Já Aldís! Þröstur Friðfinnsson skrifar 17. desember 2020 07:00 Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, birti í gær í Morgunblaðinu greinina „Öflugt sveitarstjórnarstig er mikilvægt“. Já Aldís, það er hárrétt, um það erum við og líklega allir sveitarstjórnarmenn sammála. Það fer líka best á því í félagsskap eins og Sambandinu, að sem flestir rói í sömu átt og góð samstaða sé um megin málefni. Sambandið birtir fremst í nýjustu ársskýrslu sinni stefnumörkun, eða „meginmarkmið“ og „leiðarljós“, þau grunn stefnumið sem vinna skal eftir, ásamt auðvitað samþykktum. Í meginmarkmiðum segir m.a.: „Sambandið sinnir hagsmunagæslu fyrir sveitarfélögin gagnvart ríkisvaldinu, og öðrum...“. Leiðarljós hefst á þessum orðum: „Samband íslenskra sveitarfélaga er sameiginlegur málsvari sveitarfélaganna...“, Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur núverandi formaður og stjórn ákveðið að fara ítrekað gegn hagsmunum og vilja verulegs hluta aðildarfélaga sinna. Hefur meira að segja tekið sér stöðu með ríkisvaldinu gegn þeirra hagsmunum. Stjórnin er ekki lengur málsvari minni sveitarfélaga, heldur hefur barist af fullum þunga gegn tilverurétti þeirra. Fulltrúar 20 sveitarfélaga hafa nú lagt eftirfarandi tillögu ásamt greinargerð, fyrir landsþing Sambandsins sem verður haldið á morgun, í þeirri einlægu von að öll sveitarfélög geti áfram starfað saman eftir þeim gildum sem fyrr er getið: „Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið 18. desember 2020, hvetur til eflingar sveitarstjórnarstigsins með sameiningum og stækkun sveitarfélaga. Þingið ítrekar stuðning við flest meginatriði stefnumótandi áætlunar um eflingu sveitarstjórnarstigsins sem Alþingi hefur samþykkt. Landsþing minnir á mikilvæga liði í aðgerðaáætlun sem ekki er farið að vinna að, svo sem um styrkingu tekjustofna sveitarfélaga, tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga, fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni og fleiri mikilvæg atriði tillögunnar. Landsþing hafnar þó lögfestingu íbúalágmarks. Sjálfsstjórnarrétt sveitarfélaga og lýðræðislegan rétt íbúa sveitarfélaga ber að virða, óháð stærð þeirra.“ Þessi tillaga fellur algerlega að grunnstefnumiðum Sambandsins. Sjálfstjórnarréttur, lýðræði og íbúalýðræði eru helgustu vé Sambandsins. Það gengur ekki upp að þau helgu vé beri einungis að virða og verja fyrir hluta aðildarfélaga. Það er ekki leið til samstöðu og farsældar. Tillagan var send til stjórnar tveimur vikum fyrir landsþing svo sem vera ber og hefur stjórn rætt hana á tveimur stjórnarfundum. Það veldur vonbrigðum að einu viðbrögðin sem frá stjórn hafa komið er fyrrgreind blaðagrein formanns. Í henni er að finna sömu rangfærslur og hafa áður verið uppi og skal þeim helstu svarað hér á eftir. Áhugafólk um sveitarstjórnarmál og ekki síst þeir fulltrúar sem mæta til landsþings, mættu gjarna gefa sér tíma til að lesa og íhuga, þó skrifið sé kannski lengra en æskilegt hefði verið. Aukalandsþingið 6. sept. 2019 Aldís telur að stjórn beri að fylgja fast eftir samþykkt aukalandsþings frá 6. september 2019. Þingið var vel undirbúið, og íbúalágmarki komið í gegn með nokkrum klækjum. Aðeins var í boði að kjósa með eða móti heildartillögu um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Íbúalágmark var þar einn liður af ellefu. Málsmeðferðin var meingölluð eins og farið er yfir í greinargerð með tillögunni. Allir eru auðvitað fylgjandi styrkingu sveitarfélagastigsins, samt sem áður kusu allmargir gegn tillögunni, sem segir nokkuð um hug manna til íbúalágmarks. Þá fóru sveitarfélög með yfir 1000 íbúum með 75% atkvæða á þinginu sem tryggði afgerandi úrslit. Með því að fylgja íbúalágmarki síðan eftir af hörku, vinnur stjórn bæði gegn hlutverki sínu skv. samþykktum og meginstefnu Sambandsins um lýðræði og sjálfstjórnarrétt. Skýrsla um stöðu sveitarstjórnarstigsins Næst er vísað til ofangreindrar skýrslu sem hefur verið grundvöllur tillögugerðar og frumvarps ráðherra um íbúalágmark síðan hún var birt haustið 2017. Skýrslan er 110 blaðsíður og eru þar margar góðar tillögur um aðgerðir til eflingar sveitarstjórnarstigsins. Einn liður er hið fræga íbúalágmark sem lagt er til að endi í 1000. Hvaðan sú tala er fengin er óljóst, því þrátt fyrir langa skýrslu finnst hvergi í henni nokkur minnsti rökstuðningur fyrir þessari tölu. Það er alvarlegt mál að leggja fram slíka tillögu sem síðan er lögð til grundvallar í mörg ár á eftir, algerlega án þess að nokkur rökstuðningur fylgi. Í þeim starfshópi sem skýrsluna ritaði áttu minni sveitarfélög ekki fulltrúa og þeirra sjónarmiðum var einfaldlega haldið til hlés í skýrslunni. Þau ósæmilegu vinnubrögð hafa síðan haldið áfram, um grænbók, inn í þingsályktunartillögu og loks í lagafrumvarp. Miklu veldur sá er upphafinu veldur, en öllu sá er endinum ræður! Aldís nefnir einnig sjálfbærni og lýðræðislega starfsemi sveitarfélaga. En kæra Aldís, þegar viðmið um þá hluti eru skoðuð, þá stendur bara alls ekki upp á minni sveitarfélög og það veistu flestum betur. 5% þjóðarinnar Farið er yfir að í minni sveitarfélögunum býr innan við 5% þjóðarinnar. Það eitt og sér ætti að sýna glögglega að sameiningar meðal þeirra eða við stærri nágranna hafa óveruleg áhrif á styrk sveitarfélagastigsins í heild. Og alls engin á Suðvesturhorninu þar sem þorri þjóðarinnar býr. Það er ótrúleg rangfærsla að telja að 1000 íbúa lágmark sé veigamikil meginaðgerð til að styrkja sveitarfélagastigið þegar þetta er haft í huga. Byggðastefna Aldís fjallar um búsetuþróun í landinu og byggðastefnu, að sveitarstjórnarmenn megi ekki skila auðu í þeirri umræðu. Við erum sammála um að öfluga byggðastefnu þurfi og þá líka stefnu sem virkar. Ég hef ekki skilað auðu, vísa t.d. til þessarar greinar þar sem ég legg til ýmis ráð sem betur duga en sameiningar sveitarfélaga. Þær hafa enda sýnt sig í að hafa engin áhrif til að hægja á fólksflótta úr hinum dreifðu byggðum, jafnvel vísbendingar um að sameiningar geti allt eins flýtt þeirri þróun. Þá kemur formaðurinn enn á ný fram með þá hrokafullu skoðun að sameiningar séu nauðsynlegar til að íbúar minni byggðarlaga fái góða þjónustu svo sem þeim ber. Ekki er frekar en áður nefnt hvaða þjónustu þá skortir, eða dæmi um þjónustu sem sameining ætti að bæta. Hið sanna er líka að minni sveitarfélög veita almennt góða þjónustu, enda myndu íbúar fljótt kvarta ef þar vantaði upp á. Auðvitað samþykkja íbúar og munu raunar kalla eftir sameiningu sveitarfélaga ef þeir telja að þeir muni með því fá betri þjónustu. Íbúalágmark er algerlega óþarft að þessu leyti og þessi umræða um þjónustuskort fullkomlega marklaus og hreint virðingarleysi við minni sveitarfélög og starfsmenn þeirra. Aðrar aðgerðir Aldís vill þó halda því til haga að lágmarksíbúafjöldi sé ekki eina leiðin sem fær er til að efla sveitarfélögin og ef við höfnum þeirri leið, þurfi þegar að skoða aðrar leiðir. Það er nefnilega svo að ýmsar aðrar leiðir eru mikið vænlegri til að efla sveitarfélagastigið eins og farið er yfir í greininni sem ég nefndi fyrr. Nægir að benda á hina 10 liði aðgerðaáætlunarinnar sem studd var á aukalandsþinginu. Í tillögu okkar minni sveitarfélaga sem birt er í upphafi þessarar greinar, eru þrír þeirra nefndir. Það er þeim mun sorglegra, að við deilum öll þeim einlæga vilja að efla sveitarfélögin en komum ekki til framkvæmda þeim aðgerðum sem þarf. Öll orkan hefur farið í að reyna að þvinga fram þann lið sem minnst gerir í raun til gagns í þeim efnum. Samstarf og byggðasamlög Enn á ný er því haldið fram að samstarfsverkefni sveitarfélaga og byggðasamlög séu ólýðræðisleg og flækjustig of hátt. Að nota þessi rök fyrir íbúalágmarki er ekki boðlegt og formanni sem veit betur, ekki sæmandi. Öll sveitarfélög eiga með sér samstarf af ýmsu tagi, enda oft hagkvæm og skynsamleg leið til að veita þjónustu. Þetta hefur ekkert með stærð sveitarfélaga að gera og hvergi eru byggðasamlög umfangsmeiri en á höfuðborgarsvæðinu meðal stærstu sveitarfélaga landsins. Þau reka t.d. saman slökkvilið, vatnsveitu- og fráveitukerfi, allt verkefni sem Grýtubakkahreppur og mörg fleiri lítil sveitarfélög reka ein og sjálf. Sveitarfélög hafa með sér samstarf um verkefni þegar það er skynsamlegt og hefur nákvæmlega ekkert með stærð þeirra að gera. Þar ráða meiru um, t.d. landfræðilegar aðstæður, sérhæfing, hagkvæmni og umfang þarfar fyrir þjónustu. Ef það er ólýðræðislegt, sem er þó ekki endilega raunin, þá nær sá skortur á lýðræði svo langsamlega mestum hæðum hjá stóru sveitarfélögunum. Aldrei veit ég þó til að við fulltrúar minni sveitarfélaga höfum verið að skipta okkur af þeirra skipulagi á sínum verkefnum eða krefja þau um breytingar. Aukinn slagkraftur Það er svo miklu miklu meira sem við erum sammála um, svo margir hagsmunir sem eru sameiginlegir, að það er í raun bæði sorglegt og fáránlegt að eyða endalausum tíma og orku í karp um hluti eins og íbúalágmark. Það er í raun atriði sem Alþingi eitt er bært til að fjalla um. Það fer gegn hlutverki og eðli Sambandsins og verður aldrei sameiginlegt hagsmunamál sveitarfélaganna, sama hver talan er. Við viljum öll sjá aukinn slagkraft sveitarfélaganna. Við viljum sjá þau stækka og eflast, hvort heldur er með sameiningum eða að þau geti vaxið og dafnað ein og sjálf. Þannig er um hið ágæta sveitarfélag Hveragerði sem hefur vaxið og dafnað umfram flest önnur algerlega án sameininga, undir dyggri stjórn Aldísar Hafsteinsdóttur. Lýðræði og samstaða til framtíðar, eða? Það sækir margt að Sambandinu um þessar mundir, málefni Jöfnunarsjóðs í nokkru uppnámi, áhrif covid á rekstur sveitarfélaga og SSH gerir sig gildandi í samskiptum við ríkið við hlið Sambandsins. Minni sveitarfélög afskipt og hefur nánast verið vísað á dyr. Tillaga 20 sveitarfélaga snýst um grunngildi Sambandsins, lýðræði og sjálfstjórnarrétt. Hún tekur undir þessi meginstefnumið, fer ekki gegn neinu aðildarsveitarfélagi og minnir á atriði í aðgerðaáætlun sem raunverulega skipta máli til eflingar sveitarfélagastigsins. Landsþingið á morgun mun leiða í ljós hvort sveitarfélögin á Íslandi vilja raunverulega vinna áfram saman að sínum hagsmunamálum eða hvort sú gliðnun sem hefur einkennt starfið undanfarin misseri heldur áfram. Ég hvet alla þingfulltrúa til að styðja okkar tillögu, sameinuð getum við flest en sundruð fátt. Lýðræði á að vera allra, ekki bara sumra. Höfundur er sveitarstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Friðfinnsson Grýtubakkahreppur Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, birti í gær í Morgunblaðinu greinina „Öflugt sveitarstjórnarstig er mikilvægt“. Já Aldís, það er hárrétt, um það erum við og líklega allir sveitarstjórnarmenn sammála. Það fer líka best á því í félagsskap eins og Sambandinu, að sem flestir rói í sömu átt og góð samstaða sé um megin málefni. Sambandið birtir fremst í nýjustu ársskýrslu sinni stefnumörkun, eða „meginmarkmið“ og „leiðarljós“, þau grunn stefnumið sem vinna skal eftir, ásamt auðvitað samþykktum. Í meginmarkmiðum segir m.a.: „Sambandið sinnir hagsmunagæslu fyrir sveitarfélögin gagnvart ríkisvaldinu, og öðrum...“. Leiðarljós hefst á þessum orðum: „Samband íslenskra sveitarfélaga er sameiginlegur málsvari sveitarfélaganna...“, Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur núverandi formaður og stjórn ákveðið að fara ítrekað gegn hagsmunum og vilja verulegs hluta aðildarfélaga sinna. Hefur meira að segja tekið sér stöðu með ríkisvaldinu gegn þeirra hagsmunum. Stjórnin er ekki lengur málsvari minni sveitarfélaga, heldur hefur barist af fullum þunga gegn tilverurétti þeirra. Fulltrúar 20 sveitarfélaga hafa nú lagt eftirfarandi tillögu ásamt greinargerð, fyrir landsþing Sambandsins sem verður haldið á morgun, í þeirri einlægu von að öll sveitarfélög geti áfram starfað saman eftir þeim gildum sem fyrr er getið: „Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið 18. desember 2020, hvetur til eflingar sveitarstjórnarstigsins með sameiningum og stækkun sveitarfélaga. Þingið ítrekar stuðning við flest meginatriði stefnumótandi áætlunar um eflingu sveitarstjórnarstigsins sem Alþingi hefur samþykkt. Landsþing minnir á mikilvæga liði í aðgerðaáætlun sem ekki er farið að vinna að, svo sem um styrkingu tekjustofna sveitarfélaga, tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga, fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni og fleiri mikilvæg atriði tillögunnar. Landsþing hafnar þó lögfestingu íbúalágmarks. Sjálfsstjórnarrétt sveitarfélaga og lýðræðislegan rétt íbúa sveitarfélaga ber að virða, óháð stærð þeirra.“ Þessi tillaga fellur algerlega að grunnstefnumiðum Sambandsins. Sjálfstjórnarréttur, lýðræði og íbúalýðræði eru helgustu vé Sambandsins. Það gengur ekki upp að þau helgu vé beri einungis að virða og verja fyrir hluta aðildarfélaga. Það er ekki leið til samstöðu og farsældar. Tillagan var send til stjórnar tveimur vikum fyrir landsþing svo sem vera ber og hefur stjórn rætt hana á tveimur stjórnarfundum. Það veldur vonbrigðum að einu viðbrögðin sem frá stjórn hafa komið er fyrrgreind blaðagrein formanns. Í henni er að finna sömu rangfærslur og hafa áður verið uppi og skal þeim helstu svarað hér á eftir. Áhugafólk um sveitarstjórnarmál og ekki síst þeir fulltrúar sem mæta til landsþings, mættu gjarna gefa sér tíma til að lesa og íhuga, þó skrifið sé kannski lengra en æskilegt hefði verið. Aukalandsþingið 6. sept. 2019 Aldís telur að stjórn beri að fylgja fast eftir samþykkt aukalandsþings frá 6. september 2019. Þingið var vel undirbúið, og íbúalágmarki komið í gegn með nokkrum klækjum. Aðeins var í boði að kjósa með eða móti heildartillögu um eflingu sveitarstjórnarstigsins. Íbúalágmark var þar einn liður af ellefu. Málsmeðferðin var meingölluð eins og farið er yfir í greinargerð með tillögunni. Allir eru auðvitað fylgjandi styrkingu sveitarfélagastigsins, samt sem áður kusu allmargir gegn tillögunni, sem segir nokkuð um hug manna til íbúalágmarks. Þá fóru sveitarfélög með yfir 1000 íbúum með 75% atkvæða á þinginu sem tryggði afgerandi úrslit. Með því að fylgja íbúalágmarki síðan eftir af hörku, vinnur stjórn bæði gegn hlutverki sínu skv. samþykktum og meginstefnu Sambandsins um lýðræði og sjálfstjórnarrétt. Skýrsla um stöðu sveitarstjórnarstigsins Næst er vísað til ofangreindrar skýrslu sem hefur verið grundvöllur tillögugerðar og frumvarps ráðherra um íbúalágmark síðan hún var birt haustið 2017. Skýrslan er 110 blaðsíður og eru þar margar góðar tillögur um aðgerðir til eflingar sveitarstjórnarstigsins. Einn liður er hið fræga íbúalágmark sem lagt er til að endi í 1000. Hvaðan sú tala er fengin er óljóst, því þrátt fyrir langa skýrslu finnst hvergi í henni nokkur minnsti rökstuðningur fyrir þessari tölu. Það er alvarlegt mál að leggja fram slíka tillögu sem síðan er lögð til grundvallar í mörg ár á eftir, algerlega án þess að nokkur rökstuðningur fylgi. Í þeim starfshópi sem skýrsluna ritaði áttu minni sveitarfélög ekki fulltrúa og þeirra sjónarmiðum var einfaldlega haldið til hlés í skýrslunni. Þau ósæmilegu vinnubrögð hafa síðan haldið áfram, um grænbók, inn í þingsályktunartillögu og loks í lagafrumvarp. Miklu veldur sá er upphafinu veldur, en öllu sá er endinum ræður! Aldís nefnir einnig sjálfbærni og lýðræðislega starfsemi sveitarfélaga. En kæra Aldís, þegar viðmið um þá hluti eru skoðuð, þá stendur bara alls ekki upp á minni sveitarfélög og það veistu flestum betur. 5% þjóðarinnar Farið er yfir að í minni sveitarfélögunum býr innan við 5% þjóðarinnar. Það eitt og sér ætti að sýna glögglega að sameiningar meðal þeirra eða við stærri nágranna hafa óveruleg áhrif á styrk sveitarfélagastigsins í heild. Og alls engin á Suðvesturhorninu þar sem þorri þjóðarinnar býr. Það er ótrúleg rangfærsla að telja að 1000 íbúa lágmark sé veigamikil meginaðgerð til að styrkja sveitarfélagastigið þegar þetta er haft í huga. Byggðastefna Aldís fjallar um búsetuþróun í landinu og byggðastefnu, að sveitarstjórnarmenn megi ekki skila auðu í þeirri umræðu. Við erum sammála um að öfluga byggðastefnu þurfi og þá líka stefnu sem virkar. Ég hef ekki skilað auðu, vísa t.d. til þessarar greinar þar sem ég legg til ýmis ráð sem betur duga en sameiningar sveitarfélaga. Þær hafa enda sýnt sig í að hafa engin áhrif til að hægja á fólksflótta úr hinum dreifðu byggðum, jafnvel vísbendingar um að sameiningar geti allt eins flýtt þeirri þróun. Þá kemur formaðurinn enn á ný fram með þá hrokafullu skoðun að sameiningar séu nauðsynlegar til að íbúar minni byggðarlaga fái góða þjónustu svo sem þeim ber. Ekki er frekar en áður nefnt hvaða þjónustu þá skortir, eða dæmi um þjónustu sem sameining ætti að bæta. Hið sanna er líka að minni sveitarfélög veita almennt góða þjónustu, enda myndu íbúar fljótt kvarta ef þar vantaði upp á. Auðvitað samþykkja íbúar og munu raunar kalla eftir sameiningu sveitarfélaga ef þeir telja að þeir muni með því fá betri þjónustu. Íbúalágmark er algerlega óþarft að þessu leyti og þessi umræða um þjónustuskort fullkomlega marklaus og hreint virðingarleysi við minni sveitarfélög og starfsmenn þeirra. Aðrar aðgerðir Aldís vill þó halda því til haga að lágmarksíbúafjöldi sé ekki eina leiðin sem fær er til að efla sveitarfélögin og ef við höfnum þeirri leið, þurfi þegar að skoða aðrar leiðir. Það er nefnilega svo að ýmsar aðrar leiðir eru mikið vænlegri til að efla sveitarfélagastigið eins og farið er yfir í greininni sem ég nefndi fyrr. Nægir að benda á hina 10 liði aðgerðaáætlunarinnar sem studd var á aukalandsþinginu. Í tillögu okkar minni sveitarfélaga sem birt er í upphafi þessarar greinar, eru þrír þeirra nefndir. Það er þeim mun sorglegra, að við deilum öll þeim einlæga vilja að efla sveitarfélögin en komum ekki til framkvæmda þeim aðgerðum sem þarf. Öll orkan hefur farið í að reyna að þvinga fram þann lið sem minnst gerir í raun til gagns í þeim efnum. Samstarf og byggðasamlög Enn á ný er því haldið fram að samstarfsverkefni sveitarfélaga og byggðasamlög séu ólýðræðisleg og flækjustig of hátt. Að nota þessi rök fyrir íbúalágmarki er ekki boðlegt og formanni sem veit betur, ekki sæmandi. Öll sveitarfélög eiga með sér samstarf af ýmsu tagi, enda oft hagkvæm og skynsamleg leið til að veita þjónustu. Þetta hefur ekkert með stærð sveitarfélaga að gera og hvergi eru byggðasamlög umfangsmeiri en á höfuðborgarsvæðinu meðal stærstu sveitarfélaga landsins. Þau reka t.d. saman slökkvilið, vatnsveitu- og fráveitukerfi, allt verkefni sem Grýtubakkahreppur og mörg fleiri lítil sveitarfélög reka ein og sjálf. Sveitarfélög hafa með sér samstarf um verkefni þegar það er skynsamlegt og hefur nákvæmlega ekkert með stærð þeirra að gera. Þar ráða meiru um, t.d. landfræðilegar aðstæður, sérhæfing, hagkvæmni og umfang þarfar fyrir þjónustu. Ef það er ólýðræðislegt, sem er þó ekki endilega raunin, þá nær sá skortur á lýðræði svo langsamlega mestum hæðum hjá stóru sveitarfélögunum. Aldrei veit ég þó til að við fulltrúar minni sveitarfélaga höfum verið að skipta okkur af þeirra skipulagi á sínum verkefnum eða krefja þau um breytingar. Aukinn slagkraftur Það er svo miklu miklu meira sem við erum sammála um, svo margir hagsmunir sem eru sameiginlegir, að það er í raun bæði sorglegt og fáránlegt að eyða endalausum tíma og orku í karp um hluti eins og íbúalágmark. Það er í raun atriði sem Alþingi eitt er bært til að fjalla um. Það fer gegn hlutverki og eðli Sambandsins og verður aldrei sameiginlegt hagsmunamál sveitarfélaganna, sama hver talan er. Við viljum öll sjá aukinn slagkraft sveitarfélaganna. Við viljum sjá þau stækka og eflast, hvort heldur er með sameiningum eða að þau geti vaxið og dafnað ein og sjálf. Þannig er um hið ágæta sveitarfélag Hveragerði sem hefur vaxið og dafnað umfram flest önnur algerlega án sameininga, undir dyggri stjórn Aldísar Hafsteinsdóttur. Lýðræði og samstaða til framtíðar, eða? Það sækir margt að Sambandinu um þessar mundir, málefni Jöfnunarsjóðs í nokkru uppnámi, áhrif covid á rekstur sveitarfélaga og SSH gerir sig gildandi í samskiptum við ríkið við hlið Sambandsins. Minni sveitarfélög afskipt og hefur nánast verið vísað á dyr. Tillaga 20 sveitarfélaga snýst um grunngildi Sambandsins, lýðræði og sjálfstjórnarrétt. Hún tekur undir þessi meginstefnumið, fer ekki gegn neinu aðildarsveitarfélagi og minnir á atriði í aðgerðaáætlun sem raunverulega skipta máli til eflingar sveitarfélagastigsins. Landsþingið á morgun mun leiða í ljós hvort sveitarfélögin á Íslandi vilja raunverulega vinna áfram saman að sínum hagsmunamálum eða hvort sú gliðnun sem hefur einkennt starfið undanfarin misseri heldur áfram. Ég hvet alla þingfulltrúa til að styðja okkar tillögu, sameinuð getum við flest en sundruð fátt. Lýðræði á að vera allra, ekki bara sumra. Höfundur er sveitarstjóri.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun