Hert samkomubann hefur nú tekið gildi Eiður Þór Árnason og Erla Björg Gunnarsdóttir skrifa 24. mars 2020 00:00 Kringlan á fyrsta degi samkomubanns. Vísir/vilhelm Hert samkomubann tók gildi nú á miðnætti sem felur í sér að almennt verður óheimilt fyrir fleiri en tuttugu manns að vera í sama rými. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti nýju tilmælin síðasta laugardag og taka þau mið af tillögu sóttvarnarlæknis. Er takmörkununum ætlað að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Enn er lögð áhersla á að nánd milli fólks verði ekki minni en tveir metrar og í allri starfsemi verður að tryggja að hægt sé að hafa minnst tvo metra á milli einstaklinga. Sjá einnig: Samkomubannið hert: Ekki fleiri en 20 manns á sama stað Í matvörubúðum og apótekum verður áfram heimilt að hafa allt að hundrað manns inn í einu, að því gefnu að hægt sé að halda minnst tveggja metra fjarlægð milli fólks. Sundlaugum, líkamsræktarstöðvum, skemmtistöðum, spilasölum, spilakössum og söfnum verður lokað meðan á þessum takmörkunum stendur og á það einnig við um starfsemi eða þjónustu sem krefst mikillar nálægðar. Þar undir fellur allt íþróttastarf og einnig allar hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur og önnur sambærileg starfsemi. Bannið þyngir róðurinn Ljóst er að hertara samkomubann mun þyngja verulega róðurinn hjá fyrirtækjum í verslun og þjónustu. Mörgum þarf að loka og önnur reyna að sníða stakk eftir vexti. Yfirvöld munu ekki hika við að beita viðurlögum ef reglum verður ekki fylgt. Hertara samkomubann nær einnig til tannlækna sem sjá fram á talsvert tekjutap. „Neyðartilvikum verður enn þá sinnt en þetta reglulega eftirlit, tannhreinsun, viðgerðir og svona sem kannski telst ekki til brýnna nauðsynja akkúrat núna og má fresta um einhverjar vikur, því verður frestað,“ sagði Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands, í samtali við fréttastofu. Almannavarnir skilgreina Kringluna eins og miðbæ Reykjavíkur. Þar gilda ekki fjöldatakmarkanir í almennum rýmum en sameiginlegum seturýmum verður lokað, til dæmis á Stjörnutorgi. Hvernig er hljóðið í kaupmönnum? „Já það er náttúrulega búið að vera miklar áhyggjur í gangi, eðlilega, tekjufall er mikið en engu að síður hafa þessar aðgerðir stjórnvalda, þær hafa sefað áhyggjur manna og menn svona sjá það að það er samstaða um það að taka þetta verkefni saman,“ sagði Sigurjón Örn Þórisson, framkvæmdastjóri Kringlunnar í samtali við fréttastofu. Staðir með veitingaleyfi fá að vera opnir Samkomubann gildir um staði sem hafa eingöngu skemmtanaleyfi en þeir sem hafa veitingaleyfi geta haft opið til klukkan 23 en þurfa að útfæra þjónustuna eftir tuttugu manna hámarksreglunni. Það er því ljóst að margir staðir muni loka og má segja að djammið sé komið í sóttkví. Gleðipinnar reka 25 veitingastaði og er áætlað er að halda hluta þeirra opnum. „Við munum þá reyna að leggja meiri áherslu á takeaway og heimsendingar næstu daga og vikur eins og hægt er,“ sagði Jóhannes Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri Gleðipinna, sem er komið í samstarf við Hreyfil um að koma matnum heim til fólks. „Þetta er ólíkt öllu öðru sem maður hefur upplifað en þess þó heldur mikilvægt að reyna að halda í gleðina og reyna að horfa í gegnum skaflinn, þetta tekur enda,“ bætti Jóhannes við. Samkomubannið mun nú einnig gilda á hárgreiðslustofum og verður öllum síkum gert að loka næstu vikurnar. Því má fastlega gera ráð fyrir því að mikið álag verði á hárgreiðslustofum landsins að samkomubanni loknu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Óvissa með námsmat vegna kórónuveirunnar hefur aukið kvíða stúdenta Fyrstu niðurstöður úr könnun Stúdentaráðs benda til þess að áhrif kórónuveirunnar hafi verulega neikvæð áhrif á líðan nemenda við skólann. 23. mars 2020 21:17 IKEA lokað um óákveðinn tíma vegna kórónuveirunnar Verslun IKEA í Garðabæ verður lokað frá og með morgundeginum. 23. mars 2020 19:05 Fjöldi foreldra kýs að halda börnum sínum heima Fjöldi foreldra kýs að halda börnum sínum heima í sjálfskipaðri sóttkví. Í dag fóru leik- og grunnskólar að forgangsraða í skólavist eftir störfum foreldra. 23. mars 2020 20:03 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Hert samkomubann tók gildi nú á miðnætti sem felur í sér að almennt verður óheimilt fyrir fleiri en tuttugu manns að vera í sama rými. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti nýju tilmælin síðasta laugardag og taka þau mið af tillögu sóttvarnarlæknis. Er takmörkununum ætlað að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Enn er lögð áhersla á að nánd milli fólks verði ekki minni en tveir metrar og í allri starfsemi verður að tryggja að hægt sé að hafa minnst tvo metra á milli einstaklinga. Sjá einnig: Samkomubannið hert: Ekki fleiri en 20 manns á sama stað Í matvörubúðum og apótekum verður áfram heimilt að hafa allt að hundrað manns inn í einu, að því gefnu að hægt sé að halda minnst tveggja metra fjarlægð milli fólks. Sundlaugum, líkamsræktarstöðvum, skemmtistöðum, spilasölum, spilakössum og söfnum verður lokað meðan á þessum takmörkunum stendur og á það einnig við um starfsemi eða þjónustu sem krefst mikillar nálægðar. Þar undir fellur allt íþróttastarf og einnig allar hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur og önnur sambærileg starfsemi. Bannið þyngir róðurinn Ljóst er að hertara samkomubann mun þyngja verulega róðurinn hjá fyrirtækjum í verslun og þjónustu. Mörgum þarf að loka og önnur reyna að sníða stakk eftir vexti. Yfirvöld munu ekki hika við að beita viðurlögum ef reglum verður ekki fylgt. Hertara samkomubann nær einnig til tannlækna sem sjá fram á talsvert tekjutap. „Neyðartilvikum verður enn þá sinnt en þetta reglulega eftirlit, tannhreinsun, viðgerðir og svona sem kannski telst ekki til brýnna nauðsynja akkúrat núna og má fresta um einhverjar vikur, því verður frestað,“ sagði Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands, í samtali við fréttastofu. Almannavarnir skilgreina Kringluna eins og miðbæ Reykjavíkur. Þar gilda ekki fjöldatakmarkanir í almennum rýmum en sameiginlegum seturýmum verður lokað, til dæmis á Stjörnutorgi. Hvernig er hljóðið í kaupmönnum? „Já það er náttúrulega búið að vera miklar áhyggjur í gangi, eðlilega, tekjufall er mikið en engu að síður hafa þessar aðgerðir stjórnvalda, þær hafa sefað áhyggjur manna og menn svona sjá það að það er samstaða um það að taka þetta verkefni saman,“ sagði Sigurjón Örn Þórisson, framkvæmdastjóri Kringlunnar í samtali við fréttastofu. Staðir með veitingaleyfi fá að vera opnir Samkomubann gildir um staði sem hafa eingöngu skemmtanaleyfi en þeir sem hafa veitingaleyfi geta haft opið til klukkan 23 en þurfa að útfæra þjónustuna eftir tuttugu manna hámarksreglunni. Það er því ljóst að margir staðir muni loka og má segja að djammið sé komið í sóttkví. Gleðipinnar reka 25 veitingastaði og er áætlað er að halda hluta þeirra opnum. „Við munum þá reyna að leggja meiri áherslu á takeaway og heimsendingar næstu daga og vikur eins og hægt er,“ sagði Jóhannes Ásbjörnsson, framkvæmdastjóri Gleðipinna, sem er komið í samstarf við Hreyfil um að koma matnum heim til fólks. „Þetta er ólíkt öllu öðru sem maður hefur upplifað en þess þó heldur mikilvægt að reyna að halda í gleðina og reyna að horfa í gegnum skaflinn, þetta tekur enda,“ bætti Jóhannes við. Samkomubannið mun nú einnig gilda á hárgreiðslustofum og verður öllum síkum gert að loka næstu vikurnar. Því má fastlega gera ráð fyrir því að mikið álag verði á hárgreiðslustofum landsins að samkomubanni loknu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Almannavarnir Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Óvissa með námsmat vegna kórónuveirunnar hefur aukið kvíða stúdenta Fyrstu niðurstöður úr könnun Stúdentaráðs benda til þess að áhrif kórónuveirunnar hafi verulega neikvæð áhrif á líðan nemenda við skólann. 23. mars 2020 21:17 IKEA lokað um óákveðinn tíma vegna kórónuveirunnar Verslun IKEA í Garðabæ verður lokað frá og með morgundeginum. 23. mars 2020 19:05 Fjöldi foreldra kýs að halda börnum sínum heima Fjöldi foreldra kýs að halda börnum sínum heima í sjálfskipaðri sóttkví. Í dag fóru leik- og grunnskólar að forgangsraða í skólavist eftir störfum foreldra. 23. mars 2020 20:03 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Óvissa með námsmat vegna kórónuveirunnar hefur aukið kvíða stúdenta Fyrstu niðurstöður úr könnun Stúdentaráðs benda til þess að áhrif kórónuveirunnar hafi verulega neikvæð áhrif á líðan nemenda við skólann. 23. mars 2020 21:17
IKEA lokað um óákveðinn tíma vegna kórónuveirunnar Verslun IKEA í Garðabæ verður lokað frá og með morgundeginum. 23. mars 2020 19:05
Fjöldi foreldra kýs að halda börnum sínum heima Fjöldi foreldra kýs að halda börnum sínum heima í sjálfskipaðri sóttkví. Í dag fóru leik- og grunnskólar að forgangsraða í skólavist eftir störfum foreldra. 23. mars 2020 20:03