Öflugt sveitarstjórnarstig Bragi Þór Thoroddsen skrifar 16. desember 2020 16:01 Kæri formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Aldís Hafsteinsdóttir Ég vil byrja á því að vísa til greinarskrifa þinna í Morgunblaðinu þann 16. desember 2020, en þar segir Öflugt sveitarstjórnarstig er mikilvægt. Gæti ekki verið meira sammála, þetta er bara raunverulega það sem þarf. Síðan ferð þú mikinn og vísar til þess að aukalandsþing 2019 hafi samþykkt að álykta þvert gegn hagsmunum fámennra sveitarfélaga vegna stefnumótunar í málefnum sveitarfélaga. Og enn betur, kýst að ræða framkomna tillögu þessara sömu sveitarfélaga fyrirfram og hvernig beri að taka á þeirri tillögu. Þarna skilja leiðir og ég get ekki fylgt þér að málum, vegna þess að ég veiti “formennsku” fámennu sveitarfélagi og sem lögfræðingur. Ég get ekki tekið þátt í þeirri lögleysu sem þú ert að verja í skrifum þínum. Þú lýsir í greininni verkefni þínu og stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Leggur mikið upp úr því að þér beri að fylgja eftir þeim tillögum sem hafa verið samþykktar á þinginu. Staldraðu nú við og spurðu sjálfa þig hvort það sé ekki einmitt hlutverk þitt sem formanns, að fara eftir því sem þingið ákvarðar, en fara ekki sjálf í vegferð gegn tillögu til landsþings nú þann 18. desember 2020. Fyrirfram. Þú virðist ekki skilja hlutverk þitt sem formanns né hlutverk og eðli þessa sambands, Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Það er ekki þitt hlutverk að reyna að slá út af borðinu ályktun eða tillögu fyrir landsþing sem er æðsta ákvörðunarvald SÍS. Eins og ég hef áður lýst út frá lagalegri stöðu þinni og SÍS: Þú sem formaður ferð ekki með hlutverk gagnvart einstaka aðildarfélögum né ferð þú með lagasetningarvald eða starfar að öðru leyti sem stjórnvald. Hvorki þú né SÍS. Þú misskilur það eða ferð viljandi gegn hlutverki þínu samkvæmt samþykktum, annað fær ekki staðist. Þú gleymir því að þú átt að vera samkvæmt hlutverkinu talsmaður allra sveitarfélaga en ekki bara þeirra sem þú kýst að fylgja að málum. Þú átt ekki hlutverk í þeirri hrapalegu vegerð sem ráðherra málaflokksins velur að fara, þ.e. boða til átaka við yfir 20 sveitarfélög á landinu frá og með 2022 og svo koll af kolli. Þetta veldur bæði sundrungu innan SÍS og það veldur sundrungu í samfélaginu, milli sveitarfélaga og innan þeirra. Sigurður Ingi ráðherra er vel að sér og veit að lagalega stendur frumvarp hans á brauðfótum. Ljóst er að hann reynir að svara gagnrýni minni og annarra sem bent hafa á að hann fer gegn lögum, stjórnarskrá og Evrópuráðssamningi í greinargerð með frumvarpinu sem lagt var fyrir þing um breytingar á sveitarstjórnarlögum - mál nr. 387 – lagafrumvarp á 151. Löggjafarþingi 2020-2021. Ráðherra hefur tekið málið af dagskrá og eru vísast til góðar og gildar ástæður fyrir því. En í frumvarpinu felst meðal annars að setja íbúalágmark á sveitarfélög í áföngum, með hótun um handvirka sameiningu þeirra renni þau ekki saman við annað fyrir ákveðið tímamark. Svo virðist sem þessi sannfæring þín, sem ráðherra hefur sagt að stafi frá þér og öðrum stærri sveitarfélögum, blindi sýn þína á hlutverk þitt í SÍS sem formanns. Til áréttingar er samþykki landsþings ekki þungvægara að lögum, þó SÍS hafi með ofbeldi samþykkt að fara gegn fámennum sveitarfélögum á æðsta ákvörðunarvaldinu – landsþingi. Ef þú skoðar samþykktir félagsins, og hlutverk þess í stjórnsýslu og stjórnskipan landsins, vega ályktanir þingsins eða ákvarðanir ekki meira en ákvörðun í húsfélagi í Kópavogi um málefni einstakra sveitarfélaga. Og af því hvernig þú sem formaður velur að fjalla um tillögu frá um 20 sveitarfélögum setur þig og SÍS verulega niður. Það er nú einfaldlega þannig að SÍS hefur virt að vettugi flest sem stafar frá okkur fulltrúum fámennra sveitarfélaga og lýsir þar miklum hroka og einhvers konar syndrome eða heilkenni sem kennt er við guð. Við skulum spyrja okkur þeirrar eðlilegu spurningar hvort þessi sveitarfélög, sem telja fleiri en 20 og fast að 40, verði eitthvað burðugri gegn þér og sýn þinni á SÍS þegar hugur þinn stefnir annað. Þú hefur sýnt sem formaður að þú skeytir ekki um aðra en þá sem fylgja þér að málum. Ég skrifa þetta sem fulltrúi Súðavíkurhrepps, aðildarfélags að SÍS, sem þú ferð með formennsku í og þiggur af laun og traust. Vegna framkomu þinnar og trúnaðarbrests í garð aðildarfélaga í SÍS myndi ég, hefði ég til þess nokkurt vald, setja þig af sem formann ef þess væri nokkur kostur. Þó ekki væri vegna þess að þú sýnir með framkomu þinni hroka í garð okkar, fulltrúa þeirra sveitarfélaga sem ekki passa í rammann þinn. Um er að ræða stóran hluta þeirra aðildarsveitarfélaga sem standa að SÍS. Samband íslenskra sveitarfélaga er ekki bært að lögum til þess að ákvarða örlög einstakra sveitarfélaga og á að halda sig til hlés um það að ákvarða nokkuð það sem fer gegn hagsmunum þeirra. Og trúðu mér, ég tala ekki bara fyrir eigin skoðun eða bara Súðavíkurhrepps, en ég bara get ekki staðið hjá og látið sem þetta sé allt í lagi og halda að það lagist ef það er ekki rætt. Biðst velvirðingar á því hvernig þetta er orðað, en það er víst lítið hlustað þegar orðin eru sett í bómull. Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bragi Þór Thoroddsen Sveitarstjórnarmál Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Kæri formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Aldís Hafsteinsdóttir Ég vil byrja á því að vísa til greinarskrifa þinna í Morgunblaðinu þann 16. desember 2020, en þar segir Öflugt sveitarstjórnarstig er mikilvægt. Gæti ekki verið meira sammála, þetta er bara raunverulega það sem þarf. Síðan ferð þú mikinn og vísar til þess að aukalandsþing 2019 hafi samþykkt að álykta þvert gegn hagsmunum fámennra sveitarfélaga vegna stefnumótunar í málefnum sveitarfélaga. Og enn betur, kýst að ræða framkomna tillögu þessara sömu sveitarfélaga fyrirfram og hvernig beri að taka á þeirri tillögu. Þarna skilja leiðir og ég get ekki fylgt þér að málum, vegna þess að ég veiti “formennsku” fámennu sveitarfélagi og sem lögfræðingur. Ég get ekki tekið þátt í þeirri lögleysu sem þú ert að verja í skrifum þínum. Þú lýsir í greininni verkefni þínu og stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Leggur mikið upp úr því að þér beri að fylgja eftir þeim tillögum sem hafa verið samþykktar á þinginu. Staldraðu nú við og spurðu sjálfa þig hvort það sé ekki einmitt hlutverk þitt sem formanns, að fara eftir því sem þingið ákvarðar, en fara ekki sjálf í vegferð gegn tillögu til landsþings nú þann 18. desember 2020. Fyrirfram. Þú virðist ekki skilja hlutverk þitt sem formanns né hlutverk og eðli þessa sambands, Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Það er ekki þitt hlutverk að reyna að slá út af borðinu ályktun eða tillögu fyrir landsþing sem er æðsta ákvörðunarvald SÍS. Eins og ég hef áður lýst út frá lagalegri stöðu þinni og SÍS: Þú sem formaður ferð ekki með hlutverk gagnvart einstaka aðildarfélögum né ferð þú með lagasetningarvald eða starfar að öðru leyti sem stjórnvald. Hvorki þú né SÍS. Þú misskilur það eða ferð viljandi gegn hlutverki þínu samkvæmt samþykktum, annað fær ekki staðist. Þú gleymir því að þú átt að vera samkvæmt hlutverkinu talsmaður allra sveitarfélaga en ekki bara þeirra sem þú kýst að fylgja að málum. Þú átt ekki hlutverk í þeirri hrapalegu vegerð sem ráðherra málaflokksins velur að fara, þ.e. boða til átaka við yfir 20 sveitarfélög á landinu frá og með 2022 og svo koll af kolli. Þetta veldur bæði sundrungu innan SÍS og það veldur sundrungu í samfélaginu, milli sveitarfélaga og innan þeirra. Sigurður Ingi ráðherra er vel að sér og veit að lagalega stendur frumvarp hans á brauðfótum. Ljóst er að hann reynir að svara gagnrýni minni og annarra sem bent hafa á að hann fer gegn lögum, stjórnarskrá og Evrópuráðssamningi í greinargerð með frumvarpinu sem lagt var fyrir þing um breytingar á sveitarstjórnarlögum - mál nr. 387 – lagafrumvarp á 151. Löggjafarþingi 2020-2021. Ráðherra hefur tekið málið af dagskrá og eru vísast til góðar og gildar ástæður fyrir því. En í frumvarpinu felst meðal annars að setja íbúalágmark á sveitarfélög í áföngum, með hótun um handvirka sameiningu þeirra renni þau ekki saman við annað fyrir ákveðið tímamark. Svo virðist sem þessi sannfæring þín, sem ráðherra hefur sagt að stafi frá þér og öðrum stærri sveitarfélögum, blindi sýn þína á hlutverk þitt í SÍS sem formanns. Til áréttingar er samþykki landsþings ekki þungvægara að lögum, þó SÍS hafi með ofbeldi samþykkt að fara gegn fámennum sveitarfélögum á æðsta ákvörðunarvaldinu – landsþingi. Ef þú skoðar samþykktir félagsins, og hlutverk þess í stjórnsýslu og stjórnskipan landsins, vega ályktanir þingsins eða ákvarðanir ekki meira en ákvörðun í húsfélagi í Kópavogi um málefni einstakra sveitarfélaga. Og af því hvernig þú sem formaður velur að fjalla um tillögu frá um 20 sveitarfélögum setur þig og SÍS verulega niður. Það er nú einfaldlega þannig að SÍS hefur virt að vettugi flest sem stafar frá okkur fulltrúum fámennra sveitarfélaga og lýsir þar miklum hroka og einhvers konar syndrome eða heilkenni sem kennt er við guð. Við skulum spyrja okkur þeirrar eðlilegu spurningar hvort þessi sveitarfélög, sem telja fleiri en 20 og fast að 40, verði eitthvað burðugri gegn þér og sýn þinni á SÍS þegar hugur þinn stefnir annað. Þú hefur sýnt sem formaður að þú skeytir ekki um aðra en þá sem fylgja þér að málum. Ég skrifa þetta sem fulltrúi Súðavíkurhrepps, aðildarfélags að SÍS, sem þú ferð með formennsku í og þiggur af laun og traust. Vegna framkomu þinnar og trúnaðarbrests í garð aðildarfélaga í SÍS myndi ég, hefði ég til þess nokkurt vald, setja þig af sem formann ef þess væri nokkur kostur. Þó ekki væri vegna þess að þú sýnir með framkomu þinni hroka í garð okkar, fulltrúa þeirra sveitarfélaga sem ekki passa í rammann þinn. Um er að ræða stóran hluta þeirra aðildarsveitarfélaga sem standa að SÍS. Samband íslenskra sveitarfélaga er ekki bært að lögum til þess að ákvarða örlög einstakra sveitarfélaga og á að halda sig til hlés um það að ákvarða nokkuð það sem fer gegn hagsmunum þeirra. Og trúðu mér, ég tala ekki bara fyrir eigin skoðun eða bara Súðavíkurhrepps, en ég bara get ekki staðið hjá og látið sem þetta sé allt í lagi og halda að það lagist ef það er ekki rætt. Biðst velvirðingar á því hvernig þetta er orðað, en það er víst lítið hlustað þegar orðin eru sett í bómull. Höfundur er sveitarstjóri Súðavíkurhrepps.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar