Þurfa tvo þingmenn í viðbót til að kalla saman þing Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. desember 2020 18:03 Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir alla þingmenn stjórnarandstöðunnar styðja tillögu sína um að þing komi saman á þriðjudaginn. Vísir/Vilhelm Allir þingmenn stjórnarandstöðu hafa tekið undir kröfu Samfylkingarinnar um að Alþingi komi saman til fundar þann 29. desember. Þrjátíu þingmenn móta stjórnarandstöðu og þyrftu þannig aðeins tveir þingmenn stjórnarflokka að taka undir kröfuna svo að af þingfundi geti orðið. Þetta kemur fram í orðsendingu Oddnýjar Harðardóttur, þingflokksformanns Samfylkingarinnar, til fréttastofu. Í tilkynningu frá Samfylkingunni fyrr í dag kom fram að flokkurinn hafi óskað eftir því að þing komi saman á þriðjudaginn til að ræða við forsætisráðherra um „þá hættu sem skapast getur vegna hópamyndana um áramótin,“ og til að ræða áhrif „háttsemi fjármála- og efnahagsráðherra og skeytingarleysis hans um sóttvarnareglur. Oddný segir að Miðflokkurinn hafi tekið undir hugmyndina um að þing kæmi saman en flokkurinn vísi jafnframt í fyrri beiðni sína um að kalla þing saman til að ræða „misvísandi skilaboð um bóluefni.“ „Ég á ekki von á að fá staðfestingu frá stjórnarliðum í dag um stuðning eða ekki um að þing komi saman. En geri mér enn vonir um það,“ segir Oddný. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagðist í samtali við Vísi fyrr í dageiga eftir að skoða erindi Samfylkingarinnar en að því erindi yrði svarað. Hann benti á að búið sé að fresta þingfundum til næsta árs með þyngsályktun. Þegar þingfundum hefur verið frestað með þessum hætti þarf annað hvort forsætisráðherra fyrir hönd meirihluta þingsins að leggja til með dagskrá að þing komi fyrr saman, eða þá að meirihluti þingmanna óski eftir því með rökstuddri dagskrá. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa bæði lýst vonbrigðum yfir því að Bjarni Benediktsson hafi verið viðstaddur samkomu á Þorláksmessu sem var fjölmennari en fjöldatakmarkanir gera ráð fyrir. Hvorugt þeirra hefur þó talið tilefni til að kalla eftir afsögn hans. Fleiri þingmenn úr röðum stjórnarflokkanna hafa lýst vonbrigðum sínum vegna málsins, til að mynda Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, sem í samtali við mbl.is í dag segir málið alvarlegt. Píratar hafa sagst tilbúnir að styðja minnihlutastjórn Vinstri grænna og Framsóknarflokksins, gegn því að gengið yrði til kosninga í vor. Þeir vilji með þessum hætti rétta fram sáttarhönd í kjölfar meintra brota fjármálaráðherra á sóttvarnareglum. Alþingi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Í tilkynningu frá Samfylkingunni fyrr í dag kom fram að flokkurinn hafi óskað eftir því að þing komi saman á þriðjudaginn til að ræða við forsætisráðherra um „þá hættu sem skapast getur vegna hópamyndana um áramótin,“ og til að ræða áhrif „háttsemi fjármála- og efnahagsráðherra og skeytingarleysis hans um sóttvarnareglur. Oddný segir að Miðflokkurinn hafi tekið undir hugmyndina um að þing kæmi saman en flokkurinn vísi jafnframt í fyrri beiðni sína um að kalla þing saman til að ræða „misvísandi skilaboð um bóluefni.“ „Ég á ekki von á að fá staðfestingu frá stjórnarliðum í dag um stuðning eða ekki um að þing komi saman. En geri mér enn vonir um það,“ segir Oddný. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagðist í samtali við Vísi fyrr í dageiga eftir að skoða erindi Samfylkingarinnar en að því erindi yrði svarað. Hann benti á að búið sé að fresta þingfundum til næsta árs með þyngsályktun. Þegar þingfundum hefur verið frestað með þessum hætti þarf annað hvort forsætisráðherra fyrir hönd meirihluta þingsins að leggja til með dagskrá að þing komi fyrr saman, eða þá að meirihluti þingmanna óski eftir því með rökstuddri dagskrá. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa bæði lýst vonbrigðum yfir því að Bjarni Benediktsson hafi verið viðstaddur samkomu á Þorláksmessu sem var fjölmennari en fjöldatakmarkanir gera ráð fyrir. Hvorugt þeirra hefur þó talið tilefni til að kalla eftir afsögn hans. Fleiri þingmenn úr röðum stjórnarflokkanna hafa lýst vonbrigðum sínum vegna málsins, til að mynda Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, sem í samtali við mbl.is í dag segir málið alvarlegt. Píratar hafa sagst tilbúnir að styðja minnihlutastjórn Vinstri grænna og Framsóknarflokksins, gegn því að gengið yrði til kosninga í vor. Þeir vilji með þessum hætti rétta fram sáttarhönd í kjölfar meintra brota fjármálaráðherra á sóttvarnareglum.
Alþingi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira