Frændi Klay Thompson átti hugmyndina af upptökunum fyrir „The Last Dance“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2020 12:00 Michael Jordan var stæsta íþróttastjarna heims á hápunkti sínum með liði Chicago Bulls á tíunda áratugnum en hann vann sex meistaratitla með liðinu frá 1991 til 1998. Getty/Ken Levine Sagan á bak við það af hverju að myndavélar fylgdu Michael Jordan og liðsfélögum hans um hvert fótmál á lokatímabili Jordan með Chicago Bulls er saga manns sem hafði útsjónarsemina og samböndin til að fá að taka upp sögulegt efni. Fyrstu tveir þættirnir af heimildarmyndinni „The Last Dance“ voru frumsýndir í Bandaríkjunum í nótt. Þar er fjallað um 1997-98 tímabilið hjá Chicago Bulls þar sem liðið vann sjötta og síðasta NBA-titil sinn en allir unnist þeir á átta ára tímabili. Michael Jordan gaf loksins grænt ljós á að þessar myndir kæmu fyrir augu almennings en upphaflega hugmyndin af myndatökunum kom frá manni sem Michael Jordan treysti vel. This is the origin story of how #TheLastDance was made possible: https://t.co/mzb15iM2Pn— USA TODAY Sports (@usatodaysports) April 19, 2020 Maðurinn sem átt hugmyndina af upptökunum var maður að nafni Andy Thompson. Hann hafði unnið sér inn traust hjá Michael Jordan og þeir voru félagar. Andy Thompson hafði og hefur sterkar tengingar inn í NBA-deildina. Bróðir hans, Mychal Thompson, kom til Los Angeles Lakers í skiptum fyrir íslenska miðherjann Pétur Karl Guðmundsson árið 1987 og frændi Andy er Klay Thompson, núverandi stjörnuleikmaður Golden State Warriors. Andy Thompson hefur síðan unnið mikið fyrir NBA-deildina á bak við tjöldin og fáir menn í deildinni eru með betri sambönd. Það hefur verið grínast með það að fáir símar séu með fleiri mikilvæg símanúmer en einmitt síminn hans Andy Thompson. Andy Thompson hafði unnið með Michael Jordan við gerð heimildarmyndanna um meistaratímabil Chicago Bulls árin á undan en þeir unnu einnig saman við gerð myndar um Ólympíuævintýrið í Barcelona haustið 1992. How #TheLastDance came into being. https://t.co/KjOQVc5hly pic.twitter.com/Fv9ryIIa8o— USA TODAY Sports (@usatodaysports) April 20, 2020 „Eftir 1996-97 tímabilið var umræða í gangi um að liðin myndi leysast upp og að næsta tímabil yrði það síðasta hjá þessum hóp. Ég sagði: Þetta var síðasta tækifæri okar til að gera heimildarmynd um eitt ár hjá Michael,“ sagði Andy Thompson í samtali við USAToday. NBA-deildin þurfti að sannfæra eigendur Chicago Bulls, Phil Jackson þjálfara og auðvitað Michael Jordan sjálfan. Það tókst en síðan liðu meira en tveir áratugi þar til að Jordan gaf loksins grænt ljós á að efnið kæmi fyrur augu almennings. Jordan var loksins tilbúin fyrir tveimur árum og í kjölfarið lagðist ESPN í framleiðslu heimildarmyndarinnar „The Last Dance“ sem varð að tíu þátta seríu. Tveir fyrstu þættirnir voru frumsýndir í Bandaríkjunum í gær og eru núna aðgengilegir inn á Netflix á Íslandi. NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira
Sagan á bak við það af hverju að myndavélar fylgdu Michael Jordan og liðsfélögum hans um hvert fótmál á lokatímabili Jordan með Chicago Bulls er saga manns sem hafði útsjónarsemina og samböndin til að fá að taka upp sögulegt efni. Fyrstu tveir þættirnir af heimildarmyndinni „The Last Dance“ voru frumsýndir í Bandaríkjunum í nótt. Þar er fjallað um 1997-98 tímabilið hjá Chicago Bulls þar sem liðið vann sjötta og síðasta NBA-titil sinn en allir unnist þeir á átta ára tímabili. Michael Jordan gaf loksins grænt ljós á að þessar myndir kæmu fyrir augu almennings en upphaflega hugmyndin af myndatökunum kom frá manni sem Michael Jordan treysti vel. This is the origin story of how #TheLastDance was made possible: https://t.co/mzb15iM2Pn— USA TODAY Sports (@usatodaysports) April 19, 2020 Maðurinn sem átt hugmyndina af upptökunum var maður að nafni Andy Thompson. Hann hafði unnið sér inn traust hjá Michael Jordan og þeir voru félagar. Andy Thompson hafði og hefur sterkar tengingar inn í NBA-deildina. Bróðir hans, Mychal Thompson, kom til Los Angeles Lakers í skiptum fyrir íslenska miðherjann Pétur Karl Guðmundsson árið 1987 og frændi Andy er Klay Thompson, núverandi stjörnuleikmaður Golden State Warriors. Andy Thompson hefur síðan unnið mikið fyrir NBA-deildina á bak við tjöldin og fáir menn í deildinni eru með betri sambönd. Það hefur verið grínast með það að fáir símar séu með fleiri mikilvæg símanúmer en einmitt síminn hans Andy Thompson. Andy Thompson hafði unnið með Michael Jordan við gerð heimildarmyndanna um meistaratímabil Chicago Bulls árin á undan en þeir unnu einnig saman við gerð myndar um Ólympíuævintýrið í Barcelona haustið 1992. How #TheLastDance came into being. https://t.co/KjOQVc5hly pic.twitter.com/Fv9ryIIa8o— USA TODAY Sports (@usatodaysports) April 20, 2020 „Eftir 1996-97 tímabilið var umræða í gangi um að liðin myndi leysast upp og að næsta tímabil yrði það síðasta hjá þessum hóp. Ég sagði: Þetta var síðasta tækifæri okar til að gera heimildarmynd um eitt ár hjá Michael,“ sagði Andy Thompson í samtali við USAToday. NBA-deildin þurfti að sannfæra eigendur Chicago Bulls, Phil Jackson þjálfara og auðvitað Michael Jordan sjálfan. Það tókst en síðan liðu meira en tveir áratugi þar til að Jordan gaf loksins grænt ljós á að efnið kæmi fyrur augu almennings. Jordan var loksins tilbúin fyrir tveimur árum og í kjölfarið lagðist ESPN í framleiðslu heimildarmyndarinnar „The Last Dance“ sem varð að tíu þátta seríu. Tveir fyrstu þættirnir voru frumsýndir í Bandaríkjunum í gær og eru núna aðgengilegir inn á Netflix á Íslandi.
NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Sjá meira