Handbolti

Seinni bylgjan: Ágúst og Einar með færeyskukennslu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ágúst bauð áhorfendum Seinni bylgjunnar upp á smá kennslu í færeysku í þætti gærkvöldsins.
Ágúst bauð áhorfendum Seinni bylgjunnar upp á smá kennslu í færeysku í þætti gærkvöldsins. vísir/bára

Félagarnir og handboltaþjálfararnir Ágúst Jóhannsson og Einar Jónsson hafa báðir reynslu af því að þjálfa í Færeyjum.

Þeir hafa stundum rekist á veggi þegar kemur að því að tala færeyskuna eins og þeir fóru yfir í Seinni bylgjunni í gær.

„Maður reynir að tala einhverja dönsku, íslensku og norsku. Þetta er svolítið bíó þegar maður fer í gang og aldrei þessu vant er maður stundum æstur þannig þetta rúllar ekkert mjög faglega út úr manni. En maður reynir að koma þessu til skila,“ sagði Ágúst sem þjálfar færeyska kvennalandsliðið.

Orðið tosa er mikið notað hjá færeysku handboltafólki. Það tók Ágúst og Einar nokkurn tíma að finna út hvað það þýðir.

„Tosa er að tala á færeysku. Ég hélt þetta væri að færa. Þær sögðu þetta í sífellu og maður var sjálfur byrjaður á þessu,“ sagði Ágúst.

„Ég fattaði ekki fyrr en í 3. umferð hvað þetta þýðir. Þeir voru alltaf gargandi þetta og ég gerði það líka. Svo spurði ég einn hvað þetta þýddi og þá fékk maður að vita það,“ sagði Einar sem þjálfar H71 í Færeyjum.

Leikhlé sem Einar tók fyrr í vetur vakti mikla athygli en þar greip hann í orð úr ýmsum tungumálum til að skilaboðum sínum áleiðis.

Innslagið þar sem Ágúst og Einar ræða um færeyskuna má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Seinni bylgjan - Að tjá sig á færeysku

Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.