„Ég mætti fjórum bílum og sá tvo menn þar sem venjulega er allt troðfullt af fólki í hringferð sem tók tvo daga. Það var eins og að vera einn í heiminum. Hvar eru allir sem eiga heima á jörðinni? En ballið var rétt að byrja, það kemur í næstu seríum,“ segir RAX um hringferðina sem hann fór í þegar faraldurinn var að hefja útbreiðslu sína á Íslandi.
Myndirnar hér fyrir neðan frá þessu sérstaka ferðalagi sýna fyrstu bylgjuna, þegar allt stöðvaðist og enginn vissi hvernig framhaldið yrði eða hvernig þessi vágestur ætti eftir að þróast.


















Alla sunnud aga birtist nýr þáttur af RAX Augnablik hér á Vísi. Í þáttunum fer ljósmyndarinn yfir sögurnar á bakvið myndirnar sem hann hefur tekið á ferlinum, fólkið sem hann hitti og allar ævintýralegu aðstæðurnar sem hann hefur lent í. Hægt er að sjá alla þættina á Stöð 2 Maraþon og hér á Vísi.