Uppskrift að námi fyrir 0-100 ára Helga Tryggvadóttir skrifar 25. mars 2020 14:00 Ertu foreldri eða forráðamaður að færast í átt að bugun? Ertu allt í einu komin í fjarnám og átt pínu erfitt með að forgangsraða? Eitt af verkefnum náms- og starfsráðgjafa er að aðstoða nemendur við að hrinda úr vegi hindrunum í námi. Nú er staðan sú að nám er að fara fram á breyttan hátt og taka fjölskyldur þátt í námi heimilismanna sem aldrei fyrr. Það er manneskjunni mikilvægt að hafa ákveðna stjórn á eigin lífi. Af orsökum sem öllum eru ljósar höfum við ekki þá stjórn á aðstæðum sem við erum vön og kallar það á aðlögun að breyttum heimi. Í þessum nýju aðstæðum er eftirfarandi hluti af tilverunni: ·Nám grunnskólabarna fer nú að miklu leyti fram heima fyrir, lítið mál fyrir marga en meira en að segja það fyrir aðra. ·Nemendur í 10. bekk standa frammi fyrir að velja nám í framhaldsskóla, opin hús framhaldsskólanna voru blásin af og enginn veit hvenær eða hvort þau verða. ·Nám framhaldsskólanema fer einnig fram heima, margir höndla það vel, en fyrir aðra getur brotthvarfshættan aukist og námslok ollið taugatitringi. ·Háskólanemar og nemendur í framhaldsfræðslu eru orðnir fjarnemar auk þess sem margir eru einnig foreldrar nemenda á öðrum skólastigum og nám allra komið heim í stofu. Þetta er veruleiki sem enginn okkar hafði búið sig undir. Enda stóð þetta ekki til. Þetta er verkefnið, einfalt fyrir einhverja en óendanlega flókið fyrir aðra. Það sem skiptir máli núna er að gera sitt besta og fara ekki á taugum. Við viljum hvetja bæði nemendur og foreldra að hika ekki við að hafa samband við sinn náms- og starfsráðgjafa til að fyrirbyggja vesen eða ef eitthvað fer í hnút. Það er mikilvægt að fólk viti að náms- og starfsráðgjöf er lögboðin þjónusta í grunn- og framhaldsskólum og eiga nemendur því rétt á ráðgjöf frá menntuðum náms- og starfsráðgjöfum. Að lokum er hér einföld uppskrift að námi frá náms- og starfsráðgjafa á þessum ótrúlegu tímum: 1.Halda ró sinni 2.Skipuleggja daginn og ákveða tíma fyrir: a.Nám b.Hreyfingu c.Fleira skemmtilegt 3.Ekki hika við að hafa samband við náms- og starfsráðgjafann ykkar 4.Halda ró sinni Öllu þessu er blandað saman með æðruleysi, dassi af bjartsýni og ímyndunarafli. Bætið í því sem ykkur hentar. Þetta er svo endurtekið eftir þörfum og endurskoðað ef eitthvað í uppskriftinni er ekki að virka. Góðar stundir Helga Tryggvadóttir, formaður Félags náms- og starfsráðgjafa Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ertu foreldri eða forráðamaður að færast í átt að bugun? Ertu allt í einu komin í fjarnám og átt pínu erfitt með að forgangsraða? Eitt af verkefnum náms- og starfsráðgjafa er að aðstoða nemendur við að hrinda úr vegi hindrunum í námi. Nú er staðan sú að nám er að fara fram á breyttan hátt og taka fjölskyldur þátt í námi heimilismanna sem aldrei fyrr. Það er manneskjunni mikilvægt að hafa ákveðna stjórn á eigin lífi. Af orsökum sem öllum eru ljósar höfum við ekki þá stjórn á aðstæðum sem við erum vön og kallar það á aðlögun að breyttum heimi. Í þessum nýju aðstæðum er eftirfarandi hluti af tilverunni: ·Nám grunnskólabarna fer nú að miklu leyti fram heima fyrir, lítið mál fyrir marga en meira en að segja það fyrir aðra. ·Nemendur í 10. bekk standa frammi fyrir að velja nám í framhaldsskóla, opin hús framhaldsskólanna voru blásin af og enginn veit hvenær eða hvort þau verða. ·Nám framhaldsskólanema fer einnig fram heima, margir höndla það vel, en fyrir aðra getur brotthvarfshættan aukist og námslok ollið taugatitringi. ·Háskólanemar og nemendur í framhaldsfræðslu eru orðnir fjarnemar auk þess sem margir eru einnig foreldrar nemenda á öðrum skólastigum og nám allra komið heim í stofu. Þetta er veruleiki sem enginn okkar hafði búið sig undir. Enda stóð þetta ekki til. Þetta er verkefnið, einfalt fyrir einhverja en óendanlega flókið fyrir aðra. Það sem skiptir máli núna er að gera sitt besta og fara ekki á taugum. Við viljum hvetja bæði nemendur og foreldra að hika ekki við að hafa samband við sinn náms- og starfsráðgjafa til að fyrirbyggja vesen eða ef eitthvað fer í hnút. Það er mikilvægt að fólk viti að náms- og starfsráðgjöf er lögboðin þjónusta í grunn- og framhaldsskólum og eiga nemendur því rétt á ráðgjöf frá menntuðum náms- og starfsráðgjöfum. Að lokum er hér einföld uppskrift að námi frá náms- og starfsráðgjafa á þessum ótrúlegu tímum: 1.Halda ró sinni 2.Skipuleggja daginn og ákveða tíma fyrir: a.Nám b.Hreyfingu c.Fleira skemmtilegt 3.Ekki hika við að hafa samband við náms- og starfsráðgjafann ykkar 4.Halda ró sinni Öllu þessu er blandað saman með æðruleysi, dassi af bjartsýni og ímyndunarafli. Bætið í því sem ykkur hentar. Þetta er svo endurtekið eftir þörfum og endurskoðað ef eitthvað í uppskriftinni er ekki að virka. Góðar stundir Helga Tryggvadóttir, formaður Félags náms- og starfsráðgjafa
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar