Fyrir framhaldsskólanemendur – hvað getið þið gert? Bóas Valdórsson skrifar 24. mars 2020 09:00 Fyrir nemendur í skólum landsins er viðbúið og eðlilegt að þessar óvæntu aðstæður sem við upplifum í dag ýti undir óöryggi, áhyggjur og kvíða. Ýmsar spurningar kvikna og svörin við mörgum þeirra liggja ekki fyrir. Það er eitthvað sem við þurfum öll að taka með í reikninginn á meðan við höldum áfram að sinna okkur sjálfum og náminu okkar. Við þurfum að una því að þurfa að bíða með ákveðna hluti, halda öðrum hlutum áfram í breyttu formi og vera þolinmóð og góð við hvort annað. Fyrst og fremst þurfum við að halda ró okkar og ná smá saman að aðlaga okkar dagskrá að breyttum aðstæðum. Það getur verið gott að minna sig á að í miðri óvissunni eru ýmsir hlutir sem við getum gert sem eru líklegir til að hafa uppbyggileg áhrif á okkur og aðra í kringum okkur. Ef þú ert ekki þegar búin/nn að finna leiðir sem henta þér þá eru hérna fyrir neðan fjórir punktar sem gagnlegt gæti verið að hafa í huga á næstu dögum. 1. Skipta deginum upp og taka pásur Höfum í huga hversu lengi við ætlum að læra á hverjum degi. Mikilvægt er að taka pásur og stíga upp frá tölvunni eða bókunum yfir daginn. Ef við vöknum snemma og förum að læra þá þurfum við að muna eftir því að fara í frímínútur. Fara í hádegismat og heyra í vinum okkar yfir daginn. Ef við höfum sinnt náminu vel yfir daginn þá er mikilvægt að taka sér hvíld frá náminu á kvöldin og slaka á. Nám er krefjandi og nemendur leggja sig auðvitað alla fram. Nám er mikilvægt en nám á ekki að vera 24/7 verkefni. 2. Hitta vini og skólafélaga Að sinna náminu að heiman er mun einhæfara en þegar við mætum í skólann. Við hittum færri eða með öðrum hætti og það veldur því að við erum í meiri fjarlægð við annað fólk en við erum vön. Við þurfum hinsvegar á samskiptum og nánd að halda og því er mikilvægt að við missum ekki tengsl við jafnaldra og skólafélaga. Skipuleggið nethittinga, spilakvöld eða brandarkeppni í gegnum fjarfundarbúnað. Leitið leiða til að hittast í samræmi við ráðleggingar og spjallið saman um venjulega hluti og takið veirufríar umræður. 3. Hreyfing í fjarvinnusamhengi Það er líklegt að við hreyfum okkur minna þessa dagana þar sem fjarlægðir eru minni. Við sitjum meira og við mögulega sitjum skakkt þar sem vinnuaðstæður heima eru oft öðruvísi en í skólanum. Þessu þurfum við að bregðast við með því t.d. að fara t.d. í 1-2 göngutúra yfir daginn á meðan við t.d. hlustum á hljóðbók, hlaðvarp eða tónlist. Við gætum líka hringt í vinina okkar og spjallað meðan við hreyfum okkur. Hægt er að setja fram hreyfiáskorun þar sem vinir hver í sínu lagi keppast innbyrðis við að gera daglegar æfingar. Útfærslur á hreyfingu geta haft gríðarlega jákvæð og uppbyggileg áhrif félagslífið okkar sem og einbeitingu, úthald og andlega líðan. 4. Þumalputtareglan 3:1 Í fræðunum hefur verið bent á að neikvæðar tilfinningar eru gjarnan sterkari og hafa stundum áhrif í lengri tíma en jákvæðar tilfinningar. Þess vegna þurfum við alla jafnan á fleiri jákvæðum tilfinningum að halda til að vega upp á móti neikvæðum upplifunum, vanlíðan og áhyggjum. Ágæt þumalputtaregla er að ef við upplifum þrjú jákvæð atriði í lífinu á móti einu neikvæðu þá er líklegt að við eigum auðveldara með að takast á við aðstæðurnar okkar hverju sinni. Við getum því brugðist við krefjandi aðstæðum með því að reyna að minnka umfang neikvæðra áhrifa á lífið okkar eða með því að auka umfang jákvæðra áhrifa. Í því samhengi getur verið gagnlegt að spyrja sig eftirfarandi spurninga og reyna út frá svörunum að finna leiðir til að auka umfang jákvæðra upplifana. - Hvað er að ganga vel hjá mér? - Hvað finnst mér gaman að gera? - Hvað gefur mér kraft og orku? Grundvallar atriði Það er mikilvægt að gleyma ekki að hugsa með uppbyggilegum hætti um sjálfa/nn sig, vini sína og fjölskyldu. Tökum eftir því jákvæða og uppbyggilega í kringum okkur. Förum á tónleika á netinu, höldum netpartý og spilakvöld í gegnum tölvurnar okkar eða síma. Þetta er tímabundið ástand sem við stöndum frammi fyrir og eitt það mikilvægasta sem við getum gert núna er að nálgast lífið með góðum skammti af þolinmæði, leita að nýjum leiðum og gleyma ekki að jákvætt og lausnarmiðað hugarfar hefur aldrei verið mikilvægara en í dag. Gangi þér vel Höfundur er sálfræðingur Menntaskólans við Hamrahlíð og umsjónarmaður á hlaðvarpinu Dótakassinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Fyrir nemendur í skólum landsins er viðbúið og eðlilegt að þessar óvæntu aðstæður sem við upplifum í dag ýti undir óöryggi, áhyggjur og kvíða. Ýmsar spurningar kvikna og svörin við mörgum þeirra liggja ekki fyrir. Það er eitthvað sem við þurfum öll að taka með í reikninginn á meðan við höldum áfram að sinna okkur sjálfum og náminu okkar. Við þurfum að una því að þurfa að bíða með ákveðna hluti, halda öðrum hlutum áfram í breyttu formi og vera þolinmóð og góð við hvort annað. Fyrst og fremst þurfum við að halda ró okkar og ná smá saman að aðlaga okkar dagskrá að breyttum aðstæðum. Það getur verið gott að minna sig á að í miðri óvissunni eru ýmsir hlutir sem við getum gert sem eru líklegir til að hafa uppbyggileg áhrif á okkur og aðra í kringum okkur. Ef þú ert ekki þegar búin/nn að finna leiðir sem henta þér þá eru hérna fyrir neðan fjórir punktar sem gagnlegt gæti verið að hafa í huga á næstu dögum. 1. Skipta deginum upp og taka pásur Höfum í huga hversu lengi við ætlum að læra á hverjum degi. Mikilvægt er að taka pásur og stíga upp frá tölvunni eða bókunum yfir daginn. Ef við vöknum snemma og förum að læra þá þurfum við að muna eftir því að fara í frímínútur. Fara í hádegismat og heyra í vinum okkar yfir daginn. Ef við höfum sinnt náminu vel yfir daginn þá er mikilvægt að taka sér hvíld frá náminu á kvöldin og slaka á. Nám er krefjandi og nemendur leggja sig auðvitað alla fram. Nám er mikilvægt en nám á ekki að vera 24/7 verkefni. 2. Hitta vini og skólafélaga Að sinna náminu að heiman er mun einhæfara en þegar við mætum í skólann. Við hittum færri eða með öðrum hætti og það veldur því að við erum í meiri fjarlægð við annað fólk en við erum vön. Við þurfum hinsvegar á samskiptum og nánd að halda og því er mikilvægt að við missum ekki tengsl við jafnaldra og skólafélaga. Skipuleggið nethittinga, spilakvöld eða brandarkeppni í gegnum fjarfundarbúnað. Leitið leiða til að hittast í samræmi við ráðleggingar og spjallið saman um venjulega hluti og takið veirufríar umræður. 3. Hreyfing í fjarvinnusamhengi Það er líklegt að við hreyfum okkur minna þessa dagana þar sem fjarlægðir eru minni. Við sitjum meira og við mögulega sitjum skakkt þar sem vinnuaðstæður heima eru oft öðruvísi en í skólanum. Þessu þurfum við að bregðast við með því t.d. að fara t.d. í 1-2 göngutúra yfir daginn á meðan við t.d. hlustum á hljóðbók, hlaðvarp eða tónlist. Við gætum líka hringt í vinina okkar og spjallað meðan við hreyfum okkur. Hægt er að setja fram hreyfiáskorun þar sem vinir hver í sínu lagi keppast innbyrðis við að gera daglegar æfingar. Útfærslur á hreyfingu geta haft gríðarlega jákvæð og uppbyggileg áhrif félagslífið okkar sem og einbeitingu, úthald og andlega líðan. 4. Þumalputtareglan 3:1 Í fræðunum hefur verið bent á að neikvæðar tilfinningar eru gjarnan sterkari og hafa stundum áhrif í lengri tíma en jákvæðar tilfinningar. Þess vegna þurfum við alla jafnan á fleiri jákvæðum tilfinningum að halda til að vega upp á móti neikvæðum upplifunum, vanlíðan og áhyggjum. Ágæt þumalputtaregla er að ef við upplifum þrjú jákvæð atriði í lífinu á móti einu neikvæðu þá er líklegt að við eigum auðveldara með að takast á við aðstæðurnar okkar hverju sinni. Við getum því brugðist við krefjandi aðstæðum með því að reyna að minnka umfang neikvæðra áhrifa á lífið okkar eða með því að auka umfang jákvæðra áhrifa. Í því samhengi getur verið gagnlegt að spyrja sig eftirfarandi spurninga og reyna út frá svörunum að finna leiðir til að auka umfang jákvæðra upplifana. - Hvað er að ganga vel hjá mér? - Hvað finnst mér gaman að gera? - Hvað gefur mér kraft og orku? Grundvallar atriði Það er mikilvægt að gleyma ekki að hugsa með uppbyggilegum hætti um sjálfa/nn sig, vini sína og fjölskyldu. Tökum eftir því jákvæða og uppbyggilega í kringum okkur. Förum á tónleika á netinu, höldum netpartý og spilakvöld í gegnum tölvurnar okkar eða síma. Þetta er tímabundið ástand sem við stöndum frammi fyrir og eitt það mikilvægasta sem við getum gert núna er að nálgast lífið með góðum skammti af þolinmæði, leita að nýjum leiðum og gleyma ekki að jákvætt og lausnarmiðað hugarfar hefur aldrei verið mikilvægara en í dag. Gangi þér vel Höfundur er sálfræðingur Menntaskólans við Hamrahlíð og umsjónarmaður á hlaðvarpinu Dótakassinn.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar