Körfubolti

Prufuðu boltaspuna á kollinum á Henry

Anton Ingi Leifsson skrifar
Boltaspuni í beinni útsendingu.
Boltaspuni í beinni útsendingu. vísir

KKÍ hefur sett skemmtilegan leik á laggirnar á tímum samkomubanns en þar hefur verið svokölluð boltaspuna-áskorun í gangi þar sem fólk á öllum aldri er hvatt til þess að taka þátt. Þetta er ein þraut af mörgum sem KKÍ hyggst koma fram með á næstu dögum og vikum.

Kjartan Atli Kjartansson, einn þáttarstjórnanda Sportsins í dag, fékk áskorun frá Justin Shouse, fyrrum leikmanni Stjörnunnar og Snæfells, um að taka áskorunina og hann tók henni í beinni.

Eftir viðtal við Snorra Örn Arnaldsson, starfsmanns KKÍ, þar sem hann hvatti fólk til þess að vera frumlegt í spunanum ákváðu þeir félagar, Kjartan og Henry Birgir Gunnarsson, að prufa spunann á kollinum á Henry.

Sjón er sögu ríkari en innslagið má sjá hér að neðan.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×