Fyrir framhaldsskólanemendur – hvað getið þið gert? Bóas Valdórsson skrifar 24. mars 2020 09:00 Fyrir nemendur í skólum landsins er viðbúið og eðlilegt að þessar óvæntu aðstæður sem við upplifum í dag ýti undir óöryggi, áhyggjur og kvíða. Ýmsar spurningar kvikna og svörin við mörgum þeirra liggja ekki fyrir. Það er eitthvað sem við þurfum öll að taka með í reikninginn á meðan við höldum áfram að sinna okkur sjálfum og náminu okkar. Við þurfum að una því að þurfa að bíða með ákveðna hluti, halda öðrum hlutum áfram í breyttu formi og vera þolinmóð og góð við hvort annað. Fyrst og fremst þurfum við að halda ró okkar og ná smá saman að aðlaga okkar dagskrá að breyttum aðstæðum. Það getur verið gott að minna sig á að í miðri óvissunni eru ýmsir hlutir sem við getum gert sem eru líklegir til að hafa uppbyggileg áhrif á okkur og aðra í kringum okkur. Ef þú ert ekki þegar búin/nn að finna leiðir sem henta þér þá eru hérna fyrir neðan fjórir punktar sem gagnlegt gæti verið að hafa í huga á næstu dögum. 1. Skipta deginum upp og taka pásur Höfum í huga hversu lengi við ætlum að læra á hverjum degi. Mikilvægt er að taka pásur og stíga upp frá tölvunni eða bókunum yfir daginn. Ef við vöknum snemma og förum að læra þá þurfum við að muna eftir því að fara í frímínútur. Fara í hádegismat og heyra í vinum okkar yfir daginn. Ef við höfum sinnt náminu vel yfir daginn þá er mikilvægt að taka sér hvíld frá náminu á kvöldin og slaka á. Nám er krefjandi og nemendur leggja sig auðvitað alla fram. Nám er mikilvægt en nám á ekki að vera 24/7 verkefni. 2. Hitta vini og skólafélaga Að sinna náminu að heiman er mun einhæfara en þegar við mætum í skólann. Við hittum færri eða með öðrum hætti og það veldur því að við erum í meiri fjarlægð við annað fólk en við erum vön. Við þurfum hinsvegar á samskiptum og nánd að halda og því er mikilvægt að við missum ekki tengsl við jafnaldra og skólafélaga. Skipuleggið nethittinga, spilakvöld eða brandarkeppni í gegnum fjarfundarbúnað. Leitið leiða til að hittast í samræmi við ráðleggingar og spjallið saman um venjulega hluti og takið veirufríar umræður. 3. Hreyfing í fjarvinnusamhengi Það er líklegt að við hreyfum okkur minna þessa dagana þar sem fjarlægðir eru minni. Við sitjum meira og við mögulega sitjum skakkt þar sem vinnuaðstæður heima eru oft öðruvísi en í skólanum. Þessu þurfum við að bregðast við með því t.d. að fara t.d. í 1-2 göngutúra yfir daginn á meðan við t.d. hlustum á hljóðbók, hlaðvarp eða tónlist. Við gætum líka hringt í vinina okkar og spjallað meðan við hreyfum okkur. Hægt er að setja fram hreyfiáskorun þar sem vinir hver í sínu lagi keppast innbyrðis við að gera daglegar æfingar. Útfærslur á hreyfingu geta haft gríðarlega jákvæð og uppbyggileg áhrif félagslífið okkar sem og einbeitingu, úthald og andlega líðan. 4. Þumalputtareglan 3:1 Í fræðunum hefur verið bent á að neikvæðar tilfinningar eru gjarnan sterkari og hafa stundum áhrif í lengri tíma en jákvæðar tilfinningar. Þess vegna þurfum við alla jafnan á fleiri jákvæðum tilfinningum að halda til að vega upp á móti neikvæðum upplifunum, vanlíðan og áhyggjum. Ágæt þumalputtaregla er að ef við upplifum þrjú jákvæð atriði í lífinu á móti einu neikvæðu þá er líklegt að við eigum auðveldara með að takast á við aðstæðurnar okkar hverju sinni. Við getum því brugðist við krefjandi aðstæðum með því að reyna að minnka umfang neikvæðra áhrifa á lífið okkar eða með því að auka umfang jákvæðra áhrifa. Í því samhengi getur verið gagnlegt að spyrja sig eftirfarandi spurninga og reyna út frá svörunum að finna leiðir til að auka umfang jákvæðra upplifana. - Hvað er að ganga vel hjá mér? - Hvað finnst mér gaman að gera? - Hvað gefur mér kraft og orku? Grundvallar atriði Það er mikilvægt að gleyma ekki að hugsa með uppbyggilegum hætti um sjálfa/nn sig, vini sína og fjölskyldu. Tökum eftir því jákvæða og uppbyggilega í kringum okkur. Förum á tónleika á netinu, höldum netpartý og spilakvöld í gegnum tölvurnar okkar eða síma. Þetta er tímabundið ástand sem við stöndum frammi fyrir og eitt það mikilvægasta sem við getum gert núna er að nálgast lífið með góðum skammti af þolinmæði, leita að nýjum leiðum og gleyma ekki að jákvætt og lausnarmiðað hugarfar hefur aldrei verið mikilvægara en í dag. Gangi þér vel Höfundur er sálfræðingur Menntaskólans við Hamrahlíð og umsjónarmaður á hlaðvarpinu Dótakassinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Fyrir nemendur í skólum landsins er viðbúið og eðlilegt að þessar óvæntu aðstæður sem við upplifum í dag ýti undir óöryggi, áhyggjur og kvíða. Ýmsar spurningar kvikna og svörin við mörgum þeirra liggja ekki fyrir. Það er eitthvað sem við þurfum öll að taka með í reikninginn á meðan við höldum áfram að sinna okkur sjálfum og náminu okkar. Við þurfum að una því að þurfa að bíða með ákveðna hluti, halda öðrum hlutum áfram í breyttu formi og vera þolinmóð og góð við hvort annað. Fyrst og fremst þurfum við að halda ró okkar og ná smá saman að aðlaga okkar dagskrá að breyttum aðstæðum. Það getur verið gott að minna sig á að í miðri óvissunni eru ýmsir hlutir sem við getum gert sem eru líklegir til að hafa uppbyggileg áhrif á okkur og aðra í kringum okkur. Ef þú ert ekki þegar búin/nn að finna leiðir sem henta þér þá eru hérna fyrir neðan fjórir punktar sem gagnlegt gæti verið að hafa í huga á næstu dögum. 1. Skipta deginum upp og taka pásur Höfum í huga hversu lengi við ætlum að læra á hverjum degi. Mikilvægt er að taka pásur og stíga upp frá tölvunni eða bókunum yfir daginn. Ef við vöknum snemma og förum að læra þá þurfum við að muna eftir því að fara í frímínútur. Fara í hádegismat og heyra í vinum okkar yfir daginn. Ef við höfum sinnt náminu vel yfir daginn þá er mikilvægt að taka sér hvíld frá náminu á kvöldin og slaka á. Nám er krefjandi og nemendur leggja sig auðvitað alla fram. Nám er mikilvægt en nám á ekki að vera 24/7 verkefni. 2. Hitta vini og skólafélaga Að sinna náminu að heiman er mun einhæfara en þegar við mætum í skólann. Við hittum færri eða með öðrum hætti og það veldur því að við erum í meiri fjarlægð við annað fólk en við erum vön. Við þurfum hinsvegar á samskiptum og nánd að halda og því er mikilvægt að við missum ekki tengsl við jafnaldra og skólafélaga. Skipuleggið nethittinga, spilakvöld eða brandarkeppni í gegnum fjarfundarbúnað. Leitið leiða til að hittast í samræmi við ráðleggingar og spjallið saman um venjulega hluti og takið veirufríar umræður. 3. Hreyfing í fjarvinnusamhengi Það er líklegt að við hreyfum okkur minna þessa dagana þar sem fjarlægðir eru minni. Við sitjum meira og við mögulega sitjum skakkt þar sem vinnuaðstæður heima eru oft öðruvísi en í skólanum. Þessu þurfum við að bregðast við með því t.d. að fara t.d. í 1-2 göngutúra yfir daginn á meðan við t.d. hlustum á hljóðbók, hlaðvarp eða tónlist. Við gætum líka hringt í vinina okkar og spjallað meðan við hreyfum okkur. Hægt er að setja fram hreyfiáskorun þar sem vinir hver í sínu lagi keppast innbyrðis við að gera daglegar æfingar. Útfærslur á hreyfingu geta haft gríðarlega jákvæð og uppbyggileg áhrif félagslífið okkar sem og einbeitingu, úthald og andlega líðan. 4. Þumalputtareglan 3:1 Í fræðunum hefur verið bent á að neikvæðar tilfinningar eru gjarnan sterkari og hafa stundum áhrif í lengri tíma en jákvæðar tilfinningar. Þess vegna þurfum við alla jafnan á fleiri jákvæðum tilfinningum að halda til að vega upp á móti neikvæðum upplifunum, vanlíðan og áhyggjum. Ágæt þumalputtaregla er að ef við upplifum þrjú jákvæð atriði í lífinu á móti einu neikvæðu þá er líklegt að við eigum auðveldara með að takast á við aðstæðurnar okkar hverju sinni. Við getum því brugðist við krefjandi aðstæðum með því að reyna að minnka umfang neikvæðra áhrifa á lífið okkar eða með því að auka umfang jákvæðra áhrifa. Í því samhengi getur verið gagnlegt að spyrja sig eftirfarandi spurninga og reyna út frá svörunum að finna leiðir til að auka umfang jákvæðra upplifana. - Hvað er að ganga vel hjá mér? - Hvað finnst mér gaman að gera? - Hvað gefur mér kraft og orku? Grundvallar atriði Það er mikilvægt að gleyma ekki að hugsa með uppbyggilegum hætti um sjálfa/nn sig, vini sína og fjölskyldu. Tökum eftir því jákvæða og uppbyggilega í kringum okkur. Förum á tónleika á netinu, höldum netpartý og spilakvöld í gegnum tölvurnar okkar eða síma. Þetta er tímabundið ástand sem við stöndum frammi fyrir og eitt það mikilvægasta sem við getum gert núna er að nálgast lífið með góðum skammti af þolinmæði, leita að nýjum leiðum og gleyma ekki að jákvætt og lausnarmiðað hugarfar hefur aldrei verið mikilvægara en í dag. Gangi þér vel Höfundur er sálfræðingur Menntaskólans við Hamrahlíð og umsjónarmaður á hlaðvarpinu Dótakassinn.
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar