánægjuna, jákvæða þátttöku í lífinu," segir Panksepp. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Hlátur er frumstætt atferli og fyrsta tjáningarform okkar. Apar hlæja. Hundar og rottur hlæja. Og smábörn byrja að hlæja löngu áður en þau læra að tala. Enginn þarf að kenna okkur að hlæja. Við byrjum bara að hlæja, stundum ósjálfrátt og jafnvel gegn vilja okkar. Kannski kemur það á óvart að einungis í tíu til fimmtán prósent tilvika sprettur hláturinn af því að einhver hafi sagt eitthvað fyndið. Þetta fullyrðir þó taugasérfræðingurinn Robert Provine, sem hefur áratugum saman rannsakað hlátur. Hann segir hlátur sjaldnast vera viðbrögð við brandara, heldur viðbrögð manna í félagslegum aðstæðum. „Hlátur er fyrst og fremst félagslegt fyrirbæri," segir hann. „Forsenda hláturs er önnur manneskja." Provine er prófessor við háskólann í Maryland. Hann segist hafa krufið hláturinn og komist að kjarna hans. „Allir tungumálahópar hlæja „ha ha ha" nokkurn veginn eins," segir hann. „Hvort sem menn tala mandarín-kínversku, frönsku eða ensku, þá skilja allir hlátur. Það er ákveðinn mynsturgjafi í heilanum sem framleiðir þetta hljóð." Hvert „ha" tekur um það bil fimmtánda part úr sekúndu. Ef menn hlæja hægar eða hraðar en það, þá hljómar það ekki eins og hlátur. Heyrnarlausir hlæja án þess að heyra og fólk í síma hlær án þess að sjá, segir Provine, og vill með þessu sýna fram á að hlátur er ekki byggður á einu skilningarviti heldur á félagslegum samskiptum. Hláturinn er ekki heldur bundinn við manneskjur, því simpansar kitla hver annan og hlæja meira að segja þótt annar simpansi þykist bara kitla þá. „Einmitt það kemur sterklega til greina sem elsti brandarinn," segir Provine. „Platkitlið, það er virkilega frumstæður húmor." Annar hláturfræðingur, Jaak Panksepp, sálfræðiprófessor við Bowling Green-háskólann, hefur einnig rannsakað rottur sem hlæja þegar hann kitlar þær. Og þeim finnst það greinilega skemmtilegt því þær koma aftur og aftur til prófessorsins þegar hann kitlar þær. Með því að rannsaka rottur hefur vísindamönnunum tekist að átta sig á því hvað gerist í heilanum þegar við hlæjum. Hláturinn framkallar í heilanum efni sem dregur úr áhyggjum og þunglyndi. „Þetta snýst um ánægjuna, jákvæða þátttöku í lífinu," segir Panksepp. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira