Uppskrift að námi fyrir 0-100 ára Helga Tryggvadóttir skrifar 25. mars 2020 14:00 Ertu foreldri eða forráðamaður að færast í átt að bugun? Ertu allt í einu komin í fjarnám og átt pínu erfitt með að forgangsraða? Eitt af verkefnum náms- og starfsráðgjafa er að aðstoða nemendur við að hrinda úr vegi hindrunum í námi. Nú er staðan sú að nám er að fara fram á breyttan hátt og taka fjölskyldur þátt í námi heimilismanna sem aldrei fyrr. Það er manneskjunni mikilvægt að hafa ákveðna stjórn á eigin lífi. Af orsökum sem öllum eru ljósar höfum við ekki þá stjórn á aðstæðum sem við erum vön og kallar það á aðlögun að breyttum heimi. Í þessum nýju aðstæðum er eftirfarandi hluti af tilverunni: ·Nám grunnskólabarna fer nú að miklu leyti fram heima fyrir, lítið mál fyrir marga en meira en að segja það fyrir aðra. ·Nemendur í 10. bekk standa frammi fyrir að velja nám í framhaldsskóla, opin hús framhaldsskólanna voru blásin af og enginn veit hvenær eða hvort þau verða. ·Nám framhaldsskólanema fer einnig fram heima, margir höndla það vel, en fyrir aðra getur brotthvarfshættan aukist og námslok ollið taugatitringi. ·Háskólanemar og nemendur í framhaldsfræðslu eru orðnir fjarnemar auk þess sem margir eru einnig foreldrar nemenda á öðrum skólastigum og nám allra komið heim í stofu. Þetta er veruleiki sem enginn okkar hafði búið sig undir. Enda stóð þetta ekki til. Þetta er verkefnið, einfalt fyrir einhverja en óendanlega flókið fyrir aðra. Það sem skiptir máli núna er að gera sitt besta og fara ekki á taugum. Við viljum hvetja bæði nemendur og foreldra að hika ekki við að hafa samband við sinn náms- og starfsráðgjafa til að fyrirbyggja vesen eða ef eitthvað fer í hnút. Það er mikilvægt að fólk viti að náms- og starfsráðgjöf er lögboðin þjónusta í grunn- og framhaldsskólum og eiga nemendur því rétt á ráðgjöf frá menntuðum náms- og starfsráðgjöfum. Að lokum er hér einföld uppskrift að námi frá náms- og starfsráðgjafa á þessum ótrúlegu tímum: 1.Halda ró sinni 2.Skipuleggja daginn og ákveða tíma fyrir: a.Nám b.Hreyfingu c.Fleira skemmtilegt 3.Ekki hika við að hafa samband við náms- og starfsráðgjafann ykkar 4.Halda ró sinni Öllu þessu er blandað saman með æðruleysi, dassi af bjartsýni og ímyndunarafli. Bætið í því sem ykkur hentar. Þetta er svo endurtekið eftir þörfum og endurskoðað ef eitthvað í uppskriftinni er ekki að virka. Góðar stundir Helga Tryggvadóttir, formaður Félags náms- og starfsráðgjafa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Ertu foreldri eða forráðamaður að færast í átt að bugun? Ertu allt í einu komin í fjarnám og átt pínu erfitt með að forgangsraða? Eitt af verkefnum náms- og starfsráðgjafa er að aðstoða nemendur við að hrinda úr vegi hindrunum í námi. Nú er staðan sú að nám er að fara fram á breyttan hátt og taka fjölskyldur þátt í námi heimilismanna sem aldrei fyrr. Það er manneskjunni mikilvægt að hafa ákveðna stjórn á eigin lífi. Af orsökum sem öllum eru ljósar höfum við ekki þá stjórn á aðstæðum sem við erum vön og kallar það á aðlögun að breyttum heimi. Í þessum nýju aðstæðum er eftirfarandi hluti af tilverunni: ·Nám grunnskólabarna fer nú að miklu leyti fram heima fyrir, lítið mál fyrir marga en meira en að segja það fyrir aðra. ·Nemendur í 10. bekk standa frammi fyrir að velja nám í framhaldsskóla, opin hús framhaldsskólanna voru blásin af og enginn veit hvenær eða hvort þau verða. ·Nám framhaldsskólanema fer einnig fram heima, margir höndla það vel, en fyrir aðra getur brotthvarfshættan aukist og námslok ollið taugatitringi. ·Háskólanemar og nemendur í framhaldsfræðslu eru orðnir fjarnemar auk þess sem margir eru einnig foreldrar nemenda á öðrum skólastigum og nám allra komið heim í stofu. Þetta er veruleiki sem enginn okkar hafði búið sig undir. Enda stóð þetta ekki til. Þetta er verkefnið, einfalt fyrir einhverja en óendanlega flókið fyrir aðra. Það sem skiptir máli núna er að gera sitt besta og fara ekki á taugum. Við viljum hvetja bæði nemendur og foreldra að hika ekki við að hafa samband við sinn náms- og starfsráðgjafa til að fyrirbyggja vesen eða ef eitthvað fer í hnút. Það er mikilvægt að fólk viti að náms- og starfsráðgjöf er lögboðin þjónusta í grunn- og framhaldsskólum og eiga nemendur því rétt á ráðgjöf frá menntuðum náms- og starfsráðgjöfum. Að lokum er hér einföld uppskrift að námi frá náms- og starfsráðgjafa á þessum ótrúlegu tímum: 1.Halda ró sinni 2.Skipuleggja daginn og ákveða tíma fyrir: a.Nám b.Hreyfingu c.Fleira skemmtilegt 3.Ekki hika við að hafa samband við náms- og starfsráðgjafann ykkar 4.Halda ró sinni Öllu þessu er blandað saman með æðruleysi, dassi af bjartsýni og ímyndunarafli. Bætið í því sem ykkur hentar. Þetta er svo endurtekið eftir þörfum og endurskoðað ef eitthvað í uppskriftinni er ekki að virka. Góðar stundir Helga Tryggvadóttir, formaður Félags náms- og starfsráðgjafa
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun