Innlent

Viðbúnaðarstig lækkað í Svíþjóð

MYND/AP

Engin fuglaflensa reyndist í hænsnabúi í Orsa í Svíþjóð, þar sem grunur lék á að hún hefði komið upp í alifuglum. Yfirvöld í Svíþjóð hyggjast nú að draga úr viðbúnaði vegna fuglaflensu þannig að alifuglar megi aftur dvelja utandyra.

Sú ákvörðun er studd með því að sá hópur farfugla sem bar smitið með sér, sundfuglar sem komu úr austurátt, frá Asíu, séu nú allir komnir á áfangastað og því hverfandi líkur á að upp komi ný fuglaflensutilfelli. Æ lengra hefur verið á milli nýrra tilfella frá því í apríl og er nú svo komið að menn eru bjartsýnir á að fuglaflensutímabilið sé hjáliðið, að minnsta kosti í bili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×