Ert þú reiðubúinn að deyja fyrir hagvöxtinn? Siggeir F. Ævarsson skrifar 26. mars 2020 08:30 Svarið við spurningunni hér að ofan ætti í öllum tilfellum að vera nei. Mannslíf eru mikilvægari en hagvöxtur. Í raun ætti þessi pistill ekki að þurfa að vera lengri. Sú hugmynd að eldri borgarar og fólk með undirliggjandi sjúkdóma séu einfaldlega réttlætanlegur fórnarkostnaður í baráttunni við Covid-19 er hreinlega sturluð. En þessi hugmynd virðist þó vera að ná einhverju flugi vestanhafs. Fjölmargir málsmetandi íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa undanfarið viðrað þá skoðun að eldri kynslóðin þar í landi ætti að vera tilbúinn að láta lífið til að verja efnahag landsins og ætti að halda til vinnu á ný. Forseti landsins hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja og gefið í skyn að hægt verði að „opna“ landið á ný eftir 2 vikur og þannig grafið markvisst undan ráðleggingum lækna og vísindamanna. Annað hvort lifa þessir menn í fullkominni afneitun, eða skilja ekki alvarleika málsins. Varlega áætlað er ekki ósennilegt að um 10 milljón Bandaríkjamenn muni þurfa að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19 veirunnar. Í Bandaríkjunum eru aðeins tæplega 1 milljón sjúkrarúma til staðar, og hluti þeirra er auðvitað í notkun af öðrum ástæðum hverju sinni. Staðan er væntanlega hlutfallslega svipuð í öllum löndum heimsins. Ekkert heilbrigðiskerfi er tilbúið að takast á við veiruna ef hún fær að vaða uppi óhindrað. En það er auðvitað skiljanlegt að ráðamenn hafi áhyggjur af framtíð efnahagsmála í þessu óvissuástandi sem ríkir. Allar aðgerðir sem gripið er til áður en allt fer úr böndunum munu sýnast yfirdrifnar ef vel tekst til við að halda veirunni í skefjum, og sömu aðgerðir verða dæmdar sem of máttlausar ef allt fer fjandans til. Heilsa og velferð manna ætti þó alltaf að njóta vafans. Það er full stalínísk nálgun fyrir minn smekk að líta á mögulegt mannfall fyrst og fremst sem prósentureikning. Þessi hugmynd virðist einnig hafa skotið rótum í ákveðnum kreðsum á Íslandi, en regulega skjóta nú pistlar upp kollinum þar sem lítið er gert úr alvarleika veirunnar. Gefið er í skyn að það sé nú eiginlega enginn að fara að deyja, og örugglega ekki ég og þú. Þessir rassvasaspekingar stinga þó ekki upp á neinum öðrum valmöguleikum við núverandi aðgerðir yfirvalda. Ástæðan er einföld, veigaminni aðgerðir myndu þýða aukin smit og fleiri dauðsföll. Það er enginn raunverulega tilbúinn að deyja fyrir hagvöxtinn. Það er auðvelt að segja öðrum að þeir ættu að vera það, en þegar á hólminn er komið er hugmyndin einfaldlega fáránleg og í þessu tilfelli lífshættuleg. Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Sjá meira
Svarið við spurningunni hér að ofan ætti í öllum tilfellum að vera nei. Mannslíf eru mikilvægari en hagvöxtur. Í raun ætti þessi pistill ekki að þurfa að vera lengri. Sú hugmynd að eldri borgarar og fólk með undirliggjandi sjúkdóma séu einfaldlega réttlætanlegur fórnarkostnaður í baráttunni við Covid-19 er hreinlega sturluð. En þessi hugmynd virðist þó vera að ná einhverju flugi vestanhafs. Fjölmargir málsmetandi íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa undanfarið viðrað þá skoðun að eldri kynslóðin þar í landi ætti að vera tilbúinn að láta lífið til að verja efnahag landsins og ætti að halda til vinnu á ný. Forseti landsins hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja og gefið í skyn að hægt verði að „opna“ landið á ný eftir 2 vikur og þannig grafið markvisst undan ráðleggingum lækna og vísindamanna. Annað hvort lifa þessir menn í fullkominni afneitun, eða skilja ekki alvarleika málsins. Varlega áætlað er ekki ósennilegt að um 10 milljón Bandaríkjamenn muni þurfa að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19 veirunnar. Í Bandaríkjunum eru aðeins tæplega 1 milljón sjúkrarúma til staðar, og hluti þeirra er auðvitað í notkun af öðrum ástæðum hverju sinni. Staðan er væntanlega hlutfallslega svipuð í öllum löndum heimsins. Ekkert heilbrigðiskerfi er tilbúið að takast á við veiruna ef hún fær að vaða uppi óhindrað. En það er auðvitað skiljanlegt að ráðamenn hafi áhyggjur af framtíð efnahagsmála í þessu óvissuástandi sem ríkir. Allar aðgerðir sem gripið er til áður en allt fer úr böndunum munu sýnast yfirdrifnar ef vel tekst til við að halda veirunni í skefjum, og sömu aðgerðir verða dæmdar sem of máttlausar ef allt fer fjandans til. Heilsa og velferð manna ætti þó alltaf að njóta vafans. Það er full stalínísk nálgun fyrir minn smekk að líta á mögulegt mannfall fyrst og fremst sem prósentureikning. Þessi hugmynd virðist einnig hafa skotið rótum í ákveðnum kreðsum á Íslandi, en regulega skjóta nú pistlar upp kollinum þar sem lítið er gert úr alvarleika veirunnar. Gefið er í skyn að það sé nú eiginlega enginn að fara að deyja, og örugglega ekki ég og þú. Þessir rassvasaspekingar stinga þó ekki upp á neinum öðrum valmöguleikum við núverandi aðgerðir yfirvalda. Ástæðan er einföld, veigaminni aðgerðir myndu þýða aukin smit og fleiri dauðsföll. Það er enginn raunverulega tilbúinn að deyja fyrir hagvöxtinn. Það er auðvelt að segja öðrum að þeir ættu að vera það, en þegar á hólminn er komið er hugmyndin einfaldlega fáránleg og í þessu tilfelli lífshættuleg. Höfundur er framkvæmdastjóri Siðmenntar.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun