Dallas Mavericks setti nýtt NBA met með því að vinna fyrri hálfleikinn 77-27 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2020 07:31 Luka Doncic fagnar körfu í upprúllun Dallas Mavericks liðsins á Los Angeles Clippers. AP/Kyusung Gong Þrjú lið eru frekar óvænt ósigruð í þremur fyrstu leikjum sínum í NBA-deildinni í körfubolta eftir leiki næturinnar. Los Angeles Clippers tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í NBA í nótt og það með sögulegum hætti en nágrannar þeirra í Los Angeles Lakers áttu ekki í miklum vandræðum með Minnesota Timberwolves. Golden State Warriors vann sinn fyrsta leik á leiktíðinni en Orlando Magic, Cleveland Cavaliers og Indiana Pacers hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína. 13 PTS, 6 REB, 4 AST.. all in a quarter's work for Luka.@dallasmavs | @NBATV pic.twitter.com/LfA1IDEu3s— NBA (@NBA) December 27, 2020 Dallas Mavericks burstaði Los Angeles Clippers 124-73 en á meðan Clippers hafði unnið tvo fyrstu leiki sína hafði Dallas tapað báðum sínum. Dallas Mavericks setti nýtt NBA met með því að vera fimmtíu stigum yfir í hálfleik, 77-27. Ótrúlegar tölur en Clippers lék án Kawhi Leonard. Gamla metið var 47 stigs forysta í hálfleik og var það síðan 1991 (Golden State Warriors á móti Sacramento Kings). Luka Doncic var með 25 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar á 26 mínútum fyrir Dallas og Josh Richardson skoraði 21 stig. Paul George var stigahæstur hjá LA Clippers með 15 stig en spilaði ekkert í seinni hálfleiknum. Gasol to LBJ for the 2-handed on @NBATV! pic.twitter.com/HiIv7F66oj— NBA (@NBA) December 28, 2020 Los Angeles Lakers lék án Anthony Davis sem er að glíma við meiðsli í kálfa en það kom ekki að sök því liðið rúllaði upp Minnesota Timberwolves 127-91. Kyle Kuzma var stigahæstur með 20 stig en LeBron James var með 19 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar á 26 mínútum. Marc Gasol var með 12 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst á aðeins 21 mínútu. Career-high 26 PTS for @MarkelleF (10 in 4Q) to lead the @OrlandoMagic comeback W! #KiaTipOff20 pic.twitter.com/qFRwA7CiDn— NBA (@NBA) December 28, 2020 Markelle Fultz og Terrence Ross skoruðu 26 stig hvor þegar Orlando Magic vann 120-113 sigur á Washington Wizards en Magic liðið hefur þar með unnið þrjá fyrstu leiki sína í fyrsta sinn síðan 2009-10 tímabilið. Þjálfarinn er samt ekki sáttur. „Við höfum spilað þrjá góða lokaleikhluta. Við gætum auðveldlega verið 0-3,“ sagði Steve Clifford, þjálfari Orlando Magic. A bit of everything from @AndreDrummond as the @cavs move to 3-0! #KiaTipOff20 24 PTS | 14 REB | 3 STL | 2 BLK pic.twitter.com/aZfBbR2NrQ— NBA (@NBA) December 28, 2020 Cleveland Cavaliers er líka búið að vinna þrjá fyrstu leiki sína eftir að liðið burstaði Philadelphia 76ers 118-94. Andre Drummond var með 25 stig og 14 fráköst og Collin Sexton skoraði 22 stig fyrir Cleveland sem vann aðeins 19 af 65 leikjum sínum á síðustu leiktíð. Þetta er fyrsta 3-0 byrjun Cavs frá 2016-17 tímabilinu. Joel Embiid var ekki með 76ers sem tapaði sínum fyrsta leik. Domantis Sabontis skoraði sigurkörfuna þegar Indiana Pacers vann 108-107 sigur á Boston Celtics en Indiana hefur þar með unnið þrjá fyrstu leiki sína. Malcolm Brogdon skoraði 25 stig fyrir Indiana sem er 3-0 í fyrsta sinn síðan 2013-14 tímabilið. Sabontis var með 19 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar. Julius Randle is up to 26 PTS, 14 REB and 7 AST. #PhantomCam x #KiaTipOff20 x @nyknicks pic.twitter.com/TkenbrsLZ3— NBA (@NBA) December 28, 2020 New York Knicks var fyrsta liðið til að vinna Milwaukee Bucks en Knicks burstaði leik liðanna 130-110 í fyrsta sigri þess undir stjórn Tom Thibodeau. Julius Randle var með 29 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar en Elfrid Payton skoraði 27 stig. Giannis Antetokounmpo var með 27 stig og 13 fráköst hjá Bucks liðinu. DAMION LEE WINS IT FOR THE @WARRIORS! pic.twitter.com/SxmewF4DKR— NBA (@NBA) December 28, 2020 Damion Lee tryggði Golden State Warriors 129-128 sigur á Chicago Bulls með þriggja stiga körfu 1,7 sekúndum fyrir leikslok en þetta var fyrsti sigur liðsins á leiktíðinni. Stephen Curry skoraði 36 stig í leiknum fyrir Golden State og Andrew Wiggins var með 19 stig. 36 for Steph! @StephenCurry30 (36 PTS, 6 AST, 2 STL, 2 BLK) leads the @warriors to the comeback win. #KiaTipOff20 pic.twitter.com/rivFprzS8y— NBA (@NBA) December 28, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers-Dallas Mavericks 74-124 Charlotte Hornets - Brooklyn Nets 106-104 Washington Wizards - Orlando Magic 113-120 New Orleans Pelicans - San Antonio Spurs 98-95 Cleveland Cavaliers - Philadelphia 76ers 118-94 New York Knicks - Milwaukee Bucks 130-110 Indiana Pacers - Boston Celtics 108-107 Chicago Bulls - Golden State Warriors 128-129 Sacramento Kings - Phoenix Suns 100-116 Los Angeles Lakers - Minnesota Timberwolves 127-91 NBA Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Los Angeles Clippers tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í NBA í nótt og það með sögulegum hætti en nágrannar þeirra í Los Angeles Lakers áttu ekki í miklum vandræðum með Minnesota Timberwolves. Golden State Warriors vann sinn fyrsta leik á leiktíðinni en Orlando Magic, Cleveland Cavaliers og Indiana Pacers hafa unnið þrjá fyrstu leiki sína. 13 PTS, 6 REB, 4 AST.. all in a quarter's work for Luka.@dallasmavs | @NBATV pic.twitter.com/LfA1IDEu3s— NBA (@NBA) December 27, 2020 Dallas Mavericks burstaði Los Angeles Clippers 124-73 en á meðan Clippers hafði unnið tvo fyrstu leiki sína hafði Dallas tapað báðum sínum. Dallas Mavericks setti nýtt NBA met með því að vera fimmtíu stigum yfir í hálfleik, 77-27. Ótrúlegar tölur en Clippers lék án Kawhi Leonard. Gamla metið var 47 stigs forysta í hálfleik og var það síðan 1991 (Golden State Warriors á móti Sacramento Kings). Luka Doncic var með 25 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar á 26 mínútum fyrir Dallas og Josh Richardson skoraði 21 stig. Paul George var stigahæstur hjá LA Clippers með 15 stig en spilaði ekkert í seinni hálfleiknum. Gasol to LBJ for the 2-handed on @NBATV! pic.twitter.com/HiIv7F66oj— NBA (@NBA) December 28, 2020 Los Angeles Lakers lék án Anthony Davis sem er að glíma við meiðsli í kálfa en það kom ekki að sök því liðið rúllaði upp Minnesota Timberwolves 127-91. Kyle Kuzma var stigahæstur með 20 stig en LeBron James var með 19 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar á 26 mínútum. Marc Gasol var með 12 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst á aðeins 21 mínútu. Career-high 26 PTS for @MarkelleF (10 in 4Q) to lead the @OrlandoMagic comeback W! #KiaTipOff20 pic.twitter.com/qFRwA7CiDn— NBA (@NBA) December 28, 2020 Markelle Fultz og Terrence Ross skoruðu 26 stig hvor þegar Orlando Magic vann 120-113 sigur á Washington Wizards en Magic liðið hefur þar með unnið þrjá fyrstu leiki sína í fyrsta sinn síðan 2009-10 tímabilið. Þjálfarinn er samt ekki sáttur. „Við höfum spilað þrjá góða lokaleikhluta. Við gætum auðveldlega verið 0-3,“ sagði Steve Clifford, þjálfari Orlando Magic. A bit of everything from @AndreDrummond as the @cavs move to 3-0! #KiaTipOff20 24 PTS | 14 REB | 3 STL | 2 BLK pic.twitter.com/aZfBbR2NrQ— NBA (@NBA) December 28, 2020 Cleveland Cavaliers er líka búið að vinna þrjá fyrstu leiki sína eftir að liðið burstaði Philadelphia 76ers 118-94. Andre Drummond var með 25 stig og 14 fráköst og Collin Sexton skoraði 22 stig fyrir Cleveland sem vann aðeins 19 af 65 leikjum sínum á síðustu leiktíð. Þetta er fyrsta 3-0 byrjun Cavs frá 2016-17 tímabilinu. Joel Embiid var ekki með 76ers sem tapaði sínum fyrsta leik. Domantis Sabontis skoraði sigurkörfuna þegar Indiana Pacers vann 108-107 sigur á Boston Celtics en Indiana hefur þar með unnið þrjá fyrstu leiki sína. Malcolm Brogdon skoraði 25 stig fyrir Indiana sem er 3-0 í fyrsta sinn síðan 2013-14 tímabilið. Sabontis var með 19 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar. Julius Randle is up to 26 PTS, 14 REB and 7 AST. #PhantomCam x #KiaTipOff20 x @nyknicks pic.twitter.com/TkenbrsLZ3— NBA (@NBA) December 28, 2020 New York Knicks var fyrsta liðið til að vinna Milwaukee Bucks en Knicks burstaði leik liðanna 130-110 í fyrsta sigri þess undir stjórn Tom Thibodeau. Julius Randle var með 29 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar en Elfrid Payton skoraði 27 stig. Giannis Antetokounmpo var með 27 stig og 13 fráköst hjá Bucks liðinu. DAMION LEE WINS IT FOR THE @WARRIORS! pic.twitter.com/SxmewF4DKR— NBA (@NBA) December 28, 2020 Damion Lee tryggði Golden State Warriors 129-128 sigur á Chicago Bulls með þriggja stiga körfu 1,7 sekúndum fyrir leikslok en þetta var fyrsti sigur liðsins á leiktíðinni. Stephen Curry skoraði 36 stig í leiknum fyrir Golden State og Andrew Wiggins var með 19 stig. 36 for Steph! @StephenCurry30 (36 PTS, 6 AST, 2 STL, 2 BLK) leads the @warriors to the comeback win. #KiaTipOff20 pic.twitter.com/rivFprzS8y— NBA (@NBA) December 28, 2020 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers-Dallas Mavericks 74-124 Charlotte Hornets - Brooklyn Nets 106-104 Washington Wizards - Orlando Magic 113-120 New Orleans Pelicans - San Antonio Spurs 98-95 Cleveland Cavaliers - Philadelphia 76ers 118-94 New York Knicks - Milwaukee Bucks 130-110 Indiana Pacers - Boston Celtics 108-107 Chicago Bulls - Golden State Warriors 128-129 Sacramento Kings - Phoenix Suns 100-116 Los Angeles Lakers - Minnesota Timberwolves 127-91
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers-Dallas Mavericks 74-124 Charlotte Hornets - Brooklyn Nets 106-104 Washington Wizards - Orlando Magic 113-120 New Orleans Pelicans - San Antonio Spurs 98-95 Cleveland Cavaliers - Philadelphia 76ers 118-94 New York Knicks - Milwaukee Bucks 130-110 Indiana Pacers - Boston Celtics 108-107 Chicago Bulls - Golden State Warriors 128-129 Sacramento Kings - Phoenix Suns 100-116 Los Angeles Lakers - Minnesota Timberwolves 127-91
NBA Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira