Gustarar samþykkja flutningana 12. maí 2006 09:50 Á fjölmennum félagsfundi hestamannafélagsins Gusts í gærkveldi samþykktu félagsmenn samninga þá er gerðir hafa verið við Kópavogsbæ um flutning hesthúsahverfis félagsins frá Glaðheimum á Kjóavelli. Mikill einhugur ríkti á fundinum og kom fram þakklæti til þeirra er starfað hafa að samningagerðinni fyrir hönd félagsins. Þó nokkrar umræður urðu á fundinum og spurðu menn um ýmis mál er varða frágang og útfærslu nýs hverfis og samþykkti fundurinn tillögu þess efnis að fela stjórn félagsins að ljúka málinu og skipa þær nefndir og vinnuhópa er þurfa þykir í því ferli sem framundan er. Einnig kom fram óánægja með málflutning einstakra bæjarstjórnarmanna undanfarið þar sem vegið hefur verið að samningamönnum Gusts og fleirum er að málinu hafa komið. Fundarmenn töldu mikilvægt að málefni Gusts yrðu ekki notuð sem pólitískt bitbein nú í aðdraganda kosninga, enda um mikilvægt mál að ræða fyrir sveitarfélagið í heild sinni, burtséð frá flokkspólitík. Einnig töldu menn af og frá að hægt væri að semja eingöngu um flutning þeirra sem nú eiga hesthús í Gusti, heldur skyldi félagsmönnum öllum standa til boða að sækja um lóðir í nýju hverfi. Var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða á fundinum: "Félagsfundur í Hestamannafélaginu Gusti, haldin í Glaðheimum 11. maí 2006, harmar málflutning fulltrúa minnihluta í bæjarstjórn Kópavogs er átt hefur sér stað í fjölmiðlum og á bæjarstjórnarfundi sl. þriðjudag, varðandi málefni hesthúsahverfis Gustara. Vegið hefur verið að heilindum og trúverðugleika stjórnar Gusts, viðræðunefndar félagsins sem og einstaklinga er starfað hafa að framtíðarmálum félagsins af heilum hug og heiðarleika. Slíkur málflutningur skaðar ekki einungis Gustara, heldur einnig bæjarfélagið sem hingað til hefur stutt Hestamannafélagið Gusts af heilum hug. Það er engum til framdráttar að málefni Gusts verði gerð að pólitísku bitbeini og því hvetur fundurinn bæjarstjórnarmenn til að sameinast um þetta mikilvæga mál og leggjast á eitt um að tryggja farsælan flutning og framtíð hesthúsahverfis Gustara. Óraunhæfar hugmyndir um flutning hluta félagsins skapa aðeins sundrungu sem er fjarri markmiðum stjórnar Gusts og bæjaryfirvalda um framtíðaruppbyggingu félagssvæðisins. Bæjaryfirvöld hafa brugðist skjótt og vel við ósk Gusts um samstarf í þessu viðkvæma og vandasama máli og með því tryggt framtíð eins öflugasta íþróttafélags landsins, félags sem hefur borið hróður Kópavogs víða með öflugu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Markmið bæði félagsins og bæjaryfirvalda er að byggja upp svæði fyrir Gustara sem verði sveitarfélaginu til sóma og hestamennsku í Kópavogi til framdráttar." Stefnt er að því að flytja Gustshverfið á árunum 2007-2008, en fram að þeim tíma geta þeir nýtt aðstöðuna í Glaðheimum áfram og tryggt verður að aðrar framkvæmdir í nágrenni hverfisins muni ekki trufla útreiðar á svæðinu. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Sjá meira
Á fjölmennum félagsfundi hestamannafélagsins Gusts í gærkveldi samþykktu félagsmenn samninga þá er gerðir hafa verið við Kópavogsbæ um flutning hesthúsahverfis félagsins frá Glaðheimum á Kjóavelli. Mikill einhugur ríkti á fundinum og kom fram þakklæti til þeirra er starfað hafa að samningagerðinni fyrir hönd félagsins. Þó nokkrar umræður urðu á fundinum og spurðu menn um ýmis mál er varða frágang og útfærslu nýs hverfis og samþykkti fundurinn tillögu þess efnis að fela stjórn félagsins að ljúka málinu og skipa þær nefndir og vinnuhópa er þurfa þykir í því ferli sem framundan er. Einnig kom fram óánægja með málflutning einstakra bæjarstjórnarmanna undanfarið þar sem vegið hefur verið að samningamönnum Gusts og fleirum er að málinu hafa komið. Fundarmenn töldu mikilvægt að málefni Gusts yrðu ekki notuð sem pólitískt bitbein nú í aðdraganda kosninga, enda um mikilvægt mál að ræða fyrir sveitarfélagið í heild sinni, burtséð frá flokkspólitík. Einnig töldu menn af og frá að hægt væri að semja eingöngu um flutning þeirra sem nú eiga hesthús í Gusti, heldur skyldi félagsmönnum öllum standa til boða að sækja um lóðir í nýju hverfi. Var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða á fundinum: "Félagsfundur í Hestamannafélaginu Gusti, haldin í Glaðheimum 11. maí 2006, harmar málflutning fulltrúa minnihluta í bæjarstjórn Kópavogs er átt hefur sér stað í fjölmiðlum og á bæjarstjórnarfundi sl. þriðjudag, varðandi málefni hesthúsahverfis Gustara. Vegið hefur verið að heilindum og trúverðugleika stjórnar Gusts, viðræðunefndar félagsins sem og einstaklinga er starfað hafa að framtíðarmálum félagsins af heilum hug og heiðarleika. Slíkur málflutningur skaðar ekki einungis Gustara, heldur einnig bæjarfélagið sem hingað til hefur stutt Hestamannafélagið Gusts af heilum hug. Það er engum til framdráttar að málefni Gusts verði gerð að pólitísku bitbeini og því hvetur fundurinn bæjarstjórnarmenn til að sameinast um þetta mikilvæga mál og leggjast á eitt um að tryggja farsælan flutning og framtíð hesthúsahverfis Gustara. Óraunhæfar hugmyndir um flutning hluta félagsins skapa aðeins sundrungu sem er fjarri markmiðum stjórnar Gusts og bæjaryfirvalda um framtíðaruppbyggingu félagssvæðisins. Bæjaryfirvöld hafa brugðist skjótt og vel við ósk Gusts um samstarf í þessu viðkvæma og vandasama máli og með því tryggt framtíð eins öflugasta íþróttafélags landsins, félags sem hefur borið hróður Kópavogs víða með öflugu íþrótta- og æskulýðsstarfi. Markmið bæði félagsins og bæjaryfirvalda er að byggja upp svæði fyrir Gustara sem verði sveitarfélaginu til sóma og hestamennsku í Kópavogi til framdráttar." Stefnt er að því að flytja Gustshverfið á árunum 2007-2008, en fram að þeim tíma geta þeir nýtt aðstöðuna í Glaðheimum áfram og tryggt verður að aðrar framkvæmdir í nágrenni hverfisins muni ekki trufla útreiðar á svæðinu.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Sjá meira