Tímabilið í Austurríki flautað af og Guðmundur Hólmar líklega á heimleið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. apríl 2020 14:00 Guðmundur Hólmar (nr. 8) lék með WestWien í tvö ár. vísir/getty Handboltatímabilið í Austurríki hefur verið blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Ekkert lið verður meistari, engin lið falla og engin lið fara upp um deild. Guðmundur Hólmar Helgason er eini Íslendingurinn sem leikur í Austurríki, með WestWien í höfuðborginni. Samningur hans við félagið er að renna út og ljóst að hann hefur leikið sinn síðasta leik í búningi WestWien. Í samtali við Vísi í dag sagði Guðmundur að ákvörðun austurríska handknattleikssambandsins að hætta keppni hafi ekki komið sér á óvart. „Það eru þrjár vikur síðan við hættum skipulögðum æfingum saman. Maður sá ekki hvernig þeir ætluðu að gera þetta öðruvísi en svona. Kannski að klára úrslitakeppnina seinna en svo sáu menn hvernig þessi veira þróaðist og það var ekkert annað í spilunum en gera þetta svona,“ sagði Guðmundur. Fjölskylda Guðmundar heldur sig heima þessa dagana en samkomubann er í gildi í Austurríki. „Hjá okkur, nálægt Vín, er búið að loka skólum. Þeir eru aðeins búnir að herða þetta. Ef þú ferð í matvörubúð eða meðal almennings þarftu að vera með grímu. Samkomubannið hérna miðast við fimm manns. Ég á tvo stráka og við feðgarnir erum ansi góðir hérna heima og frúin nær að vinna,“ sagði Guðmundur. Guðmundur Hólmar tekur á Spánverjanum Raúl Entrerríos í leik á HM 2017 í Frakklandi.vísir/getty Þegar keppni var hætt átti WestWien fjóra leiki eftir í austurrísku úrvalsdeildinni auk úrslitakeppninnar. Liðið var hins vegar dottið úr leik í bikarkeppninni. „Við höfðum bara tapað einum leik eftir áramót og það var í bikarnum. Við vorum taplausir í deildinni og það var ágætis gangur í þessu. Þetta er súrt en ekkert við þessu að segja. Svo bjóst maður alveg við þessu,“ sagði Guðmundur. Á síðasta tímabili voru fjórir Íslendingar bara hjá WestWien; Guðmundur, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Viggó Kristjánsson og þjálfarinn Hannes Jón Jónsson sem var látinn taka pokann sinn um mitt tímabil. „Þetta var skammlíf Íslendinganýlenda. Þeir létu Hannes fara um áramótin og menn voru ekki sáttir við þá ákvörðun enda var árangurinn þokkalegur og tímabilið bara hálfnað,“ sagði Guðmundur en Viggó fór til Þýskalands eftir síðasta tímabil og Ólafur Bjarki kom aftur heim og gekk í raðir Stjörnunnar. Guðmundur Hólmar í loftköstum.vísir/getty Eins og áður sagði verður Guðmundur ekki áfram hjá WestWien og hann er nú í leit að nýju liði. Góðar líkur eru á hann leiki í Olís-deildinni á næsta tímabili. „Við erum að skoða þetta. Maður vill ekki vera kvarta yfir sínum málum þegar ástandið er svona í heiminum en þessi mál fóru á ís þegar veiran fór á flug. Við ætlum bara að bíða og sjá en megum ekki gera það of lengi,“ sagði Guðmundur. „Konan er að vinna heima fyrir íslenskt fyrirtæki. Við erum alvarlega að skoða að fara heim.“ Guðmundur segist hafa verið í viðræðum við annað lið í Austurríki en það mál sé á ís eins og er. „Það er ekki komið endanlegt svar frá þeim eða ákvörðun frá okkur,“ sagði Akureyringurinn. Aðspurður segir hann líklegra en ekki að hann spili heima á næsta tímabili. „Ætli það séu ekki meiri líkur en minni.“ Guðmundur hefur verið í atvinnumennsku undanfarin fjögur ár. Fyrstu tvö árin lék hann með Cesson-Rennes í Frakklandi en gekk svo raðir WestWien 2018. Hér heima lék Guðmundur með Val og Akureyri. Handbolti Austurríki Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Sjá meira
Handboltatímabilið í Austurríki hefur verið blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. Ekkert lið verður meistari, engin lið falla og engin lið fara upp um deild. Guðmundur Hólmar Helgason er eini Íslendingurinn sem leikur í Austurríki, með WestWien í höfuðborginni. Samningur hans við félagið er að renna út og ljóst að hann hefur leikið sinn síðasta leik í búningi WestWien. Í samtali við Vísi í dag sagði Guðmundur að ákvörðun austurríska handknattleikssambandsins að hætta keppni hafi ekki komið sér á óvart. „Það eru þrjár vikur síðan við hættum skipulögðum æfingum saman. Maður sá ekki hvernig þeir ætluðu að gera þetta öðruvísi en svona. Kannski að klára úrslitakeppnina seinna en svo sáu menn hvernig þessi veira þróaðist og það var ekkert annað í spilunum en gera þetta svona,“ sagði Guðmundur. Fjölskylda Guðmundar heldur sig heima þessa dagana en samkomubann er í gildi í Austurríki. „Hjá okkur, nálægt Vín, er búið að loka skólum. Þeir eru aðeins búnir að herða þetta. Ef þú ferð í matvörubúð eða meðal almennings þarftu að vera með grímu. Samkomubannið hérna miðast við fimm manns. Ég á tvo stráka og við feðgarnir erum ansi góðir hérna heima og frúin nær að vinna,“ sagði Guðmundur. Guðmundur Hólmar tekur á Spánverjanum Raúl Entrerríos í leik á HM 2017 í Frakklandi.vísir/getty Þegar keppni var hætt átti WestWien fjóra leiki eftir í austurrísku úrvalsdeildinni auk úrslitakeppninnar. Liðið var hins vegar dottið úr leik í bikarkeppninni. „Við höfðum bara tapað einum leik eftir áramót og það var í bikarnum. Við vorum taplausir í deildinni og það var ágætis gangur í þessu. Þetta er súrt en ekkert við þessu að segja. Svo bjóst maður alveg við þessu,“ sagði Guðmundur. Á síðasta tímabili voru fjórir Íslendingar bara hjá WestWien; Guðmundur, Ólafur Bjarki Ragnarsson, Viggó Kristjánsson og þjálfarinn Hannes Jón Jónsson sem var látinn taka pokann sinn um mitt tímabil. „Þetta var skammlíf Íslendinganýlenda. Þeir létu Hannes fara um áramótin og menn voru ekki sáttir við þá ákvörðun enda var árangurinn þokkalegur og tímabilið bara hálfnað,“ sagði Guðmundur en Viggó fór til Þýskalands eftir síðasta tímabil og Ólafur Bjarki kom aftur heim og gekk í raðir Stjörnunnar. Guðmundur Hólmar í loftköstum.vísir/getty Eins og áður sagði verður Guðmundur ekki áfram hjá WestWien og hann er nú í leit að nýju liði. Góðar líkur eru á hann leiki í Olís-deildinni á næsta tímabili. „Við erum að skoða þetta. Maður vill ekki vera kvarta yfir sínum málum þegar ástandið er svona í heiminum en þessi mál fóru á ís þegar veiran fór á flug. Við ætlum bara að bíða og sjá en megum ekki gera það of lengi,“ sagði Guðmundur. „Konan er að vinna heima fyrir íslenskt fyrirtæki. Við erum alvarlega að skoða að fara heim.“ Guðmundur segist hafa verið í viðræðum við annað lið í Austurríki en það mál sé á ís eins og er. „Það er ekki komið endanlegt svar frá þeim eða ákvörðun frá okkur,“ sagði Akureyringurinn. Aðspurður segir hann líklegra en ekki að hann spili heima á næsta tímabili. „Ætli það séu ekki meiri líkur en minni.“ Guðmundur hefur verið í atvinnumennsku undanfarin fjögur ár. Fyrstu tvö árin lék hann með Cesson-Rennes í Frakklandi en gekk svo raðir WestWien 2018. Hér heima lék Guðmundur með Val og Akureyri.
Handbolti Austurríki Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Sjá meira