Dæmi um að fólk bíði í ár eftir að dánarorsök sé kunn Hugrún J. Halldórsdóttir skrifar 10. desember 2012 12:07 Dæmi eru um að fólk hafi þurft að bíða í tæpt ár eftir að fá dánarorsök látinna ástvina staðfesta en enginn réttarmeinarfræðingur er starfandi á landinu. Yfirlæknir reiknar með að ástandið vari í rúmt ár til viðbótar eða þar til réttarmeinarfræðingur tekur til starfa í byrjun þarnæsta árs. Enginn réttarmeinafræðingur hefur verið starfandi á landinu svo árum skiptir. Ættingjar um fimmtíu einstaklinga bíða þess nú að fá niðurstöður um dánarorsök úr krufningu, þar á meðal er einn sem fréttablaðið ræðir við í dag en hann missti eiginkonu sína fyrir tíu mánuðum. Hann hefur ekki enn fengið að vita dánarorsökina og hvílir það þungt á honum. Bjarni G. Agnarsson, yfirlæknir á rannsóknarstofu í meinafræði á Landspítalanum, segir erlendan réttameinafræðing koma til landsins reglulega og sinna þeim verkefnum sem til falla. „En af því að hún er hér aðeins hluta af tímanum þá er minni tími aflögu til þess að vinna í raun pappírsvinnuna og klára skýrslurnar," segir Bjarni. „Við erum búin að ráða eða reikna með að fá til starfa annan réttarmeinafræðing sem mun væntanlega hefja störf hér í ársbyrjun 2014 þannig að þá held ég að þessi mál komist á rétt ról eftir þann tíma." En á hverju strandar þetta, ekki fjármagnsskorti? „Nei, það er í raun og veru bara skortur á réttarmeinafræðingum. Þetta er vandamál sem er í mörgum löndum, það hafa ekki nægilega margir farið í þessa grein og við höfum ekki haft Íslendinga á síðustu árum sem hafa farið í þetta. Þannig að það er í raun og veru vandamálið, það er skortur á sérfræðingum á þessu sviði. En veistu til þess að einhver Íslendingur sé í námi ákkúrat núna? Jú, það eru tveir Íslendingar sem hófu nám í réttarlæknisfræði í Svíþjóð síðastliðið haust en þetta er fimm ára nám þannig að ég get ekki reiknað með þeim fyrr en eftir þann tíma," segir Bjarni G. Agnarsson, yfirlæknir á rannsóknarstofu í meinafræði á Landspítalanum. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Dæmi eru um að fólk hafi þurft að bíða í tæpt ár eftir að fá dánarorsök látinna ástvina staðfesta en enginn réttarmeinarfræðingur er starfandi á landinu. Yfirlæknir reiknar með að ástandið vari í rúmt ár til viðbótar eða þar til réttarmeinarfræðingur tekur til starfa í byrjun þarnæsta árs. Enginn réttarmeinafræðingur hefur verið starfandi á landinu svo árum skiptir. Ættingjar um fimmtíu einstaklinga bíða þess nú að fá niðurstöður um dánarorsök úr krufningu, þar á meðal er einn sem fréttablaðið ræðir við í dag en hann missti eiginkonu sína fyrir tíu mánuðum. Hann hefur ekki enn fengið að vita dánarorsökina og hvílir það þungt á honum. Bjarni G. Agnarsson, yfirlæknir á rannsóknarstofu í meinafræði á Landspítalanum, segir erlendan réttameinafræðing koma til landsins reglulega og sinna þeim verkefnum sem til falla. „En af því að hún er hér aðeins hluta af tímanum þá er minni tími aflögu til þess að vinna í raun pappírsvinnuna og klára skýrslurnar," segir Bjarni. „Við erum búin að ráða eða reikna með að fá til starfa annan réttarmeinafræðing sem mun væntanlega hefja störf hér í ársbyrjun 2014 þannig að þá held ég að þessi mál komist á rétt ról eftir þann tíma." En á hverju strandar þetta, ekki fjármagnsskorti? „Nei, það er í raun og veru bara skortur á réttarmeinafræðingum. Þetta er vandamál sem er í mörgum löndum, það hafa ekki nægilega margir farið í þessa grein og við höfum ekki haft Íslendinga á síðustu árum sem hafa farið í þetta. Þannig að það er í raun og veru vandamálið, það er skortur á sérfræðingum á þessu sviði. En veistu til þess að einhver Íslendingur sé í námi ákkúrat núna? Jú, það eru tveir Íslendingar sem hófu nám í réttarlæknisfræði í Svíþjóð síðastliðið haust en þetta er fimm ára nám þannig að ég get ekki reiknað með þeim fyrr en eftir þann tíma," segir Bjarni G. Agnarsson, yfirlæknir á rannsóknarstofu í meinafræði á Landspítalanum.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira