Ásgeir Örn leggur skóna á hilluna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2020 15:18 Ásgeir Örn lauk ferlinum með Haukum. vísir/bára Handboltamaðurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur lagt skóna á hilluna. Hann greindi frá þessu í Sportinu í dag. Ásgeir Örn, sem er 36 ára, er í hópi leikjuhæstu leikmanna íslenska landsliðsins frá upphafi. Alls urðu landsleikirnir 247 og mörkin 414. Hann var hluti af íslenska liðinu sem vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og brons á Evrópumótinu í Austurríki tveimur árum síðar. Ásgeir Örn, sem spilaði bæði sem hægri skytta og hægri hornamaður, tók þátt á sextán stórmótum. Aðeins Guðjón Valur Sigurðsson hefur leikið á fleiri stórmótum með Íslandi. Fyrsta stórmót Ásgeirs Arnar var EM 2004 í Slóveníu og það síðasta EM 2018 í Króatíu. Hann tók þátt á átta Evrópumótum, fimm heimsmeistaramótum og þrennum Ólympíuleikum. Ásgeir Örn skoraði 127 mörk í 96 leikjum á stórmótum. Ásgeir Örn missti aðeins af einu stórmóti á árunum 2004-18.vísir/getty Þá var Ásgeir Örn fyrirliði íslenska U-18 ára liðsins sem varð Evrópumeistari 2003. Hann var markakóngur mótsins og valinn í úrvalslið þess ásamt Arnóri Atlasyni. Ásgeir Örn hóf ungur að leika með Haukum og varð Íslands- og bikarmeistari á sínu fyrsta tímabili með liðinu (2000-01). Hann vann alls tíu stóra titla með Haukum áður en hann gekk í raðir þýska liðsins Lemgo 2005. Ásgeir Örn var valinn efnilegasti leikmaður efstu deildar 2003 og fékk Valdimarsbikarinn tveimur árum síðar. Á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku vann Ásgeir Örn EHF-bikarinn með Lemgo. Hann yfirgaf félagið 2007 og fór til GOG í Danmörku. Hann lék einnig með Faaborg þar í landi áður hann færði sig aftur til Þýskalands 2010 og gekk í raðir Hannover-Burgdorf. Ásgeir Örn í leik með Paris Saint-Germain sem hann lék með um tveggja ára skeið.vísir/getty Þar lék Ásgeir Örn í tvö ár. Árið 2012 gekk hann í raðir franska stórliðsins Paris Saint-Germain þar sem hann vann tvo stóra titla á jafnmörgum árum. Ásgeir Örn lék svo með Nîmes í Frakklandi frá 2014 til 2018 þegar hann kom aftur heim í Hauka. Hann varð deildarmeistari með Haukum á þarsíðasta tímabili auk þess sem liðið komst í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar voru svo í 4. sæti Olís-deildarinnar þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Afrekaskrá Ásgeirs Arnar Haukar4x Íslandsmeistari (2001, 2003, 2004, 2005) 2x bikarmeistari (2001, 2002) 5x deildarmeistari (2002, 2003, 2004, 2005, 2019) LemgoEHF-meistari (2006) Paris Saint-GermainFrakklandsmeistari (2013) Bikarmeistari (2014) Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski handboltinn Olís-deild karla Sportið í dag Tímamót Hafnarfjörður Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira
Handboltamaðurinn Ásgeir Örn Hallgrímsson hefur lagt skóna á hilluna. Hann greindi frá þessu í Sportinu í dag. Ásgeir Örn, sem er 36 ára, er í hópi leikjuhæstu leikmanna íslenska landsliðsins frá upphafi. Alls urðu landsleikirnir 247 og mörkin 414. Hann var hluti af íslenska liðinu sem vann silfur á Ólympíuleikunum í Peking 2008 og brons á Evrópumótinu í Austurríki tveimur árum síðar. Ásgeir Örn, sem spilaði bæði sem hægri skytta og hægri hornamaður, tók þátt á sextán stórmótum. Aðeins Guðjón Valur Sigurðsson hefur leikið á fleiri stórmótum með Íslandi. Fyrsta stórmót Ásgeirs Arnar var EM 2004 í Slóveníu og það síðasta EM 2018 í Króatíu. Hann tók þátt á átta Evrópumótum, fimm heimsmeistaramótum og þrennum Ólympíuleikum. Ásgeir Örn skoraði 127 mörk í 96 leikjum á stórmótum. Ásgeir Örn missti aðeins af einu stórmóti á árunum 2004-18.vísir/getty Þá var Ásgeir Örn fyrirliði íslenska U-18 ára liðsins sem varð Evrópumeistari 2003. Hann var markakóngur mótsins og valinn í úrvalslið þess ásamt Arnóri Atlasyni. Ásgeir Örn hóf ungur að leika með Haukum og varð Íslands- og bikarmeistari á sínu fyrsta tímabili með liðinu (2000-01). Hann vann alls tíu stóra titla með Haukum áður en hann gekk í raðir þýska liðsins Lemgo 2005. Ásgeir Örn var valinn efnilegasti leikmaður efstu deildar 2003 og fékk Valdimarsbikarinn tveimur árum síðar. Á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku vann Ásgeir Örn EHF-bikarinn með Lemgo. Hann yfirgaf félagið 2007 og fór til GOG í Danmörku. Hann lék einnig með Faaborg þar í landi áður hann færði sig aftur til Þýskalands 2010 og gekk í raðir Hannover-Burgdorf. Ásgeir Örn í leik með Paris Saint-Germain sem hann lék með um tveggja ára skeið.vísir/getty Þar lék Ásgeir Örn í tvö ár. Árið 2012 gekk hann í raðir franska stórliðsins Paris Saint-Germain þar sem hann vann tvo stóra titla á jafnmörgum árum. Ásgeir Örn lék svo með Nîmes í Frakklandi frá 2014 til 2018 þegar hann kom aftur heim í Hauka. Hann varð deildarmeistari með Haukum á þarsíðasta tímabili auk þess sem liðið komst í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Haukar voru svo í 4. sæti Olís-deildarinnar þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Afrekaskrá Ásgeirs Arnar Haukar4x Íslandsmeistari (2001, 2003, 2004, 2005) 2x bikarmeistari (2001, 2002) 5x deildarmeistari (2002, 2003, 2004, 2005, 2019) LemgoEHF-meistari (2006) Paris Saint-GermainFrakklandsmeistari (2013) Bikarmeistari (2014) Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Sportið í dag Tímamót Hafnarfjörður Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Fótbolti Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Körfubolti