KR á ekki hús fyrir handboltaliðið sitt og gefur líklega eftir sæti sitt í efstu deild Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2017 08:00 Mynd/Samsett/Twittersíða handboltans í KR KR er búið að tryggja sér sæti í efstu deild karla í handbolta í fyrsta sinn í langan tíma en nú lítur út fyrir að liðið muni þurfa að afsala sér sæti sínu vegna aðstöðuleysis í Vesturbænum. KR-ingar taka ákvörðun um það í hádeginu í dag hvort þeir dragi lið sitt úr keppni en Ívar Benediktsson skrifar um málið í Morgunblaðinu. KR býr til einn eitt óvissuástandið í íslenska handboltanum með því að draga lið sitt úr keppni því þá gæti komið til lögfræðilegrar þrætu um hvaða lið tekur sæti KR í Olís-deildinni. Víkingar töpuðu fyrir KR í umspilinu um laust sæti í Olís-deildinni og gera tilkall til sætisins en það gera örugglega Þróttur, sem tapaði í hinu umspilinu og Akureyri handboltafélag, sem féll úr Olís-deildinni. Það er verið að fjölga í deildinni þannig að þetta mál er allt mjög flókið. Akureyrarliðið er reyndar ekki lengur til þar sem KA hefur ákveðið að slíta samstarfi sínu við Þór þótt að það sé eftir að ganga endanlega frá því hjá HSÍ. Ívar segir í frétt sinni í dag að ástæðan fyrir því að KR sé að fara draga lið sitt úr keppni sé sú að aðstaða félagsins til að halda úti meistaraflokksliði í handbolta sé ekki fyrir hendi. Íþróttahús KR ræður nefnilega ekki við vaxandi umsvif handknattleiksíþróttarinnar í viðbót við annað starf KR þar sem körfuboltinn er í aðalhlutverki á veturna. Handboltalið KR hefur æft í litla salnum út í KR að mestum hluta en spilað heimaleiki sína í stóra salnum. Við þá aðstöðu telja forráðamenn handknattleiksdeildar KR sig ekki geta lifað með og þá geta þeir heldur ekki spilað alla heimaleiki sína á föstudagskvöldum eins og í vetur. „Reksturinn hefur gengið vel hjá okkur þannig að það er ekki vandamálið. Hinsvegar er ljóst að innan KR ríkir meiri hefð fyrir körfubolta en handbolta og þar af leiðandi situr handboltinn á hakanum,“ segir Björgvin Freyr Vilhjálmsson, formaður handknattleiksdeildar KR , við Morgunblaðið. Björgvin segir það líka vera tilgangslaust að skrá sig til leiks í 1. deild vitandi það að liðið geti ekki spilað í efstu deild vinni það sér sæti þar eins og gerðist í vetur.Ekki leiðir! pic.twitter.com/Ekmp5Othk4— KR Handbolti (@KRHandbolti) April 22, 2017 pic.twitter.com/iu2aVXfdFh— KR Handbolti (@KRHandbolti) April 22, 2017 Olís-deild karla Tengdar fréttir Fyrrverandi landsliðsþjálfarar sækjast eftir sæti í stjórn HSÍ Tveir fyrrverandi landsliðsþjálfarar sækjast eftir sæti í stjórn HSÍ en listi yfir frambjóðendur var í dag birtur á heimasíðu Handknattleiksambandsins. 6. apríl 2017 20:15 ÍR og KR áttu fyrsta höggið ÍR og KR eru komin yfir í sínum einvígum í umspili um sæti í Olís-deild karla á næsta tímabili. 19. apríl 2017 22:01 ÍR-ingar aftur upp í Olís-deildina ÍR er komið upp í Olís-deild karla eftir aðeins eins árs fjarveru. 25. apríl 2017 21:03 Auðvelt hjá ÍR-ingum ÍR rúllaði yfir KR, 37-28, í fyrsta leik liðanna í úrslitum umspils um sæti í Olís-deild karla. 29. apríl 2017 17:54 Ágúst íhugar framboð til formanns HSÍ Ágúst Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins og núverandi þjálfari karlaliðs KR, íhugar að bjóða sig fram til formanns HSÍ. 23. mars 2017 12:30 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Sjá meira
KR er búið að tryggja sér sæti í efstu deild karla í handbolta í fyrsta sinn í langan tíma en nú lítur út fyrir að liðið muni þurfa að afsala sér sæti sínu vegna aðstöðuleysis í Vesturbænum. KR-ingar taka ákvörðun um það í hádeginu í dag hvort þeir dragi lið sitt úr keppni en Ívar Benediktsson skrifar um málið í Morgunblaðinu. KR býr til einn eitt óvissuástandið í íslenska handboltanum með því að draga lið sitt úr keppni því þá gæti komið til lögfræðilegrar þrætu um hvaða lið tekur sæti KR í Olís-deildinni. Víkingar töpuðu fyrir KR í umspilinu um laust sæti í Olís-deildinni og gera tilkall til sætisins en það gera örugglega Þróttur, sem tapaði í hinu umspilinu og Akureyri handboltafélag, sem féll úr Olís-deildinni. Það er verið að fjölga í deildinni þannig að þetta mál er allt mjög flókið. Akureyrarliðið er reyndar ekki lengur til þar sem KA hefur ákveðið að slíta samstarfi sínu við Þór þótt að það sé eftir að ganga endanlega frá því hjá HSÍ. Ívar segir í frétt sinni í dag að ástæðan fyrir því að KR sé að fara draga lið sitt úr keppni sé sú að aðstaða félagsins til að halda úti meistaraflokksliði í handbolta sé ekki fyrir hendi. Íþróttahús KR ræður nefnilega ekki við vaxandi umsvif handknattleiksíþróttarinnar í viðbót við annað starf KR þar sem körfuboltinn er í aðalhlutverki á veturna. Handboltalið KR hefur æft í litla salnum út í KR að mestum hluta en spilað heimaleiki sína í stóra salnum. Við þá aðstöðu telja forráðamenn handknattleiksdeildar KR sig ekki geta lifað með og þá geta þeir heldur ekki spilað alla heimaleiki sína á föstudagskvöldum eins og í vetur. „Reksturinn hefur gengið vel hjá okkur þannig að það er ekki vandamálið. Hinsvegar er ljóst að innan KR ríkir meiri hefð fyrir körfubolta en handbolta og þar af leiðandi situr handboltinn á hakanum,“ segir Björgvin Freyr Vilhjálmsson, formaður handknattleiksdeildar KR , við Morgunblaðið. Björgvin segir það líka vera tilgangslaust að skrá sig til leiks í 1. deild vitandi það að liðið geti ekki spilað í efstu deild vinni það sér sæti þar eins og gerðist í vetur.Ekki leiðir! pic.twitter.com/Ekmp5Othk4— KR Handbolti (@KRHandbolti) April 22, 2017 pic.twitter.com/iu2aVXfdFh— KR Handbolti (@KRHandbolti) April 22, 2017
Olís-deild karla Tengdar fréttir Fyrrverandi landsliðsþjálfarar sækjast eftir sæti í stjórn HSÍ Tveir fyrrverandi landsliðsþjálfarar sækjast eftir sæti í stjórn HSÍ en listi yfir frambjóðendur var í dag birtur á heimasíðu Handknattleiksambandsins. 6. apríl 2017 20:15 ÍR og KR áttu fyrsta höggið ÍR og KR eru komin yfir í sínum einvígum í umspili um sæti í Olís-deild karla á næsta tímabili. 19. apríl 2017 22:01 ÍR-ingar aftur upp í Olís-deildina ÍR er komið upp í Olís-deild karla eftir aðeins eins árs fjarveru. 25. apríl 2017 21:03 Auðvelt hjá ÍR-ingum ÍR rúllaði yfir KR, 37-28, í fyrsta leik liðanna í úrslitum umspils um sæti í Olís-deild karla. 29. apríl 2017 17:54 Ágúst íhugar framboð til formanns HSÍ Ágúst Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins og núverandi þjálfari karlaliðs KR, íhugar að bjóða sig fram til formanns HSÍ. 23. mars 2017 12:30 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Sjá meira
Fyrrverandi landsliðsþjálfarar sækjast eftir sæti í stjórn HSÍ Tveir fyrrverandi landsliðsþjálfarar sækjast eftir sæti í stjórn HSÍ en listi yfir frambjóðendur var í dag birtur á heimasíðu Handknattleiksambandsins. 6. apríl 2017 20:15
ÍR og KR áttu fyrsta höggið ÍR og KR eru komin yfir í sínum einvígum í umspili um sæti í Olís-deild karla á næsta tímabili. 19. apríl 2017 22:01
ÍR-ingar aftur upp í Olís-deildina ÍR er komið upp í Olís-deild karla eftir aðeins eins árs fjarveru. 25. apríl 2017 21:03
Auðvelt hjá ÍR-ingum ÍR rúllaði yfir KR, 37-28, í fyrsta leik liðanna í úrslitum umspils um sæti í Olís-deild karla. 29. apríl 2017 17:54
Ágúst íhugar framboð til formanns HSÍ Ágúst Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins og núverandi þjálfari karlaliðs KR, íhugar að bjóða sig fram til formanns HSÍ. 23. mars 2017 12:30