Handbolti

Kári með kórónuveiruna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kári hefur skorað 63 mörk í 20 leikjum í Olís-deild karla í vetur.
Kári hefur skorað 63 mörk í 20 leikjum í Olís-deild karla í vetur. vísir/daníel

Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður bikarmeistara ÍBV og íslenska landsliðsins í handbolta, er með kórónuveiruna. Hann greindi frá þessu í Sportinu í dag.

„Ég fékk símtal í gær um að ég væri með veiruna,“ sagði Kári í samtali við Henry Birgi Gunnarsson. Hann er á leið í tveggja vikna einangrun.

„Maður þarf að hlýta reglum og hlusta á fagfólkið sem segir manni hvað gera skuli í þessum raunum,“ sagði Kári. Líklegt er að kona hans sé einnig með veiruna.

„Það lítur út fyrir að yfirmaðurinn á heimilinu sé líka með flensuna. Þannig að við erum væntanlega að fara að loka kofanum og koma ekki út fyrr en eftir tvær vikur.“

Kári veit ekki til þess að aðrir leikmenn ÍBV séu með veiruna. „Samkvæmt smitrakningateyminu er ekki líklegt að ég hafi fengið þetta úr ÍBV-liðinu,“ sagði Kári.

ÍBV varð bikarmeistari eftir sigur á Stjörnunni, 26-24, fyrr í þessum mánuði.

Kári hefur leikið alla 20 leiki ÍBV í Olís-deildinni og skorað 63 mörk.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.

Klippa: Sportið í dag: Kári Kristján frá bílskúr í Eyjum

Tengdar fréttir

Bæjarbúar ótrúlega jákvæðir í hörmulegum aðstæðum

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir bæjarbúa ótrúlega jákvæða í þeim hörmulegum aðstæðum sem ekki aðeins Eyjamenn glíma nú við heldur öll þjóðin og allur heimurinn vegna kórónuveirufaraldursins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.