Handbolti

Stór­sigur hjá Alexander og Ými en Bjarki tapaði

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ýmir Örn átti góðan leik í liði Löwen í dag.
Ýmir Örn átti góðan leik í liði Löwen í dag. Uwe Anspach/Getty Images

Rhein-Neckar Löwen vann 15 marka sigur á Coburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 39-24. Þá tapaði Lemgo með sex marka mun gegn Füchse Berlin, lokatölur þar 29-23.

Sigur Löwen var aldrei í hættu í dag en Coburg skoraði aðeins átta mörk í fyrri hálfleik gegn 19 hjá Löwen. 

Þó svo að gestirnir hafi aðeins bitið frá sér í síðari hálfleik þá var sóknarleikur heimamanna eins og smurð vél. Leiknum lauk á endnaum með 15 marka sigri Löwen, lokatölur 39-24.

Alexander Petersson skoraði fimm mörk í leiknum og Ýmir Örn Gíslason gerði tvö.

Þá skoraði Bjarki Már Elísson fimm mörk í sex marka tapi Lemgo á heimavelli gegn Füchse Berlin í kvöld. Lokatölur 29-23.

Löwen er sem fyrr í 2. sæti deildarinnar á meðan Lemgo er dottið niður í 10. sætið.

Í þýsku B-deildinni vann Gummersbach þriggja marka sigur á TuS N-Lübbecke á heimavelli. Lokatölur 27-24 en Elliði Snær Vignisson gerði þrjú mörk í liði Gummersbach sem er nú í 2. sæti B-deildarinnar með tvo leiki til góða á topplið Hamburg.

Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×