Handbolti

Leikmaður FH gefur eftir laun það sem eftir er tímabils

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar Freyr hefur skorað 65 mörk í 19 leikjum í Olís-deild karla í vetur.
Arnar Freyr hefur skorað 65 mörk í 19 leikjum í Olís-deild karla í vetur. vísir/daníel

Arnar Freyr Ársælsson, leikmaður handboltaliðs FH, ætlar ekki að þiggja laun það sem eftir lifir tímabils. Með þessu vill hann hjálpa félaginu á tímum kórónuveirufaraldursins. Arnar greindi frá þessu í Sportinu í dag.

„Ég sendi þeim tilkynningu fyrir 1-2 vikum síðan og sagði að ég ætlaði að gefa eftir launin til að hjálpa félaginu,“ sagði Arnar í samtali við Henry Birgi Gunnarsson.

„Þetta var að mínu frumkvæði og það var vel tekið í þetta. Eins og gefur að skilja eru eflaust mörg félög í vandræðum þótt ég viti ekki hvernig staðan sé hjá FH. En það liggur í augum uppi að það eru vandamál alls staðar.“

Arnar segist ekki vita hvort aðrir leikmenn FH eða aðrir leikmenn í Olís-deildinni hafi farið sömu leið og hann.

„Ég vil kannski ekki skora á leikmenn en hvet þá til að skoða sín mál og eiga samtal við félögin, að menn séu hreinskilnir um stöðuna. Það eru vandamál og boltinn er svolítið í höndum okkar leikmannanna, að hjálpa félögunum,“ sagði Arnar.

Hann hefur leikið 19 af 20 leikjum FH í Olís-deildinni. Hann missti af einum leik á meðan hann var í sóttkví.

Arnar fór til Ítalíu með fjölskyldunni og var sendur í tveggja vikna sóttkví við heimkomuna. Hvorki hann né aðrir í fjölskyldunni greindust þó með kórónuveiruna.

FH er í 2. sæti Olís-deildar karla þegar tveimur umferðum er ólokið.

Viðtalið við Arnar Frey má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Sportið í dag: Arnar Freyr gefur eftir launin sín

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.