Körfubolti

Friðrik Ingi hættur hjá Þór

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Friðrik Ingi er hættur eftir eitt ár við stjórnvölinn hjá Þór Þ.
Friðrik Ingi er hættur eftir eitt ár við stjórnvölinn hjá Þór Þ. vísir/daníel

Friðrik Ingi Rúnarsson er hættur sem þjálfari karlaliðs Þórs Þ. í körfubolta. Þetta kemur fram á Hafnarfréttir.is.

Þar segir að vegna þeirrar óvissu sem ríki í samfélaginu hafi körfuknattleiksdeild Þórs og Friðrik Ingi komist að samkomulagi um að hætta samstarfinu.

Friðrik Ingi tók við Þórsurum fyrir tímabilið sem er nú lokið vegna kórónuveirufaraldursins. Þór endaði í 9. sæti Domino's deildar karla. Þórsarar unnu sjö leiki og töpuðu 14 í deildinni.

Friðrik Ingi hefur komið víða við á löngum ferli en auk Þórs hefur hann þjálfað Njarðvík, KR, Grindavík, Keflavík og íslenska karlalandsliðið.

Hann stýrði Þór í síðasta sinn þegar liðið tapaði fyrir Keflavík, 78-63, föstudaginn 13. mars. Það var jafnframt síðasti leikur Íslandsmótsins í körfubolta tímabilið 2019-20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×