Gjöf sem heldur áfram að gefa - 5.000 króna gjafabréf ríkisstjórnarinnar Bárður Örn Gunnarsson skrifar 21. apríl 2020 16:00 Þessa dagana erum við öll almannavarnir og við hugsum öll í lausnum. Ein af hugmyndum ríkisstjórnarinnnar við vanda ferðaþjónustunnar er 5.000 króna gjafabréf til allra Íslendinga eldri en 18 ára til að nýta í ferðaþjónustu á Íslandi. Þetta er góð hugmynd sem mun klárlega hvetja Íslendinga til að njóta þeirra stórkostlegu upplifanna sem okkur hefur tekist að byggja upp á undraskömmum tíma til handa erlendum ferðamönnum. Jöklagöngur, hestaferðir, fjallahjólaferðir, söfn og sýningar, hótelgistingar eða heilsulindir. Ísland hefur upp á svo margt stórfenglegt að bjóða. Hvernig ætlum við að gefa þessa gjöf? Þá kemur að útfærslunni, hvernig ætlum við að afhenda þessa gjöf? Auðveldasta og andlausasta hugmyndin væri einfaldlega að láta bankana senda öllum gjafakort í formi fyrirframgreidds debetkorts. Þegar sú hugmynd er skoðuð nánar er hún kannski ekki svo góð. Í fyrsta lagi fá bankar og greiðslumiðlanir þóknun af færslunum og jafnvel fjármagnstekjur ef peningurinn situr vaxtalaus í kerfum þeirra. Það sem er öllu verra er að erlendar stafrænar ferðaheildsölur fá stóra sneið af kökunni. Fyrirtæki eins og Booking.com, Hotels.com, GetYourGuide.com, TripAdvisor.com og fleiri þjónustur taka 5-30% þjónustugjald af öllum kaupum. Þannig að ef hjón myndu nýta gjafabréfið sitt til að bóka gistingu fyrir 20.000kr. var íslenska ríkið að greiða alla þóknunina til Booking.com. Prentun og sendingarkostnaður af þessum gjafabréfum væri einnig þvílík sóun, svo ég tali nú ekki um mengun. Gjöf sem heldur áfram að gefa Það jákvæða sem COVID-19 hefur gert fyrir okkur er að flýta stafrænni þróun, hver vissi t.d. hvað ZOOM var fyrir mánuði síðan? Eða eins og Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri Grid, orðaði svo skemmtilega: “Tæknivæðing í skólum sem hefði auðveldlega tekið 20 ár með hefðbundinni stefnumörkun hefur orðið á 20 dögum.” Íslensk frumkvöðlafyrirtæki hafa lyft grettistaki á undraveðum tíma til að hjálpa við lausn ýmissa mála sem annars hefði verið bæði dýrara og seinvirkara að leysa. Íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health hefur t.d. boðið sína lausn til að halda utan um líðan og eftirfylgni við sjúklinga. Á rúmri viku kláruðu íslensku fyrirtækin Aranja, Kolibri, Stokkur, Sensa, Samsýn, forritarar frá Íslenskri erfðagreiningu og Syndis smitrakningarappið Rakning C-19. Bretum hefur t.d. ekki enn tekist að koma sambærilegri lausn í loftið. Það er eins með þessa ávísun, við eigum að nýta hana til að styðja við íslenska nýsköpun og stafræna innleiðingu. Við eigum fjöldann allan af framúrskarandi frumkvöðlafyrirtækjum sem öll ættu miklu frekar skilið að fá sneið af kökunni en alþjóðleg stórfyrirtæki. Íslenski Fjártækniklasinn og Íslenski ferðaklasinn eru fullir af frábærum fyrirtækjum. Við eigum fjölda sterkra fjártæknifyrirtækja og ferðaþjónustusprota sem gætu leyst þessa áskorun, sem dæmi má nefna: Meniga, Monerium, Memento; TourDesk, Bókun, TravelAid, GetLocal og GoDo. Lausnir sem flýta innleiðingu nýrrar tækni eða tæknilæsis eins og Aur, Kass og Síminn Pay gætu jafnvel verið svarið. Við eigum meira að segja frumkvöðlafyrirtækið YAY! sem þróar rafræn gjafakort sem mörg íslensk ferðaþjónustufyrirtæki nota nú þegar. Látum hæfasta fyrirtækið eða samstarf þeirra njóta sviðsljóssins í þessu verkefni eins og þeim sem nefnd eru hér að framan úr heilbrigðistækni. Gefum okkar frábæru frumkvöðlum þá gjöf að takast á við þessar áskoranir og njóta ávaxtanna. Leyfið okkur, eigendum gjafabréfanna, að sigrast á þeirri áskorun að tileinka okkur nýja tækni og þjónustu. Höfundur er framkvæmdastjóri LAVA Centre og Svartatinds. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana erum við öll almannavarnir og við hugsum öll í lausnum. Ein af hugmyndum ríkisstjórnarinnnar við vanda ferðaþjónustunnar er 5.000 króna gjafabréf til allra Íslendinga eldri en 18 ára til að nýta í ferðaþjónustu á Íslandi. Þetta er góð hugmynd sem mun klárlega hvetja Íslendinga til að njóta þeirra stórkostlegu upplifanna sem okkur hefur tekist að byggja upp á undraskömmum tíma til handa erlendum ferðamönnum. Jöklagöngur, hestaferðir, fjallahjólaferðir, söfn og sýningar, hótelgistingar eða heilsulindir. Ísland hefur upp á svo margt stórfenglegt að bjóða. Hvernig ætlum við að gefa þessa gjöf? Þá kemur að útfærslunni, hvernig ætlum við að afhenda þessa gjöf? Auðveldasta og andlausasta hugmyndin væri einfaldlega að láta bankana senda öllum gjafakort í formi fyrirframgreidds debetkorts. Þegar sú hugmynd er skoðuð nánar er hún kannski ekki svo góð. Í fyrsta lagi fá bankar og greiðslumiðlanir þóknun af færslunum og jafnvel fjármagnstekjur ef peningurinn situr vaxtalaus í kerfum þeirra. Það sem er öllu verra er að erlendar stafrænar ferðaheildsölur fá stóra sneið af kökunni. Fyrirtæki eins og Booking.com, Hotels.com, GetYourGuide.com, TripAdvisor.com og fleiri þjónustur taka 5-30% þjónustugjald af öllum kaupum. Þannig að ef hjón myndu nýta gjafabréfið sitt til að bóka gistingu fyrir 20.000kr. var íslenska ríkið að greiða alla þóknunina til Booking.com. Prentun og sendingarkostnaður af þessum gjafabréfum væri einnig þvílík sóun, svo ég tali nú ekki um mengun. Gjöf sem heldur áfram að gefa Það jákvæða sem COVID-19 hefur gert fyrir okkur er að flýta stafrænni þróun, hver vissi t.d. hvað ZOOM var fyrir mánuði síðan? Eða eins og Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri Grid, orðaði svo skemmtilega: “Tæknivæðing í skólum sem hefði auðveldlega tekið 20 ár með hefðbundinni stefnumörkun hefur orðið á 20 dögum.” Íslensk frumkvöðlafyrirtæki hafa lyft grettistaki á undraveðum tíma til að hjálpa við lausn ýmissa mála sem annars hefði verið bæði dýrara og seinvirkara að leysa. Íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health hefur t.d. boðið sína lausn til að halda utan um líðan og eftirfylgni við sjúklinga. Á rúmri viku kláruðu íslensku fyrirtækin Aranja, Kolibri, Stokkur, Sensa, Samsýn, forritarar frá Íslenskri erfðagreiningu og Syndis smitrakningarappið Rakning C-19. Bretum hefur t.d. ekki enn tekist að koma sambærilegri lausn í loftið. Það er eins með þessa ávísun, við eigum að nýta hana til að styðja við íslenska nýsköpun og stafræna innleiðingu. Við eigum fjöldann allan af framúrskarandi frumkvöðlafyrirtækjum sem öll ættu miklu frekar skilið að fá sneið af kökunni en alþjóðleg stórfyrirtæki. Íslenski Fjártækniklasinn og Íslenski ferðaklasinn eru fullir af frábærum fyrirtækjum. Við eigum fjölda sterkra fjártæknifyrirtækja og ferðaþjónustusprota sem gætu leyst þessa áskorun, sem dæmi má nefna: Meniga, Monerium, Memento; TourDesk, Bókun, TravelAid, GetLocal og GoDo. Lausnir sem flýta innleiðingu nýrrar tækni eða tæknilæsis eins og Aur, Kass og Síminn Pay gætu jafnvel verið svarið. Við eigum meira að segja frumkvöðlafyrirtækið YAY! sem þróar rafræn gjafakort sem mörg íslensk ferðaþjónustufyrirtæki nota nú þegar. Látum hæfasta fyrirtækið eða samstarf þeirra njóta sviðsljóssins í þessu verkefni eins og þeim sem nefnd eru hér að framan úr heilbrigðistækni. Gefum okkar frábæru frumkvöðlum þá gjöf að takast á við þessar áskoranir og njóta ávaxtanna. Leyfið okkur, eigendum gjafabréfanna, að sigrast á þeirri áskorun að tileinka okkur nýja tækni og þjónustu. Höfundur er framkvæmdastjóri LAVA Centre og Svartatinds.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar