LeBron James og félagar fengu dýrustu meistarahringi sögunnar í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2020 13:31 Það var ekki að sjá annað en að LeBron James væri sáttur með hringinn sem er hans fjórði meistarahringur á ferlinum. Getty/Harry How NBA meistarar hafa aldrei fengið eins dýra meistarahringa og leikmenn Los Angeles Lakers fengu afhenta fyrir fyrsta leikinn sinn á nýju tímabili. Los Angeles Lakers afhenti í gær leikmönnum sínum meistarahringina fyrir sigurinn í NBA deildinni á síðustu leiktíð. Athöfnin fór fram fyrir leik á móti nágrönnunum í Los Angeles Clippers sem svo tapaðist eftir skelfilegan fyrsta leikhluta. Forráðamenn Los Angeles Lakers ákváðu að hengja ekki upp meistarafánann að þessu sinni þar sem engir áhorfendur máttu vera í Staples Center í nótt. Það mun því bíða betri tíma. Leikmenn Lakers liðsins fengu aftur á móti hringana með viðhöfn en þeir fengu allir fjarkveðjur frá fjölskyldu sinni þegar þeir voru kallaðir fram. Lakers' 16-carat rings pay tribute to Kobe, 'unity' https://t.co/kXLdFzs5PJ pic.twitter.com/lOT0qBgiGs— ESPN Los Angeles (@ESPNLosAngeles) December 23, 2020 Meistarahringarnir í ár eru hinir glæsilegustu enda leggja liðin mikið í þá Hver steinn er með 0.95 karöt af fjólubláa skrautsteinum ameþyst sem táknar þá 95 daga sem leikmenn Lakers liðsins eyddu í NBA búbblunni í Disneygarðinum. Það eru einnig 0,52 karöt af demöntum sem tákna sigrana 52 sem Lakers vann í deildarkeppninni. So many details on these Lakers rings Most expensive ring in NBA title history Mamba snake behind players numbers to honor Kobe Removable top to reveal retired Lakers jerseys, with special emphasis on Kobe s(via @JasonofBH) pic.twitter.com/bDz1KdmDuV— ESPN (@espn) December 23, 2020 Á hverjum hring eru sautján bikarar sem tákna það að Lakers hefur nú jafnað met Boston Celtics liðsins yfir flesta NBA titla í sögunni. Það er líka mamba slanga fyrir aftan númer leikmanna sem er til heiðurs Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi 26. janúar ásamt þrettán ára dóttur sinni Gigi og sjö öðrum. Kobe vann fimm meistaratitla með Lakers og er af mörgum talinn vera besti leikmaðurinn í sögu félagsins. Hver hringur er 16,45 karöt en þetta er dýrasti meistarahringur sem gerður hefur verið. LeBron and AD get their first rings as Lakers pic.twitter.com/olhoDsrO4Z— Bleacher Report (@BleacherReport) December 23, 2020 Hér fyrir neðan má sjá samanburð á síðustu fjórum meistarahringum Los Angels Lakers eða frá 2002, 2009, 2010 og 2020. A look at the Lakers' last four championship rings. Top Left: 2002Top Right: 2009Bottom Left: 2010Bottom Right: 2020 pic.twitter.com/h1TNjrQ0Db— Front Office Sports (@FOS) December 23, 2020 NBA Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Sjá meira
Los Angeles Lakers afhenti í gær leikmönnum sínum meistarahringina fyrir sigurinn í NBA deildinni á síðustu leiktíð. Athöfnin fór fram fyrir leik á móti nágrönnunum í Los Angeles Clippers sem svo tapaðist eftir skelfilegan fyrsta leikhluta. Forráðamenn Los Angeles Lakers ákváðu að hengja ekki upp meistarafánann að þessu sinni þar sem engir áhorfendur máttu vera í Staples Center í nótt. Það mun því bíða betri tíma. Leikmenn Lakers liðsins fengu aftur á móti hringana með viðhöfn en þeir fengu allir fjarkveðjur frá fjölskyldu sinni þegar þeir voru kallaðir fram. Lakers' 16-carat rings pay tribute to Kobe, 'unity' https://t.co/kXLdFzs5PJ pic.twitter.com/lOT0qBgiGs— ESPN Los Angeles (@ESPNLosAngeles) December 23, 2020 Meistarahringarnir í ár eru hinir glæsilegustu enda leggja liðin mikið í þá Hver steinn er með 0.95 karöt af fjólubláa skrautsteinum ameþyst sem táknar þá 95 daga sem leikmenn Lakers liðsins eyddu í NBA búbblunni í Disneygarðinum. Það eru einnig 0,52 karöt af demöntum sem tákna sigrana 52 sem Lakers vann í deildarkeppninni. So many details on these Lakers rings Most expensive ring in NBA title history Mamba snake behind players numbers to honor Kobe Removable top to reveal retired Lakers jerseys, with special emphasis on Kobe s(via @JasonofBH) pic.twitter.com/bDz1KdmDuV— ESPN (@espn) December 23, 2020 Á hverjum hring eru sautján bikarar sem tákna það að Lakers hefur nú jafnað met Boston Celtics liðsins yfir flesta NBA titla í sögunni. Það er líka mamba slanga fyrir aftan númer leikmanna sem er til heiðurs Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi 26. janúar ásamt þrettán ára dóttur sinni Gigi og sjö öðrum. Kobe vann fimm meistaratitla með Lakers og er af mörgum talinn vera besti leikmaðurinn í sögu félagsins. Hver hringur er 16,45 karöt en þetta er dýrasti meistarahringur sem gerður hefur verið. LeBron and AD get their first rings as Lakers pic.twitter.com/olhoDsrO4Z— Bleacher Report (@BleacherReport) December 23, 2020 Hér fyrir neðan má sjá samanburð á síðustu fjórum meistarahringum Los Angels Lakers eða frá 2002, 2009, 2010 og 2020. A look at the Lakers' last four championship rings. Top Left: 2002Top Right: 2009Bottom Left: 2010Bottom Right: 2020 pic.twitter.com/h1TNjrQ0Db— Front Office Sports (@FOS) December 23, 2020
NBA Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Sjá meira