Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar 6. nóvember 2025 09:01 Þegar heimurinn undirbýr sig fyrir loftslagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna, COP30, í Belém í Brasilíu hefur mikilvægi fundarins sjaldan verið meiri. Þessi ráðstefna er ekki aðeins enn einn áfangi í röð loftslagsfundarhalda, hún markar tímamótin þar sem loforð þurfa að umbreytast í raunverulegar aðgerðir. Fyrsta hnattræna matið (e. Global Stocktake) sýnir óumflýjanlega að núverandi landsmarkmið ríkja heimsins duga ekki til að halda hlýnun jarðar innan 1,5 gráðu marka. COP30 verður því lykilvettvangur til að samræma metnað og framkvæmd, og endurvekja traust á loftslagsferlinu sem Parísarsamkomulagið byggir á. Mikilvægi COP felst í því að það er eini vettvangurinn þar sem nánast öll ríki heims koma saman til að móta sameiginlega framtíð. Þar semja þjóðir um markmið, skipta ábyrgð og virkja fjármagn og samstarf í þágu loftslagsaðgerða á mælikvarða sem ekkert ríki getur náð eitt og sér. Þar koma líka saman fulltrúar atvinnulífs, vísindasamfélags og alþjóðastofnana til að ræða hvernig innleiðing loftslagsaðgerða geti skilað raunverulegum árangri. Á tímum pólitísks óróa, efnahagslegrar óvissu og átaka er þetta alþjóðlega samstarf lykilatriði til að tryggja að baráttan gegn loftslagsbreytingum, og aðlögun að þeim, sé sameiginlegt verkefni. Nýjustu vísindaniðurstöður hafa sýnt að tíminn er að renna út. Meðalhiti jarðar hækkar hraðar en spár gerðu ráð fyrir, jöklar eru að hopa með vaxandi hraða og náttúruhamfarir tengdar loftslagsbreytingum eru að verða tíðari og kostnaðarsamari. Skilaboðin eru einföld. Með hverjum degi sem líður án aðgerða eykst mannlegur, efnahagslegur og vistfræðilegur skaði. COP30 verður því að verða meira en samningaborð, það þarf að verða tákn um endurnýjaðan vilja til samstöðu, ábyrgðar og raunhæfra lausna. Í þessu samhengi skipum við Norðurlöndin mikilvægan sess. Við höfum lengi sýnt að metnaðarfull loftslagsmarkmið, nýsköpun og félagslegt réttlæti geta farið saman. Án þess að fórna lífsgæðum eða samkeppnishæfni höfum við unnið markvisst að samdrætti í losun kolefnis, m.a. með uppbyggingu endurnýjanlegrar orku og þróun grænna lausna. Á sama tíma og sumar stærri þjóðir dragast aftur úr vegna pólitískra áskorana, geta Norðurlöndin stigið fram sem trúverðugir leiðtogar og sýnt í verki að umbreyting er bæði möguleg og árangursrík. Næstu skref kalla á raunsæi, nýsköpun og samstöðu. En þau kalla líka á aðgerðir núna. Stjórnvöld þurfa að skýra áætlanir, fyrirtæki að hraða orkuskiptum og almenningur að styðja við umbreytinguna með vali sínu og rödd sinni. Á COP30 er tækifæri til að sýna að alvöru leiðtogahlutverk snýst ekki um stærð eða völd, heldur um stöðugleika, heiðarleika og vilja til aðgerða. Við getum, og eigum, að minna heiminn á að metnaður, þegar honum fylgja aðgerðir, er öflugasta vopn mannkynsins gegn loftslagsbreytingum. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs, sem er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Mest lesið Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Óbótamenn að verki Fastir pennar Lúxusverkir Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Ekki hjálpa Stasí Snærós Sindradóttir Bakþankar Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Róttæk hugsun Fastir pennar Skoðun Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar heimurinn undirbýr sig fyrir loftslagsráðstefnu sameinuðu þjóðanna, COP30, í Belém í Brasilíu hefur mikilvægi fundarins sjaldan verið meiri. Þessi ráðstefna er ekki aðeins enn einn áfangi í röð loftslagsfundarhalda, hún markar tímamótin þar sem loforð þurfa að umbreytast í raunverulegar aðgerðir. Fyrsta hnattræna matið (e. Global Stocktake) sýnir óumflýjanlega að núverandi landsmarkmið ríkja heimsins duga ekki til að halda hlýnun jarðar innan 1,5 gráðu marka. COP30 verður því lykilvettvangur til að samræma metnað og framkvæmd, og endurvekja traust á loftslagsferlinu sem Parísarsamkomulagið byggir á. Mikilvægi COP felst í því að það er eini vettvangurinn þar sem nánast öll ríki heims koma saman til að móta sameiginlega framtíð. Þar semja þjóðir um markmið, skipta ábyrgð og virkja fjármagn og samstarf í þágu loftslagsaðgerða á mælikvarða sem ekkert ríki getur náð eitt og sér. Þar koma líka saman fulltrúar atvinnulífs, vísindasamfélags og alþjóðastofnana til að ræða hvernig innleiðing loftslagsaðgerða geti skilað raunverulegum árangri. Á tímum pólitísks óróa, efnahagslegrar óvissu og átaka er þetta alþjóðlega samstarf lykilatriði til að tryggja að baráttan gegn loftslagsbreytingum, og aðlögun að þeim, sé sameiginlegt verkefni. Nýjustu vísindaniðurstöður hafa sýnt að tíminn er að renna út. Meðalhiti jarðar hækkar hraðar en spár gerðu ráð fyrir, jöklar eru að hopa með vaxandi hraða og náttúruhamfarir tengdar loftslagsbreytingum eru að verða tíðari og kostnaðarsamari. Skilaboðin eru einföld. Með hverjum degi sem líður án aðgerða eykst mannlegur, efnahagslegur og vistfræðilegur skaði. COP30 verður því að verða meira en samningaborð, það þarf að verða tákn um endurnýjaðan vilja til samstöðu, ábyrgðar og raunhæfra lausna. Í þessu samhengi skipum við Norðurlöndin mikilvægan sess. Við höfum lengi sýnt að metnaðarfull loftslagsmarkmið, nýsköpun og félagslegt réttlæti geta farið saman. Án þess að fórna lífsgæðum eða samkeppnishæfni höfum við unnið markvisst að samdrætti í losun kolefnis, m.a. með uppbyggingu endurnýjanlegrar orku og þróun grænna lausna. Á sama tíma og sumar stærri þjóðir dragast aftur úr vegna pólitískra áskorana, geta Norðurlöndin stigið fram sem trúverðugir leiðtogar og sýnt í verki að umbreyting er bæði möguleg og árangursrík. Næstu skref kalla á raunsæi, nýsköpun og samstöðu. En þau kalla líka á aðgerðir núna. Stjórnvöld þurfa að skýra áætlanir, fyrirtæki að hraða orkuskiptum og almenningur að styðja við umbreytinguna með vali sínu og rödd sinni. Á COP30 er tækifæri til að sýna að alvöru leiðtogahlutverk snýst ekki um stærð eða völd, heldur um stöðugleika, heiðarleika og vilja til aðgerða. Við getum, og eigum, að minna heiminn á að metnaður, þegar honum fylgja aðgerðir, er öflugasta vopn mannkynsins gegn loftslagsbreytingum. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs, sem er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum.
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar