Að byggja upp nýja siðmenningu Eðvarð T. Jónsson skrifar 9. ágúst 2012 06:00 40ár eru liðin frá því að andlegt þjóðarráð bahá'ía á Íslandi var fyrst kosið. Þjóðarráðið fer með yfirstjórn bahá'í samfélagsins hér á landi. Í því sitja níu meðlimir sem kosnir eru til eins árs í senn á landsþingi bahá'ía. Bahá'í (framborið: bahæ) trúin á sér langa sögu á Íslandi. Höfundar hennar, Bahá'u'lláh, var hér fyrst getið á prenti árið 1908, er Þórhallur Bjarnarson, síðar biskup, fór um hann svofelldum orðum í Nýja kirkjublaðinu: „Fyrir fjörutíu árum reis upp dýrlegur kennimaður og guðsvottur í Persalandi, og hét hann Baha Ullah. Eins og við mátti búast, dó hann píslarvættisdauða, andaðist í tyrkneskri prísund 1892. Margir fylgjendur hans hafa látið lífið fyrir trúarskoðanir sínar, en þær breiðast því betur út. Kenningar hans eru að mörgu leyti svipaðar kenningum kristindómsins eins og mannúðlegast og göfugast er með þær farið." Hólmfríður Árnadóttir, safnvörður í Listasafni Einars Jónssonar, varð fyrst Íslendinga til að taka bahá'í trú 1924 og hún þýddi fyrstu bahá'í bókina á íslensku. Svæðisráð bahá'ía í Reykjavík var fyrst kosið 1965. Árið 1975 fékk bahá'í trúin formlega viðurkenningu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins samkvæmt lögum um trúfélög utan þjóðkirkjunnar sem samþykkt voru það ár. Síðar fékkst opinber viðurkenning á bahá'í helgidögum. Upp úr 1970 var gert átak í kynningu bahá'í trúarinnar hér á landi og 1971 var haldin alþjóðleg bahá'í ráðstefna í Reykjavík, sem sótt var af rúmlega 800 manns frá 36 þjóðlöndum. Starf bahá'ía að skógrækt í landi Skóga í Þorskafirði hefur vakið athygli. Það hófst með starfi Jochums Eggertssonar sem var einn af brautryðjendum skógræktar hér á landi og meðal fyrstu bahá'íanna. Starfi hans hefur verið haldið áfram á þessum sögufræga stað. Samkvæmt lögum um landshlutabundin skógræktarverkefni er stefnt að því að a.m.k. 5% láglendis á Íslandi verði þakin skógi árið 2040. Skógræktarverkefnið að Skógum er hluti af þessari heildarmynd og bahá'íar telja mikilvægt að láta ekki sinn hlut eftir liggja með öflugu skógræktarátaki. Bahá'í heimssamfélagið tekur virkan þátt í umræðu um málefni framtíðar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Fulltrúar íslenska samfélagsins sóttu ráðstefnur SÞ um umhverfi og þróun í Ríó, um félagslega þróun í Kaupmannahöfn og um málefni kvenna í Peking. Samfélagið hefur einnig tekið þátt í umræðu hér á landi í tengslum við ár SÞ og lagði á ári fjölskyldunnar fram yfirlýsingu um mikilvægi fjölskyldunnar í þjóðfélaginu. Gefnar hafa verið út á íslensku bahá'í yfirlýsingar um friðarmál, jafnrétti kynjanna, hagsæld mannkyns og framtíðarþróun SÞ. Bahá'íar í Íran hafa um langt skeið verið ofsóttir af þarlendum yfirvöldum vegna trúar sinnar. Um 300 þeirra hafa verið líflátnir á undanförnum áratugum og fjöldi verið hrakinn frá heimilum sínum, vísað úr skólum og meinað um atvinnu. Þungir dómar voru nýlega kveðnir upp yfir sjö helstu leiðtogum samfélagsins. Íslensk stjórnvöld hafa ávallt stutt ályktanir á vettvangi SÞ um mannréttindabrot í Íran þar sem bahá'ía er sérstaklega getið. Slíkur alþjóðlegur þrýstingur er ómetanlegur. Bahá'í samfélagið er rótgróið íslensku samfélagi, tekur þátt í þvertrúarstarfi og hefur átt gott samstarf við fjölmörg samtök og einstaklinga sem vinna að því að bæta íslenskt samfélag. Á undanförnum árum hafa bahaí'ar um allan heim einbeitt sér að framgangi þjálfunarferlis, sem felur í sér gerð námsgagna, fræðslu og þjálfun fólks á öllum aldri. Þjálfunarferlið byggir á námsefni sem samið er með heildarmynd samfélags í huga og myndar þannig samfellu milli aldurshópa, barna, unglinga og fullorðinna. Tilgangurinn er að hafa áhrif til góðs í heiminum, stuðla að friði og farsæld mannlegs samfélags og vinna að menningu þar sem áherslan er fremur á andleg gildi en þau efnislegu. Þetta felur m.a. í sér að hefja aftur til vegs og virðingar gildi eins og traust, heiðarleika, sannleiksást og aðrar manndyggðir sem virðast hafa fallið milli skips og bryggju á tímum efnishyggju og vantrúar. Unnið er með hugtök sem stuðla að friði, sáttum og raunverulegum framförum eins og jafnrétti, einingu og samráði. Bahá'í samfélög um allan heim vinna að sama markmiði óháð búsetu og aðstæðum. Hér eins og annars staðar er þessi starfsemi opin öllum, hvaða trú eða lífsskoðanir sem þeir kunna að aðhyllast. Öllum er boðið að taka þátt í þessu starfi hvort heldur sem um er að ræða bænastundir sem næra andann eða sjálft námsferlið sem miðar að því að byggja upp nýja siðmenningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eðvarð T. Jónsson Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
40ár eru liðin frá því að andlegt þjóðarráð bahá'ía á Íslandi var fyrst kosið. Þjóðarráðið fer með yfirstjórn bahá'í samfélagsins hér á landi. Í því sitja níu meðlimir sem kosnir eru til eins árs í senn á landsþingi bahá'ía. Bahá'í (framborið: bahæ) trúin á sér langa sögu á Íslandi. Höfundar hennar, Bahá'u'lláh, var hér fyrst getið á prenti árið 1908, er Þórhallur Bjarnarson, síðar biskup, fór um hann svofelldum orðum í Nýja kirkjublaðinu: „Fyrir fjörutíu árum reis upp dýrlegur kennimaður og guðsvottur í Persalandi, og hét hann Baha Ullah. Eins og við mátti búast, dó hann píslarvættisdauða, andaðist í tyrkneskri prísund 1892. Margir fylgjendur hans hafa látið lífið fyrir trúarskoðanir sínar, en þær breiðast því betur út. Kenningar hans eru að mörgu leyti svipaðar kenningum kristindómsins eins og mannúðlegast og göfugast er með þær farið." Hólmfríður Árnadóttir, safnvörður í Listasafni Einars Jónssonar, varð fyrst Íslendinga til að taka bahá'í trú 1924 og hún þýddi fyrstu bahá'í bókina á íslensku. Svæðisráð bahá'ía í Reykjavík var fyrst kosið 1965. Árið 1975 fékk bahá'í trúin formlega viðurkenningu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins samkvæmt lögum um trúfélög utan þjóðkirkjunnar sem samþykkt voru það ár. Síðar fékkst opinber viðurkenning á bahá'í helgidögum. Upp úr 1970 var gert átak í kynningu bahá'í trúarinnar hér á landi og 1971 var haldin alþjóðleg bahá'í ráðstefna í Reykjavík, sem sótt var af rúmlega 800 manns frá 36 þjóðlöndum. Starf bahá'ía að skógrækt í landi Skóga í Þorskafirði hefur vakið athygli. Það hófst með starfi Jochums Eggertssonar sem var einn af brautryðjendum skógræktar hér á landi og meðal fyrstu bahá'íanna. Starfi hans hefur verið haldið áfram á þessum sögufræga stað. Samkvæmt lögum um landshlutabundin skógræktarverkefni er stefnt að því að a.m.k. 5% láglendis á Íslandi verði þakin skógi árið 2040. Skógræktarverkefnið að Skógum er hluti af þessari heildarmynd og bahá'íar telja mikilvægt að láta ekki sinn hlut eftir liggja með öflugu skógræktarátaki. Bahá'í heimssamfélagið tekur virkan þátt í umræðu um málefni framtíðar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Fulltrúar íslenska samfélagsins sóttu ráðstefnur SÞ um umhverfi og þróun í Ríó, um félagslega þróun í Kaupmannahöfn og um málefni kvenna í Peking. Samfélagið hefur einnig tekið þátt í umræðu hér á landi í tengslum við ár SÞ og lagði á ári fjölskyldunnar fram yfirlýsingu um mikilvægi fjölskyldunnar í þjóðfélaginu. Gefnar hafa verið út á íslensku bahá'í yfirlýsingar um friðarmál, jafnrétti kynjanna, hagsæld mannkyns og framtíðarþróun SÞ. Bahá'íar í Íran hafa um langt skeið verið ofsóttir af þarlendum yfirvöldum vegna trúar sinnar. Um 300 þeirra hafa verið líflátnir á undanförnum áratugum og fjöldi verið hrakinn frá heimilum sínum, vísað úr skólum og meinað um atvinnu. Þungir dómar voru nýlega kveðnir upp yfir sjö helstu leiðtogum samfélagsins. Íslensk stjórnvöld hafa ávallt stutt ályktanir á vettvangi SÞ um mannréttindabrot í Íran þar sem bahá'ía er sérstaklega getið. Slíkur alþjóðlegur þrýstingur er ómetanlegur. Bahá'í samfélagið er rótgróið íslensku samfélagi, tekur þátt í þvertrúarstarfi og hefur átt gott samstarf við fjölmörg samtök og einstaklinga sem vinna að því að bæta íslenskt samfélag. Á undanförnum árum hafa bahaí'ar um allan heim einbeitt sér að framgangi þjálfunarferlis, sem felur í sér gerð námsgagna, fræðslu og þjálfun fólks á öllum aldri. Þjálfunarferlið byggir á námsefni sem samið er með heildarmynd samfélags í huga og myndar þannig samfellu milli aldurshópa, barna, unglinga og fullorðinna. Tilgangurinn er að hafa áhrif til góðs í heiminum, stuðla að friði og farsæld mannlegs samfélags og vinna að menningu þar sem áherslan er fremur á andleg gildi en þau efnislegu. Þetta felur m.a. í sér að hefja aftur til vegs og virðingar gildi eins og traust, heiðarleika, sannleiksást og aðrar manndyggðir sem virðast hafa fallið milli skips og bryggju á tímum efnishyggju og vantrúar. Unnið er með hugtök sem stuðla að friði, sáttum og raunverulegum framförum eins og jafnrétti, einingu og samráði. Bahá'í samfélög um allan heim vinna að sama markmiði óháð búsetu og aðstæðum. Hér eins og annars staðar er þessi starfsemi opin öllum, hvaða trú eða lífsskoðanir sem þeir kunna að aðhyllast. Öllum er boðið að taka þátt í þessu starfi hvort heldur sem um er að ræða bænastundir sem næra andann eða sjálft námsferlið sem miðar að því að byggja upp nýja siðmenningu.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun