Rekstur án tekna Ingibjörg Björnsdóttir skrifar 23. apríl 2020 06:00 Er hægt að reka fyrirtæki án tekna? Svarið er einfalt, nei. Hvað er þá til ráða fyrir fyrirtæki sem standa frammi fyrir tekjumissi, að hluta eða öllu leyti? Enginn rekstur var búinn undir það gríðarlega áfall sem nú blasir við mörgum. Fyrirtæki með sterkan rekstrargrunn eru þó betur í stakk búin til að takast á við rekstrarvanda og eiga því hægara um vik að grípa tækifæri til að tryggja framtíð rekstrarins. Nú eru flest fyrirtæki búin að takmarka tjón sitt eins og hægt er með því að nýta sér úrræði stjórnvalda, hafi þau á annað borð verið nauðsynleg til að vernda starfsfólk og tryggja áframhaldandi rekstur. Þau úrræði gagnast þó bara tímabundið. Nauðsynlegt er að hefja strax greiningu á rekstrinum, stöðu hans og möguleikum. Fara þarf yfir lykilþætti í rekstrinum og greina styrkleikana og veikleikana almennt. Í ljósi útkomunnar er hægt að byggja réttar ákvarðanir um framhaldið. Í mörgum tilvikum má bæta veikan rekstrargrunn fljótt og örugglega og gera fyrirtækið þannig lífvænlegra. Lausnin er til Fyrirtæki með sterkan og heilbrigðan rekstur og þau sem vinna markvisst að því að skjóta styrkari stoðum undir reksturinn eiga bjarta framtíð ef þau vaka yfir tækifærum og leggja nýjar áherslur í samræmi við þau. Öll aðstoð til þeirra er hagkvæm fyrir atvinnulífið og samfélagið í heild. Aðstoð ein og sér dugar ekki. Fyrirtækin verða sjálf að finna lausn fyrir sinn rekstur. Nauðsynlegt er að hugsa út fyrir kassann, nú sem aldrei fyrr, og aðlaga viðskiptamódel sitt að breyttum heimi og finna nýjar leiðir til tekjuöflunar. Við greiningu á rekstrargrunni verða oftar en ekki til hugmyndir og ný tækifæri. Þó að slík vinna sé ávallt mikilvæg er hún beinlínis bráðnauðsynleg núna ef vel á að takast. Hvernig geta ferðaþjónustufyrirtæki starfað þar til ferðamenn fara að streyma aftur til landsins? Hvernig geta verslanir selt vörur sínar án heimsókna viðskiptavina? Það er rekstraraðilanna að finna lausnina með góðri aðstoð stjórnvalda og hagsmunasamtaka sem eru nú nótt sem dag að berjast fyrir betri framtíð fyrirtækja og þar með samfélagsins í heild. Án fyrirtækja er litla atvinnu að fá. Leggjumst á eitt, hugsum í lausnum en ekki vandamálum og finnum leiðina til bjartrar framtíðar! Höfundur er lögmaður og rekstrarsérfræðingur Litla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Er hægt að reka fyrirtæki án tekna? Svarið er einfalt, nei. Hvað er þá til ráða fyrir fyrirtæki sem standa frammi fyrir tekjumissi, að hluta eða öllu leyti? Enginn rekstur var búinn undir það gríðarlega áfall sem nú blasir við mörgum. Fyrirtæki með sterkan rekstrargrunn eru þó betur í stakk búin til að takast á við rekstrarvanda og eiga því hægara um vik að grípa tækifæri til að tryggja framtíð rekstrarins. Nú eru flest fyrirtæki búin að takmarka tjón sitt eins og hægt er með því að nýta sér úrræði stjórnvalda, hafi þau á annað borð verið nauðsynleg til að vernda starfsfólk og tryggja áframhaldandi rekstur. Þau úrræði gagnast þó bara tímabundið. Nauðsynlegt er að hefja strax greiningu á rekstrinum, stöðu hans og möguleikum. Fara þarf yfir lykilþætti í rekstrinum og greina styrkleikana og veikleikana almennt. Í ljósi útkomunnar er hægt að byggja réttar ákvarðanir um framhaldið. Í mörgum tilvikum má bæta veikan rekstrargrunn fljótt og örugglega og gera fyrirtækið þannig lífvænlegra. Lausnin er til Fyrirtæki með sterkan og heilbrigðan rekstur og þau sem vinna markvisst að því að skjóta styrkari stoðum undir reksturinn eiga bjarta framtíð ef þau vaka yfir tækifærum og leggja nýjar áherslur í samræmi við þau. Öll aðstoð til þeirra er hagkvæm fyrir atvinnulífið og samfélagið í heild. Aðstoð ein og sér dugar ekki. Fyrirtækin verða sjálf að finna lausn fyrir sinn rekstur. Nauðsynlegt er að hugsa út fyrir kassann, nú sem aldrei fyrr, og aðlaga viðskiptamódel sitt að breyttum heimi og finna nýjar leiðir til tekjuöflunar. Við greiningu á rekstrargrunni verða oftar en ekki til hugmyndir og ný tækifæri. Þó að slík vinna sé ávallt mikilvæg er hún beinlínis bráðnauðsynleg núna ef vel á að takast. Hvernig geta ferðaþjónustufyrirtæki starfað þar til ferðamenn fara að streyma aftur til landsins? Hvernig geta verslanir selt vörur sínar án heimsókna viðskiptavina? Það er rekstraraðilanna að finna lausnina með góðri aðstoð stjórnvalda og hagsmunasamtaka sem eru nú nótt sem dag að berjast fyrir betri framtíð fyrirtækja og þar með samfélagsins í heild. Án fyrirtækja er litla atvinnu að fá. Leggjumst á eitt, hugsum í lausnum en ekki vandamálum og finnum leiðina til bjartrar framtíðar! Höfundur er lögmaður og rekstrarsérfræðingur Litla Íslands.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar