Réttar upplýsingar og réttindi barna Páll Valur Björnsson skrifar 21. maí 2015 07:00 Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna fylgist með því hvernig aðildarríki Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna uppfylla skyldur sínar samkvæmt sáttmálanum. Árið 2011 gerði nefndin alvarlegar athugasemdir við hversu langir biðlistar og biðtími er á Íslandi eftir greiningum fyrir börn með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD) og skyldar raskanir. Ég hef að undanförnu fengið margar ábendingar frá foreldrum barna og frá fagfólki um að enn séu þessir biðlistar allt of langir og biðtími eftir greiningum mjög langur. Ég beindi því fyrirspurn til heilbrigðsráðherra um hvernig staða þessara mála væri nú og hvað íslensk stjórnvöld hefðu gert til að auka afkastagetu meðferðar- og greiningarstöðva eins og Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur eindregið hvatt íslensk stjórnvöld til. Í svari ráðherra kemur m.a. fram að nú eru 310 börn á biðlista hjá Þroska- og hegðunarmiðstöðinni eftir nánari greiningu á ADHD og skyldum röskunum sem eru t.d. kvíði, tilfinningavandi, hegðunarvandi og einhverfurófseinkenni og að af þeim 310 börnum sem bíða greiningar eru 65 á forgangslista og 245 á almennum biðlista. Einnig kemur fram í svarinu að biðtími svonefndra forgangsbarna er 5-8 mánuðir og bið barna á almennum biðlista er 11-12 mánuðir. Ég ætla ekki að rekja svör ráðherra við fyrirspurn minni nánar hér en bendi á að þau má lesa á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/144/s/1287.html Ég verð að lýsa miklum vonbrigðum með hversu lítið hefur verið gert til að auka afkastagetu meðferðar- og greiningarstöðva til að vinna á þessum löngu biðlistum og draga úr biðtímanum þó að greiningarnar séu mjög mikilvægar til að veita megi hlutaðeigandi börnum viðeigandi stuðning, ekki síst í námi og þrátt fyrir fyrrnefndar athugasemdir Barnaréttarnefndarinnar.Villandi svar Ég verð einnig að lýsa furðu minni á að svar ráðherra við fyrirspurninni er villandi. Þar eru nefnilega tilteknar sérstaklega greiningar sem ADHD-teymi Landspítalans sinnir. Þjónusta sem ADHD-teymið veitir er afar mikilvæg og vil ég eindregið hvetja ráðherra til að styrkja það teymi með öllum titækum ráðum, enda er líka allt of löng bið eftir greiningum og viðeigandi ráðgjöf fyrir fullorðna einstaklinga með ADHD og skyldar raskanir. En ADHD-teymi Landspítalans sinnir þó eingöngu fullorðnum einstaklingum og hefur það því engin áhrif á þjónustu við börn. Fyrirspurn mín til ráðherra varðaði hins vegar mjög skýrlega þjónustu við börn með ADHD og skyldar raskanir og það gera einnig aðfinnslur Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna sem ég vísaði sérstaklega til í fyrirspurn minni. Það er alls ekki ætlun mín að gefa í skyn að misvísandi upplýsingar hafi vísvitandi verið gefnar í svari ráðherra við fyrirspurn minni. Slík ónákvæmni í upplýsingagjöf er þó alls ekki til þess fallin að greiða fyrir markvissri og árangursríkri umræðu, stefnumótun og ákvarðanatöku varðandi þessi afar miklu hagsmunamál mjög margra barna og aðstandenda þeirra. En vegna þessarar ófullkomnu upplýsingagjafar í svari ráðherra varðandi stöðu mála og þjónustu við börn með ADHD og skyldar raskanir finnst mér vera óhjákvæmilegt að minna á að Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur ekki aðeins gert athugasemdir við íslensk stjórnvöld varðandi langa biðlista og biðtíma eftir greiningum fyrir börn og ófullnægjandi afkastagetu greiningarstöðva. Nefndin hefur gert athugasemdir við ýmislegt fleira og m.a. það að söfnun og greining upplýsinga varðandi stöðu barna og skilyrði sem þau búa við hér á landi er á margan hátt ófullnægjandi. Nefndin leggur áherslu á að til að meta megi stöðu íslenskra barna í því skyni að þau fái að njóta til fulls þeirra réttinda sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna tryggir þeim sé nauðsynlegt hér á landi að safna ítarlegri gögnum um skilyrði þeirra og greina gögnin eftir aldri, kyni, búsetu, þjóðerni og félagslegum og efnahagslegum bakgrunni. Það er þess vegna og því miður ekki aðeins fullt tilefni til að hvetja íslensk stjórnvöld til að vinna miklu betur, hraðar og markvissar að því að stytta biðlista og biðtíma eftir greiningum fyrir börn sem eru með ADHD eða aðrar slíkar raskanir. Það er líka tilefni til að hvetja þau til að bæta söfnun og greiningu upplýsinga varðandi stöðu íslenskra barna til að við getum betur tryggt þeim þau lágmarksréttindi sem þau eiga að á að njóta samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna fylgist með því hvernig aðildarríki Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna uppfylla skyldur sínar samkvæmt sáttmálanum. Árið 2011 gerði nefndin alvarlegar athugasemdir við hversu langir biðlistar og biðtími er á Íslandi eftir greiningum fyrir börn með ofvirkni og athyglisbrest (ADHD) og skyldar raskanir. Ég hef að undanförnu fengið margar ábendingar frá foreldrum barna og frá fagfólki um að enn séu þessir biðlistar allt of langir og biðtími eftir greiningum mjög langur. Ég beindi því fyrirspurn til heilbrigðsráðherra um hvernig staða þessara mála væri nú og hvað íslensk stjórnvöld hefðu gert til að auka afkastagetu meðferðar- og greiningarstöðva eins og Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur eindregið hvatt íslensk stjórnvöld til. Í svari ráðherra kemur m.a. fram að nú eru 310 börn á biðlista hjá Þroska- og hegðunarmiðstöðinni eftir nánari greiningu á ADHD og skyldum röskunum sem eru t.d. kvíði, tilfinningavandi, hegðunarvandi og einhverfurófseinkenni og að af þeim 310 börnum sem bíða greiningar eru 65 á forgangslista og 245 á almennum biðlista. Einnig kemur fram í svarinu að biðtími svonefndra forgangsbarna er 5-8 mánuðir og bið barna á almennum biðlista er 11-12 mánuðir. Ég ætla ekki að rekja svör ráðherra við fyrirspurn minni nánar hér en bendi á að þau má lesa á vef Alþingis: https://www.althingi.is/altext/144/s/1287.html Ég verð að lýsa miklum vonbrigðum með hversu lítið hefur verið gert til að auka afkastagetu meðferðar- og greiningarstöðva til að vinna á þessum löngu biðlistum og draga úr biðtímanum þó að greiningarnar séu mjög mikilvægar til að veita megi hlutaðeigandi börnum viðeigandi stuðning, ekki síst í námi og þrátt fyrir fyrrnefndar athugasemdir Barnaréttarnefndarinnar.Villandi svar Ég verð einnig að lýsa furðu minni á að svar ráðherra við fyrirspurninni er villandi. Þar eru nefnilega tilteknar sérstaklega greiningar sem ADHD-teymi Landspítalans sinnir. Þjónusta sem ADHD-teymið veitir er afar mikilvæg og vil ég eindregið hvetja ráðherra til að styrkja það teymi með öllum titækum ráðum, enda er líka allt of löng bið eftir greiningum og viðeigandi ráðgjöf fyrir fullorðna einstaklinga með ADHD og skyldar raskanir. En ADHD-teymi Landspítalans sinnir þó eingöngu fullorðnum einstaklingum og hefur það því engin áhrif á þjónustu við börn. Fyrirspurn mín til ráðherra varðaði hins vegar mjög skýrlega þjónustu við börn með ADHD og skyldar raskanir og það gera einnig aðfinnslur Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna sem ég vísaði sérstaklega til í fyrirspurn minni. Það er alls ekki ætlun mín að gefa í skyn að misvísandi upplýsingar hafi vísvitandi verið gefnar í svari ráðherra við fyrirspurn minni. Slík ónákvæmni í upplýsingagjöf er þó alls ekki til þess fallin að greiða fyrir markvissri og árangursríkri umræðu, stefnumótun og ákvarðanatöku varðandi þessi afar miklu hagsmunamál mjög margra barna og aðstandenda þeirra. En vegna þessarar ófullkomnu upplýsingagjafar í svari ráðherra varðandi stöðu mála og þjónustu við börn með ADHD og skyldar raskanir finnst mér vera óhjákvæmilegt að minna á að Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur ekki aðeins gert athugasemdir við íslensk stjórnvöld varðandi langa biðlista og biðtíma eftir greiningum fyrir börn og ófullnægjandi afkastagetu greiningarstöðva. Nefndin hefur gert athugasemdir við ýmislegt fleira og m.a. það að söfnun og greining upplýsinga varðandi stöðu barna og skilyrði sem þau búa við hér á landi er á margan hátt ófullnægjandi. Nefndin leggur áherslu á að til að meta megi stöðu íslenskra barna í því skyni að þau fái að njóta til fulls þeirra réttinda sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna tryggir þeim sé nauðsynlegt hér á landi að safna ítarlegri gögnum um skilyrði þeirra og greina gögnin eftir aldri, kyni, búsetu, þjóðerni og félagslegum og efnahagslegum bakgrunni. Það er þess vegna og því miður ekki aðeins fullt tilefni til að hvetja íslensk stjórnvöld til að vinna miklu betur, hraðar og markvissar að því að stytta biðlista og biðtíma eftir greiningum fyrir börn sem eru með ADHD eða aðrar slíkar raskanir. Það er líka tilefni til að hvetja þau til að bæta söfnun og greiningu upplýsinga varðandi stöðu íslenskra barna til að við getum betur tryggt þeim þau lágmarksréttindi sem þau eiga að á að njóta samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun