Rekstur án tekna Ingibjörg Björnsdóttir skrifar 23. apríl 2020 06:00 Er hægt að reka fyrirtæki án tekna? Svarið er einfalt, nei. Hvað er þá til ráða fyrir fyrirtæki sem standa frammi fyrir tekjumissi, að hluta eða öllu leyti? Enginn rekstur var búinn undir það gríðarlega áfall sem nú blasir við mörgum. Fyrirtæki með sterkan rekstrargrunn eru þó betur í stakk búin til að takast á við rekstrarvanda og eiga því hægara um vik að grípa tækifæri til að tryggja framtíð rekstrarins. Nú eru flest fyrirtæki búin að takmarka tjón sitt eins og hægt er með því að nýta sér úrræði stjórnvalda, hafi þau á annað borð verið nauðsynleg til að vernda starfsfólk og tryggja áframhaldandi rekstur. Þau úrræði gagnast þó bara tímabundið. Nauðsynlegt er að hefja strax greiningu á rekstrinum, stöðu hans og möguleikum. Fara þarf yfir lykilþætti í rekstrinum og greina styrkleikana og veikleikana almennt. Í ljósi útkomunnar er hægt að byggja réttar ákvarðanir um framhaldið. Í mörgum tilvikum má bæta veikan rekstrargrunn fljótt og örugglega og gera fyrirtækið þannig lífvænlegra. Lausnin er til Fyrirtæki með sterkan og heilbrigðan rekstur og þau sem vinna markvisst að því að skjóta styrkari stoðum undir reksturinn eiga bjarta framtíð ef þau vaka yfir tækifærum og leggja nýjar áherslur í samræmi við þau. Öll aðstoð til þeirra er hagkvæm fyrir atvinnulífið og samfélagið í heild. Aðstoð ein og sér dugar ekki. Fyrirtækin verða sjálf að finna lausn fyrir sinn rekstur. Nauðsynlegt er að hugsa út fyrir kassann, nú sem aldrei fyrr, og aðlaga viðskiptamódel sitt að breyttum heimi og finna nýjar leiðir til tekjuöflunar. Við greiningu á rekstrargrunni verða oftar en ekki til hugmyndir og ný tækifæri. Þó að slík vinna sé ávallt mikilvæg er hún beinlínis bráðnauðsynleg núna ef vel á að takast. Hvernig geta ferðaþjónustufyrirtæki starfað þar til ferðamenn fara að streyma aftur til landsins? Hvernig geta verslanir selt vörur sínar án heimsókna viðskiptavina? Það er rekstraraðilanna að finna lausnina með góðri aðstoð stjórnvalda og hagsmunasamtaka sem eru nú nótt sem dag að berjast fyrir betri framtíð fyrirtækja og þar með samfélagsins í heild. Án fyrirtækja er litla atvinnu að fá. Leggjumst á eitt, hugsum í lausnum en ekki vandamálum og finnum leiðina til bjartrar framtíðar! Höfundur er lögmaður og rekstrarsérfræðingur Litla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Er hægt að reka fyrirtæki án tekna? Svarið er einfalt, nei. Hvað er þá til ráða fyrir fyrirtæki sem standa frammi fyrir tekjumissi, að hluta eða öllu leyti? Enginn rekstur var búinn undir það gríðarlega áfall sem nú blasir við mörgum. Fyrirtæki með sterkan rekstrargrunn eru þó betur í stakk búin til að takast á við rekstrarvanda og eiga því hægara um vik að grípa tækifæri til að tryggja framtíð rekstrarins. Nú eru flest fyrirtæki búin að takmarka tjón sitt eins og hægt er með því að nýta sér úrræði stjórnvalda, hafi þau á annað borð verið nauðsynleg til að vernda starfsfólk og tryggja áframhaldandi rekstur. Þau úrræði gagnast þó bara tímabundið. Nauðsynlegt er að hefja strax greiningu á rekstrinum, stöðu hans og möguleikum. Fara þarf yfir lykilþætti í rekstrinum og greina styrkleikana og veikleikana almennt. Í ljósi útkomunnar er hægt að byggja réttar ákvarðanir um framhaldið. Í mörgum tilvikum má bæta veikan rekstrargrunn fljótt og örugglega og gera fyrirtækið þannig lífvænlegra. Lausnin er til Fyrirtæki með sterkan og heilbrigðan rekstur og þau sem vinna markvisst að því að skjóta styrkari stoðum undir reksturinn eiga bjarta framtíð ef þau vaka yfir tækifærum og leggja nýjar áherslur í samræmi við þau. Öll aðstoð til þeirra er hagkvæm fyrir atvinnulífið og samfélagið í heild. Aðstoð ein og sér dugar ekki. Fyrirtækin verða sjálf að finna lausn fyrir sinn rekstur. Nauðsynlegt er að hugsa út fyrir kassann, nú sem aldrei fyrr, og aðlaga viðskiptamódel sitt að breyttum heimi og finna nýjar leiðir til tekjuöflunar. Við greiningu á rekstrargrunni verða oftar en ekki til hugmyndir og ný tækifæri. Þó að slík vinna sé ávallt mikilvæg er hún beinlínis bráðnauðsynleg núna ef vel á að takast. Hvernig geta ferðaþjónustufyrirtæki starfað þar til ferðamenn fara að streyma aftur til landsins? Hvernig geta verslanir selt vörur sínar án heimsókna viðskiptavina? Það er rekstraraðilanna að finna lausnina með góðri aðstoð stjórnvalda og hagsmunasamtaka sem eru nú nótt sem dag að berjast fyrir betri framtíð fyrirtækja og þar með samfélagsins í heild. Án fyrirtækja er litla atvinnu að fá. Leggjumst á eitt, hugsum í lausnum en ekki vandamálum og finnum leiðina til bjartrar framtíðar! Höfundur er lögmaður og rekstrarsérfræðingur Litla Íslands.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar