Lífið

Þar sem dagarnir eru stuttir en birtan stórkostleg

„Það er svona eins og hvítt teppi sé að leggjast yfir landið, eins og það sé að leggjast í dvala. Þetta er svo fallegt land og sannkallaður ævintýraheimur.“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Hálendið er draumkennt í vetrarbúningi. Vísir/RAX

„Það er svona eins og hvítt teppi sé að leggjast yfir landið, eins og það sé að leggjast í dvala. Þetta er svo fallegt land og sannkallaður ævintýraheimur.“

Ragnar Axelsson ljósmyndari náði einstökum myndum þegar veturinn lagðist yfir landið og snjóbreiðan teygði sig yfir hálendið. Myndirnar tók hann allar á flugi yfir Íslandi. Þrátt fyrir að vera drungalegar þá sést á þeim ákveðin kyrrð og værð líka.

„Ég flaug yfir áður en snjórinn kom og svo eftir að það byrjaði að snjóa.“ 

Ragnar Axelsson hefur tekið margar af sínum frægustu myndum á flugi.Vísir/RAX

Ljósmyndarinn vildi sýna þessa töfrandi ævintýraveröld úr lofti, sem er sjónarhorn sem fæstir Íslendingar upplifa reglulega og sumir aldrei. Vetrarmyndirnar sýna hversu falleg birtan er þrátt fyrir að dagarnir séu einstaklega stuttir núna.

„Þetta er allt í dvala núna en svo lifnar þetta alltaf við aftur, eins og lífið sjálf.“

Hálendið er heldur betur drungalegt séð í gegnum linsu RAX úr flugvélinni.Vísir/RAX

Sumar myndirnar eru þannig að þér líður eiginlega eins og þú sért staddur á tunglinu, því þegar sólin er að koma upp þá verður allt svo fallegt. Allt hvítt og birtan stórkostleg. 

RAX segir að hann fái aldrei leið á að mynda Ísland eða landslagið hér á landi, þó að hann hafi gert það frá því í barnæsku og allan sinn feril sem ljósmyndari.

„Ég þarf eiginlega að passa mig þegar ég fer í svona ferðir, að gleyma mér ekki þannig að ég hafi nú nóg bensín til að ná aftur heim.“

Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX
Vísir/RAX



RAX Augnablik, örþættir um sögurnar á bak við ljósmyndir Ragnars Axelssonar birtist alla sunnudaga hér á Vísi og fer samhliða því inn á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR


Tengdar fréttir

RAX Augnablik: Folaldið sem dansaði í Sandey

„Ég fer oft til Færeyja og árið 1989 fór ég í enn eina ferðina og fór út í Sandey. Ég frétti af manni þar, Jónasi Madsen, sem að spilaði á munnhörpu fyrir kindurnar sínar og hestana. Mig langaði að sjá hvernig þetta færi fram,“






×