Handbolti

Fyrirliði KR: Allir sem einn, nema handboltinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórir Jökull og félagar fagna góðum sigri í vetur.
Þórir Jökull og félagar fagna góðum sigri í vetur. mynd/twitter-síða handboltans í kr
Eins og frá var greint fyrr í dag hefur meistaraflokkur karla í handbolta hjá KR verið lagður niður.



Ekki eru allir KR-ingar á eitt sáttir með þessa ákvörðun. Þeirra á meðal er Þórir Jökull Finnbogason, sem var fyrirliði KR í vetur.

Í pistli á Facebook lýsir hann yfir vonbrigðum sínum með niðurstöðuna; að KR tefli ekki fram liði á næsta tímabili.

Þórir segir að það hafi verið heiður að vera fyrirliði KR og hann hafi dreymt um að koma handboltanum í KR upp á hærra stig.

„Mig langaði svo mikið að geta leitt þetta KR lið áfram á næsta ári og koma handboltanum í KR uppá það level sem allar íþróttir í KR eiga að vera á, sem er að vera í baráttu um titla í efstu deild,“ skrifar Þórir og bætir við:

„Takk fyrir mig KR, leikmenn, þjálfarar og stjórn, þetta ár var eins stórkostlegt og endirinn var ömurlegur.

Allir sem einn, nema handboltinn.“

Pistil Þóris má lesa í heild sinni hér að neðan.


Tengdar fréttir

KR leggur handboltaliðið niður

KR spilar ekki í Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili þrátt fyrir að hafa unnið sér sæti í deildinni nú í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×