Föstudagsplaylisti Rex Pistols Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 13. september 2019 13:30 Stilla úr myndbandi fyrir lagið Feel It Inside sem kom út á plötunni DISCIPLINE snemma á þessu ári. Myndbandið verður frumsýnt í Flæði 20. september. Rex Beckett er kanadísk tónlistarkona sem búið hefur hér á landi um langa hríð og skrifað fyrir The Reykjavik Grapevine stóran hluta dvalarinnar, ásamt öðrum störfum. Hún var m.a. hluti kuldabylgjusveitarinnar Antimony en fæst nú til dags helst við sólóverkefni sitt Rex Pistols, sem hét um tíma Discipline. Þar er kuldinn líka allsráðandi, líkt og ísöld sé skollin á í hljóðgervlaveröld níunda áratugarins. Hún segir lagalistann settan saman af stórkostlegum sveitum sem hún bar fyrst augum á Klubb Kalabalik på Tyrolen hátíðinni í Svíþjóð. „Þetta var fyrsta hátíðin sem ég spilaði á erlendis, og það var virkilega gaman að fá að deila sviðinu með svo mörgu afbragðs listafólki.“ Klubb Kalabalik er árleg gotaskotin tónlistarhátíð sem hefur átt í samstarfi við íslenska kollektívið Myrkfælni. Í ár spiluðu íslensku sveitirnar Madonna + Child, Dulvitund, Countess Malaise og Sólveig Matthildur ásamt Rex á hátíðinni. Rex bætir við að hún komi fram í lokapartýi Listastofunnar í Iðnó 19. september, hún haldi útgáfuteiti fyrir myndband við lag sitt Feel It Inside í Flæði á Grettisgötu þann 20., og sé þar að auki að spila í R6013 í Ingólfsstræti þann 26. september. Nú haustar að, og föstudagurinn þrettándi genginn í garð. Það er því tilvalið að hlýða á melankólískan nýbylgjudrunga og samsama sig með stöðu mála. Föstudagsplaylistinn Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Rex Beckett er kanadísk tónlistarkona sem búið hefur hér á landi um langa hríð og skrifað fyrir The Reykjavik Grapevine stóran hluta dvalarinnar, ásamt öðrum störfum. Hún var m.a. hluti kuldabylgjusveitarinnar Antimony en fæst nú til dags helst við sólóverkefni sitt Rex Pistols, sem hét um tíma Discipline. Þar er kuldinn líka allsráðandi, líkt og ísöld sé skollin á í hljóðgervlaveröld níunda áratugarins. Hún segir lagalistann settan saman af stórkostlegum sveitum sem hún bar fyrst augum á Klubb Kalabalik på Tyrolen hátíðinni í Svíþjóð. „Þetta var fyrsta hátíðin sem ég spilaði á erlendis, og það var virkilega gaman að fá að deila sviðinu með svo mörgu afbragðs listafólki.“ Klubb Kalabalik er árleg gotaskotin tónlistarhátíð sem hefur átt í samstarfi við íslenska kollektívið Myrkfælni. Í ár spiluðu íslensku sveitirnar Madonna + Child, Dulvitund, Countess Malaise og Sólveig Matthildur ásamt Rex á hátíðinni. Rex bætir við að hún komi fram í lokapartýi Listastofunnar í Iðnó 19. september, hún haldi útgáfuteiti fyrir myndband við lag sitt Feel It Inside í Flæði á Grettisgötu þann 20., og sé þar að auki að spila í R6013 í Ingólfsstræti þann 26. september. Nú haustar að, og föstudagurinn þrettándi genginn í garð. Það er því tilvalið að hlýða á melankólískan nýbylgjudrunga og samsama sig með stöðu mála.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira