Lífið

Gordon Ramsay skorar á sænska kokkinn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Hell's Kitchen-stjarnan Gordon Ramsay keppir við sænska kokkinn í Prúðuleikurunum í matseld í nýjum "Muppisode" til að hita upp fyrir frumsýningu myndarinnar Muppets Most Wanted í mars.

Í myndbandinu sem fylgir hér fyrir neðan skorar Gordon á kokkinn þegar Prúðuleikaragengið á síst von á.

Sweetums, Prúðuleikaraskrímslið, lendir illa í því þegar hann reynir að hjálpa Gordon í eldhúsinu og fær að heyra mörg fúkyrðin fyrir að missa pönnur og annað því um líkt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.