Hvern fjandann er maðurinn að fara; hver er glæpurinn!? Ole Anton Bieltvedt skrifar 26. mars 2020 17:00 Stundum getur manni ofboðið. Kári Stefánsson veður hér upp í fjölmiðlum, nánast að vild, að því er virðist, og halda margir ritstjórar og fréttamenn greinilega, að flest það, sem frá Kára kemur, sé merkilegt vel, fréttnæmt mjög og nánast einhver snilld. Það kann að eiga við í einhverjum tilvikum, en alls ekki því, sem hér er fjallað um. Það furðulega er, að margir ágætir fjölmiðla- og fréttamenn, virðast ekkert fyrir því hafa, að skoða það, sem frá Kára kemur, og kryfja það, þó að ekki væri nema lítillega, fyrir birtingu eða umfjöllun. Síðasta upphlaup Kára, sem margir gleyptu hrátt og ótuggið, er ásökun hans á hendur Persónuverndar, um það, að hún hafi ekki aðeins sýnt af sér mannfyrirlitningu, heldur framið glæp, alla vega á honum, jafnvel á mannkyninu öllu, með það að taka 2-3 daga í að skoða erindi frá honum um birtingu greinar í erlendu tímariti um skimun Íslenzkrar erfðagreiningar á þúsundum Íslendinga Í þessum 2-3 dögum var helgi innifalin. Erindið barst Persónuvernd kl. 12:45 föstudaginn 20. marz og var afgreitt með jákvæðum hætti á mánudeginum 23. marz. Til að flýta fyrir afgreiðslu, vann Persónuvernd að málinu um helgina, að sögn Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. Kári gefur í skyn, að Íslensk erfðagreining hafi komizt að einhverjum niðurstöðum, sem gætu hjálpað öðrum þjóðum að hamla útbreiðslu Kórónaveirunnar, en spurning er þá; hvaða merkilegu niðurstöður eru þetta? Ekki hafa þær komið fram hér. Alla vega ekki í því formi, svo vitað sé, að þessar niðurstöður gætu hjálpað stjórnvöldum við að draga úr eða hamla útbreiðslu faraldurins hér. Auðvitað eru allar viðbótarupplýsingar í svona máli til nokkurs gagns, en það verður ekki séð, að skimum Íslenzkrar erfðagreiningar hafi breytt miklu hér, hvað þá í erlendu landi, þar sem annað fólk býr, kannske líka með aðra genabyggingu og aðra lifnaðarhætti, og hvað þá um alla heimsbyggðina. Var upphlaup Kára kannske fyrst og fremt út af því, að hann náði ekki aðstefndri birtingu í virtu alþjóðlegu tímariti, sem hann hafði mikinn vilja og metnað til að ná? Í öllu falli sér undirritaður ekki, að nokkur grundvöllur sé fyrir stóryrðum og ásökunum Kára gegn Persónuvernd, reyndar heldur ekki, að þær skimanir, sem Íslensk erfðagreining hefur framkvæmt, hafi leitt í ljós einhverja nýjar og byltingarkenndar upplýsingar, umfram það, sem vísindamenn í öðrum löndum og þá ekki sízt í Kína, hafa komizt að. Varla er Kári að leyna þríeykið eða Íslendinga einhverri mikilvægri nýrri vitneskju, sem gæti dugað til að stöðva og, kannske, drepa niður skaðræðisvaldinn Kóróna. Ef svo væri, væri það vart af hinu góða, hvorki fyrir virðingu og stöðu Kára né hagsmuni landsmanna hans. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Persónuvernd Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stundum getur manni ofboðið. Kári Stefánsson veður hér upp í fjölmiðlum, nánast að vild, að því er virðist, og halda margir ritstjórar og fréttamenn greinilega, að flest það, sem frá Kára kemur, sé merkilegt vel, fréttnæmt mjög og nánast einhver snilld. Það kann að eiga við í einhverjum tilvikum, en alls ekki því, sem hér er fjallað um. Það furðulega er, að margir ágætir fjölmiðla- og fréttamenn, virðast ekkert fyrir því hafa, að skoða það, sem frá Kára kemur, og kryfja það, þó að ekki væri nema lítillega, fyrir birtingu eða umfjöllun. Síðasta upphlaup Kára, sem margir gleyptu hrátt og ótuggið, er ásökun hans á hendur Persónuverndar, um það, að hún hafi ekki aðeins sýnt af sér mannfyrirlitningu, heldur framið glæp, alla vega á honum, jafnvel á mannkyninu öllu, með það að taka 2-3 daga í að skoða erindi frá honum um birtingu greinar í erlendu tímariti um skimun Íslenzkrar erfðagreiningar á þúsundum Íslendinga Í þessum 2-3 dögum var helgi innifalin. Erindið barst Persónuvernd kl. 12:45 föstudaginn 20. marz og var afgreitt með jákvæðum hætti á mánudeginum 23. marz. Til að flýta fyrir afgreiðslu, vann Persónuvernd að málinu um helgina, að sögn Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. Kári gefur í skyn, að Íslensk erfðagreining hafi komizt að einhverjum niðurstöðum, sem gætu hjálpað öðrum þjóðum að hamla útbreiðslu Kórónaveirunnar, en spurning er þá; hvaða merkilegu niðurstöður eru þetta? Ekki hafa þær komið fram hér. Alla vega ekki í því formi, svo vitað sé, að þessar niðurstöður gætu hjálpað stjórnvöldum við að draga úr eða hamla útbreiðslu faraldurins hér. Auðvitað eru allar viðbótarupplýsingar í svona máli til nokkurs gagns, en það verður ekki séð, að skimum Íslenzkrar erfðagreiningar hafi breytt miklu hér, hvað þá í erlendu landi, þar sem annað fólk býr, kannske líka með aðra genabyggingu og aðra lifnaðarhætti, og hvað þá um alla heimsbyggðina. Var upphlaup Kára kannske fyrst og fremt út af því, að hann náði ekki aðstefndri birtingu í virtu alþjóðlegu tímariti, sem hann hafði mikinn vilja og metnað til að ná? Í öllu falli sér undirritaður ekki, að nokkur grundvöllur sé fyrir stóryrðum og ásökunum Kára gegn Persónuvernd, reyndar heldur ekki, að þær skimanir, sem Íslensk erfðagreining hefur framkvæmt, hafi leitt í ljós einhverja nýjar og byltingarkenndar upplýsingar, umfram það, sem vísindamenn í öðrum löndum og þá ekki sízt í Kína, hafa komizt að. Varla er Kári að leyna þríeykið eða Íslendinga einhverri mikilvægri nýrri vitneskju, sem gæti dugað til að stöðva og, kannske, drepa niður skaðræðisvaldinn Kóróna. Ef svo væri, væri það vart af hinu góða, hvorki fyrir virðingu og stöðu Kára né hagsmuni landsmanna hans. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun