IKEA lokað um óákveðinn tíma vegna kórónuveirunnar Eiður Þór Árnason skrifar 23. mars 2020 19:05 Ekki verður mikið um heimsóknir í IKEA á næstunni. Vísir/HANNa Verslun IKEA í Garðabæ verður lokað í kvöld og mun hún ekki opna aftur fyrr en aðstæður leyfa annað. Hert samkomubann tekur gildi nú á miðnætti en það felur í meginatriðum í sér bann við því að fleiri en tuttugu manns komi saman í einu rými. Með þessu vilja forsvarsmenn IKEA fara að tilmælum yfirvalda og með því tryggja öryggi starfsfólks og viðskiptavina. Að sögn Guðnýjar Camillu Aradóttur, sem er yfir samskiptamálum hjá fyrirtækinu, höfðu stjórnendur IKEA hér á landi reynt að hugsa fram í tímann og miðaðist möguleg lokun verslunarinnar alltaf við þá fjöldatakmörkun sem stjórnvöld myndu leggja á. „Miðað við þetta marga þá gengur þetta bara ekki upp að verslunina opna og að sjálfsögðu ekki veitingastaðinn, þannig að þessi ákvörðun lá beint fyrir miðað við fréttir gærdagsins.“ Gripið var til sérstakra ráðstafanna eftir að fyrra samkomubannið tók gildi sem miðaðist við hundrað manns og tókst IKEA að halda stórverslun sinni opinni. Þá var rýminu skipt niður í sex svæði, talið inn í verslunina og viðskiptavinir beðnir um að virða tveggja metra regluna í hvívetna. Ljóst er að slíkar aðgerðir myndu ekki duga til að framfylgja hertum fjöldatakmörkunum. Enn verður hægt að sækja vörur sem pantaðar eru í netverslun fyrirtækisins, að sögn Guðnýjar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) IKEA Garðabær Samkomubann á Íslandi Mest lesið Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Verslun IKEA í Garðabæ verður lokað í kvöld og mun hún ekki opna aftur fyrr en aðstæður leyfa annað. Hert samkomubann tekur gildi nú á miðnætti en það felur í meginatriðum í sér bann við því að fleiri en tuttugu manns komi saman í einu rými. Með þessu vilja forsvarsmenn IKEA fara að tilmælum yfirvalda og með því tryggja öryggi starfsfólks og viðskiptavina. Að sögn Guðnýjar Camillu Aradóttur, sem er yfir samskiptamálum hjá fyrirtækinu, höfðu stjórnendur IKEA hér á landi reynt að hugsa fram í tímann og miðaðist möguleg lokun verslunarinnar alltaf við þá fjöldatakmörkun sem stjórnvöld myndu leggja á. „Miðað við þetta marga þá gengur þetta bara ekki upp að verslunina opna og að sjálfsögðu ekki veitingastaðinn, þannig að þessi ákvörðun lá beint fyrir miðað við fréttir gærdagsins.“ Gripið var til sérstakra ráðstafanna eftir að fyrra samkomubannið tók gildi sem miðaðist við hundrað manns og tókst IKEA að halda stórverslun sinni opinni. Þá var rýminu skipt niður í sex svæði, talið inn í verslunina og viðskiptavinir beðnir um að virða tveggja metra regluna í hvívetna. Ljóst er að slíkar aðgerðir myndu ekki duga til að framfylgja hertum fjöldatakmörkunum. Enn verður hægt að sækja vörur sem pantaðar eru í netverslun fyrirtækisins, að sögn Guðnýjar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) IKEA Garðabær Samkomubann á Íslandi Mest lesið Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur