Um vændi Drífa Snædal skrifar 6. nóvember 2025 12:01 Til Stígamóta kemur fólk sem hefur verið í vændi, fólk sem eru þolendur vændismansals en einnig leitar til okkar fólk sem skilgreinir sig sem kynlífsverkafólk. Rágjafar Stígamóta taka vel á móti öllum þeim sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi, sama hver staða þeirra er í tengslum við vændi; við gerum enga kröfu um ákveðnar skilgreiningar. Öllum er mætt á þeim stað sem þau eru, til að vinna úr afleiðingum kynferðisofbeldis. Aðallega eru þetta konur eins og við á um þjónustuþega Stígamóta yfir höfuð, sem hafa verið beittar ofbeldi af körlum. Þetta er kynbundinn vandi. Undanfarið hefur verið hávær umræða um stöðu þeirra sem skilgreina sig sem kynlífsverkafólk af fúsum og frjálsum vilja og það skilgreint sem annað en vændi. Eftir að hafa unnið með brotaþolum vændis, hlustað á frásagnir þeirra og veitt þeim stuðning er reynsla okkar sú að þegar fólk fjarlægist vændið og þegar á líður þá lítur það vændið öðrum augum. Þá ekki sem frjálst val eða valdeflandi - þó svo að það hafi verið skilgreining sumra í fyrstu, heldur frekar sem nauðsyn og valdaleysi. Fyrir þessum hópi getur umræða um kynlífsvinnu og frjálst val verið meiðandi og það ber að taka tillit til þess þegar umræða um kynlífsvinnu er annars vegar. Komin er krafa um að breyta lögunum þannig að kaup á vændi verði afglæpavætt en við höfum lög í landinu þar sem það er ekki saknæmt að selja vændi en það er hins vegar glæpur að kaupa það. Þessi lög eru sett með þeirri vitneskju að iðulega eru þær sem selja aðgang að líkama sínum í verri stöðu og hafa fá úrræði annað en einmitt það. Ásamt vitneskjunni um þann skaða sem fólk verður fyrir með því að selja líkama sinn og þeirri staðreynd að valdið og valið er kaupendanna. Nú get ég ekki sagt til um það hvort einhver sé í kynlífsvinnu vegna ánægju og hljóti ekki skaða af. En við hljótum að einbeita okkur að þeim hópi sem upplifir vændi sem neyð og sem ofbeldi, hópnum sem myndi annars velja annað en getur og gerir það ekki sökum aðstæðna. Það gerum við á Stígamótum. Það var fleira sem átti að fylgja breytingum á lögunum á sínum tíma. Það átti að efla úrræði fyrir fólk í vændi, efla félagsþjónustu og fræðslu. Það hefur setið á hakanum og Stígamót hafa, í samstarfi við opinbera aðila verið að vinna að úrbótum þar á. Við höfum miðlað stuðningi til fólks sem þarf á því að halda í gegnum félagsþjónustu og haft milligöngu við lögregluna ef svo ber undir. Við finnum fyrir vaxandi skilningi í kerfinu á mikilvægi stuðnings og skaðsemi fordóma en enn er mikið verk að vinna til þess að fólki í vændi sé sýndur fordómalaus stuðningur. Enn eru þó til öfl innan kerfisins sem misnota lögin til að refsa þeim sem síst skyldi eins og nýleg dæmi sýna þar sem lögreglustjórinn á Norðurlandi kærir konur í vændi fyrir auglýsingar. Við þessu hafa fjölmörg baráttusamtök brugðist. Margar ástæður eru fyrir því að fólk leiðist út í vændi og eru ólíkar raddir meðal þeirra sem eru á þeim stað. Við hlustum á þær raddir sem leita til okkar á Stígamótum og tölum máli þeirra. Það er hægt að sjá kosti og galla við ólíkar leiðir og ólíka löggjöf er snertir vændi eða kynlífsvinnu en þegar litið er á reynslu þeirra sem leita til Stígamóta er það alveg ljóst að það þarf með raunverulegum hætti að tryggja það að fólk hafi val frá vændi, að kerfið grípi þessa einstaklinga með alvöru úrræðum og stuðningi. Þá er ekki hægt að líta framhjá þeirri mismunun sem skapar vændi; kynjakerfið og hugmyndir um yfirráð karla og sjálfsagðan rétt þeirra til kynlífs og undirgefni kvenna, fátækt, rasismi, hinseginhatur og ableismi (fötlunarfordómar). Umræðan um vændi, mansal og jafnvel kynlífsvinnu verður ekki slitin úr samhengi við þessa samfélagsgerð, valdamisræmið og þau öfl sem eru áberandi um þessar mundir um að allt sé falt, allt sé til sölu, manneskjan sé markaðsvara og eigið vörumerki. Við á Stígamótum teljum mikilvægt að beina sjónum að þeim sem kaupa, þeim sem hafa valið og valdið. Það er mikilvægt að við sem samfélag spyrjum okkur af hverju þeir kaupa líkama kvenna (og annarra kynja), hvernig þeir líta á fólk í vændi og koma fram við það og hvort við sættum okkur við að það líðist. Umræðan um vændi og/eða kynlífsþjónustu verður ekki leyst með einni grein eða einhliða umræðum. Þessi málaflokkur er flókinn og skoðanir eru skiptar. Við teljum það þó alveg ljóst að það er öllum í hag að mæta fólki í vændi af skilningi, fordómaleysi og bjóða upp á úrræði til stuðnings. Á Stígamótum einblínum við á að veita stuðning til handa þeim sem vilja vinna sig úr vændi og úr afleiðingum þess og tryggja að kerfið geri slíkt hið sama. Við tölum máli þeirra brotaþola sem til okkar leita og munum ávallt gera það. Við teljum mikilvægt að ítreka að öll eru velkomin til Stígamóta og fá góðar móttökur frá okkar ráðgjöfum, óháð afstöðu sinni til vændis eða kynlífsvinnu og því hvernig þau skilgreina sína stöðu. Að lokum er mikilvægt að hafa í huga að það að tala um vændi og kynlífsvinnu sem raunverulegan og jafnvel æskilegan kost fyrir fólk (aðallega konur) í aðþrengdri stöðu getur valdið sársauka og skaða sem erfitt er að vinna úr. Það þekkja margir brotaþolar okkar allt of vel. Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vændi Kynbundið ofbeldi Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Til Stígamóta kemur fólk sem hefur verið í vændi, fólk sem eru þolendur vændismansals en einnig leitar til okkar fólk sem skilgreinir sig sem kynlífsverkafólk. Rágjafar Stígamóta taka vel á móti öllum þeim sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi, sama hver staða þeirra er í tengslum við vændi; við gerum enga kröfu um ákveðnar skilgreiningar. Öllum er mætt á þeim stað sem þau eru, til að vinna úr afleiðingum kynferðisofbeldis. Aðallega eru þetta konur eins og við á um þjónustuþega Stígamóta yfir höfuð, sem hafa verið beittar ofbeldi af körlum. Þetta er kynbundinn vandi. Undanfarið hefur verið hávær umræða um stöðu þeirra sem skilgreina sig sem kynlífsverkafólk af fúsum og frjálsum vilja og það skilgreint sem annað en vændi. Eftir að hafa unnið með brotaþolum vændis, hlustað á frásagnir þeirra og veitt þeim stuðning er reynsla okkar sú að þegar fólk fjarlægist vændið og þegar á líður þá lítur það vændið öðrum augum. Þá ekki sem frjálst val eða valdeflandi - þó svo að það hafi verið skilgreining sumra í fyrstu, heldur frekar sem nauðsyn og valdaleysi. Fyrir þessum hópi getur umræða um kynlífsvinnu og frjálst val verið meiðandi og það ber að taka tillit til þess þegar umræða um kynlífsvinnu er annars vegar. Komin er krafa um að breyta lögunum þannig að kaup á vændi verði afglæpavætt en við höfum lög í landinu þar sem það er ekki saknæmt að selja vændi en það er hins vegar glæpur að kaupa það. Þessi lög eru sett með þeirri vitneskju að iðulega eru þær sem selja aðgang að líkama sínum í verri stöðu og hafa fá úrræði annað en einmitt það. Ásamt vitneskjunni um þann skaða sem fólk verður fyrir með því að selja líkama sinn og þeirri staðreynd að valdið og valið er