Innlent

Sláandi lágt hlutfall þeirra sem stunda frumkvöðlastarfsemi á Íslandi

Sláandi lágt hlutfall þeirra sem stunda frumkvöðlastarfsemi á Íslandi hefur lokið háskólanámi í samanburði við önnur hátekjulönd að því er lesa má úr niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar á frumkvöðlastarfsemi sem kynntar voru í morgun.

Þá eru karlar tvöfalt líklegri en konur til að stunda slíka starfsemi.Í rannsókninni var frumkvöðlastarfsemi allt að 40 ólíkra landa könnuð og hefur hún verið framkvæmd árlega undanfarin sjö ár. Í hverju landi er síðan kafað dýpra í niðurstöðurnar og hefur Háskólinn í Reykjavík borið veg og vanda að rannsókninni hér á landi.

Margar athyglisverðar niðurstöður er að finna í skýrslunni að þessu sinni en það sem kom mest á óvart var að umfang frumkvöðlastarfsemi hér á landi er svipað og fyrri ár en tæplega 11 prósent þjóðarinnar á aldrinum 18-64 ára stunda frumkvöðlastarfsemi. Þá vekur athygli að menntun þeirra sem taka þátt í starfsemi sem þessari er minni hér á landi en í öðrum hátekjulöndum.

Þá er áberandi hve lágt hlutfall kvenna sækir í frumkvöðlastarfsemi en um 70% frumkvöðla eru karlar. Eitt af markmiðum rannsóknarinnar er að koma með ábendingar um hvernig bæta megi umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×