LeBron James og félagar fengu dýrustu meistarahringi sögunnar í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2020 13:31 Það var ekki að sjá annað en að LeBron James væri sáttur með hringinn sem er hans fjórði meistarahringur á ferlinum. Getty/Harry How NBA meistarar hafa aldrei fengið eins dýra meistarahringa og leikmenn Los Angeles Lakers fengu afhenta fyrir fyrsta leikinn sinn á nýju tímabili. Los Angeles Lakers afhenti í gær leikmönnum sínum meistarahringina fyrir sigurinn í NBA deildinni á síðustu leiktíð. Athöfnin fór fram fyrir leik á móti nágrönnunum í Los Angeles Clippers sem svo tapaðist eftir skelfilegan fyrsta leikhluta. Forráðamenn Los Angeles Lakers ákváðu að hengja ekki upp meistarafánann að þessu sinni þar sem engir áhorfendur máttu vera í Staples Center í nótt. Það mun því bíða betri tíma. Leikmenn Lakers liðsins fengu aftur á móti hringana með viðhöfn en þeir fengu allir fjarkveðjur frá fjölskyldu sinni þegar þeir voru kallaðir fram. Lakers' 16-carat rings pay tribute to Kobe, 'unity' https://t.co/kXLdFzs5PJ pic.twitter.com/lOT0qBgiGs— ESPN Los Angeles (@ESPNLosAngeles) December 23, 2020 Meistarahringarnir í ár eru hinir glæsilegustu enda leggja liðin mikið í þá Hver steinn er með 0.95 karöt af fjólubláa skrautsteinum ameþyst sem táknar þá 95 daga sem leikmenn Lakers liðsins eyddu í NBA búbblunni í Disneygarðinum. Það eru einnig 0,52 karöt af demöntum sem tákna sigrana 52 sem Lakers vann í deildarkeppninni. So many details on these Lakers rings Most expensive ring in NBA title history Mamba snake behind players numbers to honor Kobe Removable top to reveal retired Lakers jerseys, with special emphasis on Kobe s(via @JasonofBH) pic.twitter.com/bDz1KdmDuV— ESPN (@espn) December 23, 2020 Á hverjum hring eru sautján bikarar sem tákna það að Lakers hefur nú jafnað met Boston Celtics liðsins yfir flesta NBA titla í sögunni. Það er líka mamba slanga fyrir aftan númer leikmanna sem er til heiðurs Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi 26. janúar ásamt þrettán ára dóttur sinni Gigi og sjö öðrum. Kobe vann fimm meistaratitla með Lakers og er af mörgum talinn vera besti leikmaðurinn í sögu félagsins. Hver hringur er 16,45 karöt en þetta er dýrasti meistarahringur sem gerður hefur verið. LeBron and AD get their first rings as Lakers pic.twitter.com/olhoDsrO4Z— Bleacher Report (@BleacherReport) December 23, 2020 Hér fyrir neðan má sjá samanburð á síðustu fjórum meistarahringum Los Angels Lakers eða frá 2002, 2009, 2010 og 2020. A look at the Lakers' last four championship rings. Top Left: 2002Top Right: 2009Bottom Left: 2010Bottom Right: 2020 pic.twitter.com/h1TNjrQ0Db— Front Office Sports (@FOS) December 23, 2020 NBA Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Los Angeles Lakers afhenti í gær leikmönnum sínum meistarahringina fyrir sigurinn í NBA deildinni á síðustu leiktíð. Athöfnin fór fram fyrir leik á móti nágrönnunum í Los Angeles Clippers sem svo tapaðist eftir skelfilegan fyrsta leikhluta. Forráðamenn Los Angeles Lakers ákváðu að hengja ekki upp meistarafánann að þessu sinni þar sem engir áhorfendur máttu vera í Staples Center í nótt. Það mun því bíða betri tíma. Leikmenn Lakers liðsins fengu aftur á móti hringana með viðhöfn en þeir fengu allir fjarkveðjur frá fjölskyldu sinni þegar þeir voru kallaðir fram. Lakers' 16-carat rings pay tribute to Kobe, 'unity' https://t.co/kXLdFzs5PJ pic.twitter.com/lOT0qBgiGs— ESPN Los Angeles (@ESPNLosAngeles) December 23, 2020 Meistarahringarnir í ár eru hinir glæsilegustu enda leggja liðin mikið í þá Hver steinn er með 0.95 karöt af fjólubláa skrautsteinum ameþyst sem táknar þá 95 daga sem leikmenn Lakers liðsins eyddu í NBA búbblunni í Disneygarðinum. Það eru einnig 0,52 karöt af demöntum sem tákna sigrana 52 sem Lakers vann í deildarkeppninni. So many details on these Lakers rings Most expensive ring in NBA title history Mamba snake behind players numbers to honor Kobe Removable top to reveal retired Lakers jerseys, with special emphasis on Kobe s(via @JasonofBH) pic.twitter.com/bDz1KdmDuV— ESPN (@espn) December 23, 2020 Á hverjum hring eru sautján bikarar sem tákna það að Lakers hefur nú jafnað met Boston Celtics liðsins yfir flesta NBA titla í sögunni. Það er líka mamba slanga fyrir aftan númer leikmanna sem er til heiðurs Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi 26. janúar ásamt þrettán ára dóttur sinni Gigi og sjö öðrum. Kobe vann fimm meistaratitla með Lakers og er af mörgum talinn vera besti leikmaðurinn í sögu félagsins. Hver hringur er 16,45 karöt en þetta er dýrasti meistarahringur sem gerður hefur verið. LeBron and AD get their first rings as Lakers pic.twitter.com/olhoDsrO4Z— Bleacher Report (@BleacherReport) December 23, 2020 Hér fyrir neðan má sjá samanburð á síðustu fjórum meistarahringum Los Angels Lakers eða frá 2002, 2009, 2010 og 2020. A look at the Lakers' last four championship rings. Top Left: 2002Top Right: 2009Bottom Left: 2010Bottom Right: 2020 pic.twitter.com/h1TNjrQ0Db— Front Office Sports (@FOS) December 23, 2020
NBA Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira