Handbolti

Að­eins Gens­heimer betri en Guð­jón Valur undan­farinn ára­tug

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson var fyrirliði íslenska landsliðsins um árabil.
Guðjón Valur Sigurðsson var fyrirliði íslenska landsliðsins um árabil. Vísir/Eva Björk

Nú þegar annar áratugur 21. aldarinnar er að renna sitt skeið þá er mikið um kosningar. Í einni slíkri var Guðjón Valur Sigurðsson í 2. sæti sem bestri vintri hornamaður áratugarsins.

Vefsíðan handball-planet stóð fyrir fyrir kosningu á besta handboltamanni heims frá 2010-2020 undanfarna tvo mánuði. Í gær voru niðurstöðurnar kynntar. Lesendur gátu kosið og svo var hópur fyrrverandi leikmanna sem skipuðu dómnefnd auk þjálfara og blaðamanna.

Alls var hægt að velja þrjá leikmenn í hverri stöðu vallarins. Frakkinn Nikola Karabatic fékk flest atvkæði allra og er því besti handboltamaður áratugarsins 2010-2020.

Guðjón Valur Sigurðsson var einn þriggja sem komu til greina í stöðu vinstri hornamanns. Þjóðverjinn Uwe Gensheimer endaði í 1. sæti í þeirri stöðu en þar á eftir kom Guðjón Valur. Karabatic var eins og áður sagði valinn besti leikmaður áratugarins. Þar á eftir komu Mikkel Hansen frá Danmörku og Kiril Lazarov frá Norður-Makedóníu.

Karabatic var valinn besti leikmaður síðasta áratugar.Catherine Steenkeste/Getty Images

Guðjón Valur hefur nú lagt skóna á hilluna og þjálfar Gummersbach í þýsku B-deildinni. Þar trónir liðið á toppnum og stefnir hraðbyr á sæti í úrvalsdeildinni að ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×