kaupendanna. Nú get ég ekki sagt til um það hvort einhver sé í kynlífsvinnu vegna ánægju og hljóti ekki skaða af. En við hljótum að einbeita okkur að þeim hópi sem upplifir vændi sem neyð og sem ofbeldi, hópnum sem myndi annars velja annað en getur og gerir það ekki sökum aðstæðna. Það gerum við á Stígamótum. Það var fleira sem átti að fylgja breytingum á lögunum á sínum tíma. Það átti að efla úrræði fyrir fólk í vændi, efla félagsþjónustu og fræðslu. Það hefur setið á hakanum og Stígamót hafa, í samstarfi við opinbera aðila verið að vinna að úrbótum þar á. Við höfum miðlað stuðningi til fólks sem þarf á því að halda í gegnum félagsþjónustu og haft milligöngu við lögregluna ef svo ber undir. Við finnum fyrir vaxandi skilningi í kerfinu á mikilvægi stuðnings og skaðsemi fordóma en enn er mikið verk að vinna til þess að fólki í vændi sé sýndur fordómalaus stuðningur. Enn eru þó til öfl innan kerfisins sem misnota lögin til að refsa þeim sem síst skyldi eins og nýleg dæmi sýna þar sem lögreglustjórinn á Norðurlandi kærir konur í vændi fyrir auglýsingar. Við þessu hafa fjölmörg baráttusamtök brugðist. Margar ástæður eru fyrir því að fólk leiðist út í vændi og eru ólíkar raddir meðal þeirra sem eru á þeim stað. Við hlustum á þær raddir sem leita til okkar á Stígamótum og tölum máli þeirra. Það er hægt að sjá kosti og galla við ólíkar leiðir og ólíka löggjöf er snertir vændi eða kynlífsvinnu en þegar litið er á reynslu þeirra sem leita til Stígamóta er það alveg ljóst að það þarf með raunverulegum hætti að tryggja það að fólk hafi val frá vændi, að kerfið grípi þessa einstaklinga með alvöru úrræðum og stuðningi. Þá er ekki hægt að líta framhjá þeirri mismunun sem skapar vændi; kynjakerfið og hugmyndir um yfirráð karla og sjálfsagðan rétt þeirra til kynlífs og undirgefni kvenna, fátækt, rasismi, hinseginhatur og ableismi (fötlunarfordómar). Umræðan um vændi, mansal og jafnvel kynlífsvinnu verður ekki slitin úr samhengi við þessa samfélagsgerð, valdamisræmið og þau öfl sem eru áberandi um þessar mundir um að allt sé falt, allt sé til sölu, manneskjan sé markaðsvara og eigið vörumerki. Við á Stígamótum teljum mikilvægt að beina sjónum að þeim sem kaupa, þeim sem hafa valið og valdið. Það er mikilvægt að við sem samfélag spyrjum okkur af hverju þeir kaupa líkama kvenna (og annarra kynja), hvernig þeir líta á fólk í vændi og koma fram við það og hvort við sættum okkur við að það líðist. Umræðan um vændi og/eða kynlífsþjónustu verður ekki leyst með einni grein eða einhliða umræðum. Þessi málaflokkur er flókinn og skoðanir eru skiptar. Við teljum það þó alveg ljóst að það er öllum í hag að mæta fólki í vændi af skilningi, fordómaleysi og bjóða upp á úrræði til stuðnings. Á Stígamótum einblínum við á að veita stuðning til handa þeim sem vilja vinna sig úr vændi og úr afleiðingum þess og tryggja að kerfið geri slíkt hið sama. Við tölum máli þeirra brotaþola sem til okkar leita og munum ávallt gera það. Við teljum mikilvægt að ítreka að öll eru velkomin til Stígamóta og fá góðar móttökur frá okkar ráðgjöfum, óháð afstöðu sinni til vændis eða kynlífsvinnu og því hvernig þau skilgreina sína stöðu. Að lokum er mikilvægt að hafa í huga að það að tala um vændi og kynlífsvinnu sem raunverulegan og jafnvel æskilegan kost fyrir fólk (aðallega konur) í aðþrengdri stöðu getur valdið sársauka og skaða sem erfitt er að vinna úr. Það þekkja margir brotaþolar okkar allt of vel. Höfundur er talskona Stígamóta.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun