Handbolti

Sportið í dag: Íþróttahús ÍR skreytt á einstakan hátt | Myndband

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Í bakgrunn má sjá listaverkið sem býður fólk velkomið í Austurberg.
Í bakgrunn má sjá listaverkið sem býður fólk velkomið í Austurberg. Vísir/Skjáskot

Sportið í dag er þáttur í umsjón þeirra Henry Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar. Á föstudaginn var heimsótti Henry Birgir íþróttahúsið magnaða Austurberg sem staðsett er í Breiðholti.

Þar leikur handknattleiksdeild ÍR leiki sína en þar sem það eru engir leikir né æfingar í húsinu þessa dagana vegna samkomubanns sökum kórónuveirunnar þá hafa Breiðhyltingar ákveðið að skreyta húsið að innan.

Í spilaranum hér að neðan má sjá þetta skemmtilega innslag sem og hvernig er verið að skreyta húsið en það verður að teljast einkar óvanalegt, allavega þegar kemur að íþróttamannvirkjum.

Klippa: Heimsókn í Austurbergið

Tengdar fréttir

Okkar plan hélt og synd að leikurinn fari ekki fram

„Þetta er búið að kosta sitt og það er synd að leikurinn fari ekki fram,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli, en honum og hans fólki hefur tekist að gera völlinn kláran fyrir leik Íslands og Rúmeníu sem nú hefur verið frestað.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.