Hreiðar Levý: Hræðsla hjá körfunni í KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. maí 2017 17:30 Hreiðar Levý var í íslenska landsliðinu sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og brons á EM tveimur árum síðar. vísir/stefán Hreiðar Levý Guðmundsson er vonsvikinn yfir því að karlalið KR í handbolta hafi verið lagt niður. KR vann Víking í undanúrslitum umspils 1. deildar og var þannig með sæti víst í Olís-deildinni á næsta tímabili. Hreiðar er uppalinn í KR og var búinn að skrifa undir tveggja ára samning við félagið. Það verður hins vegar ekkert af því að hann leiki með uppeldisfélaginu á nýjan leik. „Þetta var mikill skellur,“ sagði Hreiðar í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. „Það átti að spýta í lófana. Ég, eins og allir, var búinn að hafa samband við fullt af leikmönnum til að við yrðum vel samkeppnishæfir. Svo kemur þetta eins og köld vatnsgusa,“ bætti Hreiðar við. Margir KR-ingar eru afar ósáttir með ákvörðunina að leggja handboltaliðið niður og Hreiðar er á sama máli. Hann segist ekki kaupa útskýringar um að aðstöðuleysi geri KR ómögulegt að tefla fram liði í efstu deild í handboltanum. „Það er augljóst að það er ekki vilji til að vera með handbolta þarna. Ég held að allar þessar útskýringar séu ákveðin yfirbreiða. Það er talað um aðstöðuleysi en það ætti að vera hægt að finna út úr því,“ sagði Hreiðar. „Ég þekki ekki alla söguna en ég held að þetta sé slagur milli deilda. Ef ég ætti að slengja einhverju fram gæti þetta verið hræðsla hjá körfunni um að missa eitthvað.“ Hreiðar segist hafa verið spenntur fyrir því að koma heim og hjálpa til við að byggja handboltann í KR upp. „Þetta er ömurlegt fyrir félagið og íþróttina sjálfa. Þetta leit vel út og fyrir mína parta myndi þetta bara stækka félagið og gera það betra. Það er dapurt að samherjar innan sama félags geti ekki reynt að styðja hvorn annan,“ sagði Hreiðar sem þarf núna að finna sér nýtt lið. „Ég býst við að finna mér nýtt lið og það er á byrjunarstigi. Maður er bara að átta sig á hlutunum. Svo þarf ég að klára mín mál með KR-ingunum. Ég er búinn að fá þó nokkuð af símtölum og skilaboðum frá öðrum liðum,“ sagði markvörðurinn öflugi að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir KR leggur handboltaliðið niður KR spilar ekki í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili þrátt fyrir að hafa unnið sér sæti í deildinni nú í vor. 13. maí 2017 13:44 Fyrirliði KR: Allir sem einn, nema handboltinn Eins og frá var greint fyrr í dag hefur meistaraflokkur karla í handbolta hjá KR verið lagður niður. 13. maí 2017 15:11 KR á ekki hús fyrir handboltaliðið sitt og gefur líklega eftir sæti sitt í efstu deild KR er búið að tryggja sér sæti í efstu deild karla í handbolta í fyrsta sinn í langan tíma en nú lítur út fyrir að liðið muni þurfa að afsala sér sæti sínu vegna aðstöðuleysis í Vesturbænum. 12. maí 2017 08:00 Hreiðar Levy heim í KR Hreiðar Levy Guðmundsson, fyrrum markvörður íslenska handboltalandsliðsins til margra ára, hefur ákveðið að spila með KR á næstu leiktíð. 27. febrúar 2017 16:30 Hreiðar Levý á heimleið: Flytur til Reykjavíkur og ætlar í fasteignabransann Fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn er búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Halden í Noregi. 17. febrúar 2017 17:00 Yfirgnæfandi líkur á fjölgun liða: Stjarnan og Víkingur næstu lið inn Víkingar eiga mjög líklega von á góðum fréttum í dag þegar deildaskipan fyrir næsta vetur í handboltanum verður gefin út. 15. maí 2017 06:00 Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Hreiðar Levý Guðmundsson er vonsvikinn yfir því að karlalið KR í handbolta hafi verið lagt niður. KR vann Víking í undanúrslitum umspils 1. deildar og var þannig með sæti víst í Olís-deildinni á næsta tímabili. Hreiðar er uppalinn í KR og var búinn að skrifa undir tveggja ára samning við félagið. Það verður hins vegar ekkert af því að hann leiki með uppeldisfélaginu á nýjan leik. „Þetta var mikill skellur,“ sagði Hreiðar í samtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni í dag. „Það átti að spýta í lófana. Ég, eins og allir, var búinn að hafa samband við fullt af leikmönnum til að við yrðum vel samkeppnishæfir. Svo kemur þetta eins og köld vatnsgusa,“ bætti Hreiðar við. Margir KR-ingar eru afar ósáttir með ákvörðunina að leggja handboltaliðið niður og Hreiðar er á sama máli. Hann segist ekki kaupa útskýringar um að aðstöðuleysi geri KR ómögulegt að tefla fram liði í efstu deild í handboltanum. „Það er augljóst að það er ekki vilji til að vera með handbolta þarna. Ég held að allar þessar útskýringar séu ákveðin yfirbreiða. Það er talað um aðstöðuleysi en það ætti að vera hægt að finna út úr því,“ sagði Hreiðar. „Ég þekki ekki alla söguna en ég held að þetta sé slagur milli deilda. Ef ég ætti að slengja einhverju fram gæti þetta verið hræðsla hjá körfunni um að missa eitthvað.“ Hreiðar segist hafa verið spenntur fyrir því að koma heim og hjálpa til við að byggja handboltann í KR upp. „Þetta er ömurlegt fyrir félagið og íþróttina sjálfa. Þetta leit vel út og fyrir mína parta myndi þetta bara stækka félagið og gera það betra. Það er dapurt að samherjar innan sama félags geti ekki reynt að styðja hvorn annan,“ sagði Hreiðar sem þarf núna að finna sér nýtt lið. „Ég býst við að finna mér nýtt lið og það er á byrjunarstigi. Maður er bara að átta sig á hlutunum. Svo þarf ég að klára mín mál með KR-ingunum. Ég er búinn að fá þó nokkuð af símtölum og skilaboðum frá öðrum liðum,“ sagði markvörðurinn öflugi að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir KR leggur handboltaliðið niður KR spilar ekki í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili þrátt fyrir að hafa unnið sér sæti í deildinni nú í vor. 13. maí 2017 13:44 Fyrirliði KR: Allir sem einn, nema handboltinn Eins og frá var greint fyrr í dag hefur meistaraflokkur karla í handbolta hjá KR verið lagður niður. 13. maí 2017 15:11 KR á ekki hús fyrir handboltaliðið sitt og gefur líklega eftir sæti sitt í efstu deild KR er búið að tryggja sér sæti í efstu deild karla í handbolta í fyrsta sinn í langan tíma en nú lítur út fyrir að liðið muni þurfa að afsala sér sæti sínu vegna aðstöðuleysis í Vesturbænum. 12. maí 2017 08:00 Hreiðar Levy heim í KR Hreiðar Levy Guðmundsson, fyrrum markvörður íslenska handboltalandsliðsins til margra ára, hefur ákveðið að spila með KR á næstu leiktíð. 27. febrúar 2017 16:30 Hreiðar Levý á heimleið: Flytur til Reykjavíkur og ætlar í fasteignabransann Fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn er búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Halden í Noregi. 17. febrúar 2017 17:00 Yfirgnæfandi líkur á fjölgun liða: Stjarnan og Víkingur næstu lið inn Víkingar eiga mjög líklega von á góðum fréttum í dag þegar deildaskipan fyrir næsta vetur í handboltanum verður gefin út. 15. maí 2017 06:00 Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
KR leggur handboltaliðið niður KR spilar ekki í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili þrátt fyrir að hafa unnið sér sæti í deildinni nú í vor. 13. maí 2017 13:44
Fyrirliði KR: Allir sem einn, nema handboltinn Eins og frá var greint fyrr í dag hefur meistaraflokkur karla í handbolta hjá KR verið lagður niður. 13. maí 2017 15:11
KR á ekki hús fyrir handboltaliðið sitt og gefur líklega eftir sæti sitt í efstu deild KR er búið að tryggja sér sæti í efstu deild karla í handbolta í fyrsta sinn í langan tíma en nú lítur út fyrir að liðið muni þurfa að afsala sér sæti sínu vegna aðstöðuleysis í Vesturbænum. 12. maí 2017 08:00
Hreiðar Levy heim í KR Hreiðar Levy Guðmundsson, fyrrum markvörður íslenska handboltalandsliðsins til margra ára, hefur ákveðið að spila með KR á næstu leiktíð. 27. febrúar 2017 16:30
Hreiðar Levý á heimleið: Flytur til Reykjavíkur og ætlar í fasteignabransann Fyrrverandi landsliðsmarkvörðurinn er búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Halden í Noregi. 17. febrúar 2017 17:00
Yfirgnæfandi líkur á fjölgun liða: Stjarnan og Víkingur næstu lið inn Víkingar eiga mjög líklega von á góðum fréttum í dag þegar deildaskipan fyrir næsta vetur í handboltanum verður gefin út. 15. maí 2017 06:00