Fótbolti

Merkti Dagnýju Brynjars og bæði portúgalska og brasilíska Ronaldo

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagny Brynjarsdóttir á leið í leik með Portland Thorns þar sem hún og Nadia Nadim spiluðu saman.
Dagny Brynjarsdóttir á leið í leik með Portland Thorns þar sem hún og Nadia Nadim spiluðu saman. Getty/Daniel Bartel

Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er góður liðsfélagi og heldur tengslum við leikmenn sem hafa spilað henni við hlið á atvinnumannaferlinum.

Ein af þeim er ein besta knattspyrnukona Dana. Danska landsliðskonan Nadia Nadim tók þátt í leik á Twitter þar sem viðkomandi var beðinn um að velja þá leikmenn sem hafa skipt þá mestu máli. Þeir sem taka þátt eiga einnig að merkja fjóra aðra til að taka þátt í þessum leik.

Nadia Nadim valdi bæði portúgalska og brasilíska Ronaldo og sá þriðji var Luis Figo sem er einn af fáum sem hafa spilað bæði með Real Madrid og Barcelona á hápunkti ferils síns.

Nadia Nadim merkti síðan Dagnýju og síðan Luis Figo og bæði portúgalska og brasilíska Ronaldo. Það má sjá þetta hér fyrir neðan.

Nadia Nadim og Dagný Brynjarsdóttir voru herbergisfélagar þegar þær spiluðu saman hjá Portland Thorns í bandarísku deildinni en þær hafa einnig mæst mörgum sinnum með landsliðum sínum.

Báðar hafa þær yfirgefið Portland Thorns liðið. Dagný er komin til Selfoss þar sem hún ætlar að spila í sumar en Nadia Nadim fór fyrst til Manchester City árið 2018 en er nú leikmaður Paris Saint-Germain í Frakklandi.

Nadia Nadim hefur vakið mikla athygli því hún kom til Danmerkur sem flóttamaður en hefur síðan náð afburðarárangri sem námsmaður auk ferils síns í fótboltanum.

Nadia Nadim var þannig í læknisnámi með fótboltanum og stefnir á að klára það eftir að ferlinum lýkur. Hún er einnig talandi á níu tungumálum eða dönsku, ensku, þýsku, persísku, darísku, úrdusku, hindí, arabísku og frönsku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.