Hálendisþjóðgarður fyrir sveitarfélögin Eva Björk Harðardóttir skrifar 15. desember 2020 16:56 Mikið er rætt um andstöðu sveitarfélaganna við nýtt frumvarp um hálendisþjóðgarð. Í fjölmiðlum er gagnrýni sveitarfélaganna við áform ríkisstjórnarinnar blásin upp og efasemdaraddir eru háværar og áberandi. Get ekki setið hjá lengur og tekið undir gagnrýnina með þögninni. Skaftárhreppur hefur ekki tekið afstöðu gegn hálendisþjóðgarði. Skoðanir eru svo sannarlega skiptar sem er eðlilegt en fullyrðingin að sveitarfélögin séu mótfallin hálendisþjóðgarði er röng. Við höfum áralanga reynslu af samvinnu við Vatnajökulsþjóðgarð í Skaftárhreppi. Tímabilið hefur einkennst af uppbyggingu innviða, nýsköpun í ferðaþjónustu og afleiddum störfum. Opinberum störfum hefur einnig fjölgað verulega. Ég sem oddviti sveitarfélags get því ekki með nokkru móti staðið gegn áformum ríkisstjórnarinnar um stofnun hálendisþjóðgarðs því mitt hlutverk sem sveitarstjórnarmanns er að hlúa að og styrkja atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Mikill samdráttur hefur orðið í tekjum sveitarfélaga eftir að covid skall á. Öll hafa sveitarfélögin þurft að laga áform sín að nýjum veruleika og skera niður framkvæmdir en í mismunandi mæli þó. Þau sveitarfélög sem reiða sig að miklu leyti á ferðaþjónustu hafa orðið einna verst úti. Hótel og veitingastaðir hafa þurft að loka, ásamt því að samdráttur hefur orðið í allri verslun og þjónustu. Búskapur á einnig undir högg að sækja eins og allur annar rekstur. Það munar um þær þúsundir ferðamanna sem á degi hverjum bætast við neytendur í okkar litlu samfélög á landsbyggðinni í venjulegu árferði. Sem ferðaþjónustuaðili langar mig einnig að leggja orð í belg. Viðkvæm eða sérstök svæði eru sannarlega mörg hver friðuð í mismunandi tilgangi og er það vel. Það sem þjóðgarður hefur fram yfir friðun eingöngu, er að með honum er ekki aðeins tryggð verndun á viðkvæmum náttúruperlum með stýringu, vöktun og uppbyggingu heldur einnig unnið með viðkomandi sveitarfélögum að atvinnusköpun og nýjum atvinnutækifærum. Yfirgnæfandi meirihluti erlendra ferðamanna koma til landsins til að upplifa þá ótrúlegu náttúru sem við höfum ennþá yfir að ráða. Með þjóðgarði erum við komin með tæki til að taka á móti öllum þeim fjölda sem hingað sækir í leit að einstakri náttúruupplifun, án þess að eiga á hættu að hálendið okkar og viðkvæmar náttúruperlur verði ferðamanninum að bráð. Sveitarfélögin í landinu eru engan veginn í stakk búin til að vakta og stýra umferð ferðamanna um hálendi Íslands. Varðandi fjármögnunina þá langar mig að minna á að Róm var ekki byggð á einum degi og eins verður svona viðamikill þjóðgarður ekki rekinn á fullum afköstum með allri þeirri uppbyggingu sem hann þarfnast strax á fyrsta árinu. Ef vel á að vera þarf að vanda til verka og ríki og sveitarfélög þurfa að vinna saman að skipulagi og stjórnun. Hagræn áhrif þjóðgarðs er þekkt stærð víða um heim. Kannanir sýna að þjóðgarður getur gefið til baka margfalda þá upphæð sem sett er í stofnun og uppbyggingu hans. Því gefur auga leið að stærsti þjóðgarður Evrópu yrði ekki slæmt útspil fyrir ferðaþjónustuna og allar aðrar afleiddar atvinnugreinar á landsbyggðinni þegar heimsfaraldurinn rennur sitt skeið. Tökum ákvörðun um að leggja af stað í sameiginlega vegferð, að styðja við þann atvinnuveg sem á undir högg að sækja í dag. Hálendið okkar er fyrir ferðaþjónustuna eins og fiskimiðin fyrir sjávarútveginn. Þó það megi ýmislegt segja um ríkjandi fiskistjórnunarkerfi þá mótmælir því enginn að sameiginleg stjórnun er nauðsynleg ef á að viðhalda fiskistofnum okkar. Sama á við um sameiginleg verðmæti okkar á hálendinu. Þjóðgarður er ekki aðeins fyrir okkur heldur fyrir komandi kynslóðir að njóta og nýta. Allar fullyrðingar um bann við beit og öðrum nytjum eru úr lausu lofti gripnar. Þvert á móti er með frumvarpinu verið að tryggja beitarrétt og aðra hefðbundna nýtingu. Meðan það er tryggt að kjörnir fulltrúar hafa meirihluta í stjórn og svæðisráðum þurfa íbúar ekki að hafa áhyggjur. Við, kjörnir fulltrúar störfum í þjónustu við ykkur, íbúa landsins, sama hvort um er að ræða ríkið eða sveitarstjórnarstigið. Ef þið teljið að við séum ekki að sinna okkar störfum þá einfaldlega kjósið þið okkur út. Lýðveldið sér til þess að meirihlutinn ræður. Nú er það svo að sveitarfélögin bera ábyrgð á skipulagsgerð innan sinna sveitarfélagamarka. Því hlutverki munum við sinna áfram en með samvinnu við hitt stjórnsýslustigið þegar kemur inn fyrir þjóðlendumörk ef miðhálendisþjóðgarður verður að veruleika. Í frumvarpinu kemur fram að tekið verði tillit til þeirra skipulagsgerða sem fyrir eru. Á Suðurlandi eru 11 sveitarfélög að koma saman og vinna að svæðisskipulagi fyrir suðurhálendið. Þar mætast því mismunandi skoðanir og áherslur sem er nauðsynlegt að hafa ef skipulag á að endurspegla hagsmuni íbúa og annarra hagsmunaaðila. Þannig teljum við, sveitarfélögin á Suðurlandi, að með því að taka frumkvæði og hefja samtalið verðum við betur undirbúin til að standa á okkar réttindum og skyldum, ekki síður þegar kemur að því að setjast við borðið með ríkinu. Við erum nútíðin en verðum brátt fortíðin, því ber okkur að gera allt sem í okkar valdi stendur til að hlúa að því sem okkur var falið. Landinu okkar. Okkar hlutverk er að skapa tækifæri fyrir framtíðina. Ég ætla ekki að vera hluti af kynslóðinni sem verður dæmd fyrir sofandahátt og eyðileggja þannig óvart þau verðmæti sem við Íslendingar eigum mesta. Höfundur er oddviti Skaftárhrepps og rekur fyrirtæki í ferðaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hálendisþjóðgarður Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Mikið er rætt um andstöðu sveitarfélaganna við nýtt frumvarp um hálendisþjóðgarð. Í fjölmiðlum er gagnrýni sveitarfélaganna við áform ríkisstjórnarinnar blásin upp og efasemdaraddir eru háværar og áberandi. Get ekki setið hjá lengur og tekið undir gagnrýnina með þögninni. Skaftárhreppur hefur ekki tekið afstöðu gegn hálendisþjóðgarði. Skoðanir eru svo sannarlega skiptar sem er eðlilegt en fullyrðingin að sveitarfélögin séu mótfallin hálendisþjóðgarði er röng. Við höfum áralanga reynslu af samvinnu við Vatnajökulsþjóðgarð í Skaftárhreppi. Tímabilið hefur einkennst af uppbyggingu innviða, nýsköpun í ferðaþjónustu og afleiddum störfum. Opinberum störfum hefur einnig fjölgað verulega. Ég sem oddviti sveitarfélags get því ekki með nokkru móti staðið gegn áformum ríkisstjórnarinnar um stofnun hálendisþjóðgarðs því mitt hlutverk sem sveitarstjórnarmanns er að hlúa að og styrkja atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Mikill samdráttur hefur orðið í tekjum sveitarfélaga eftir að covid skall á. Öll hafa sveitarfélögin þurft að laga áform sín að nýjum veruleika og skera niður framkvæmdir en í mismunandi mæli þó. Þau sveitarfélög sem reiða sig að miklu leyti á ferðaþjónustu hafa orðið einna verst úti. Hótel og veitingastaðir hafa þurft að loka, ásamt því að samdráttur hefur orðið í allri verslun og þjónustu. Búskapur á einnig undir högg að sækja eins og allur annar rekstur. Það munar um þær þúsundir ferðamanna sem á degi hverjum bætast við neytendur í okkar litlu samfélög á landsbyggðinni í venjulegu árferði. Sem ferðaþjónustuaðili langar mig einnig að leggja orð í belg. Viðkvæm eða sérstök svæði eru sannarlega mörg hver friðuð í mismunandi tilgangi og er það vel. Það sem þjóðgarður hefur fram yfir friðun eingöngu, er að með honum er ekki aðeins tryggð verndun á viðkvæmum náttúruperlum með stýringu, vöktun og uppbyggingu heldur einnig unnið með viðkomandi sveitarfélögum að atvinnusköpun og nýjum atvinnutækifærum. Yfirgnæfandi meirihluti erlendra ferðamanna koma til landsins til að upplifa þá ótrúlegu náttúru sem við höfum ennþá yfir að ráða. Með þjóðgarði erum við komin með tæki til að taka á móti öllum þeim fjölda sem hingað sækir í leit að einstakri náttúruupplifun, án þess að eiga á hættu að hálendið okkar og viðkvæmar náttúruperlur verði ferðamanninum að bráð. Sveitarfélögin í landinu eru engan veginn í stakk búin til að vakta og stýra umferð ferðamanna um hálendi Íslands. Varðandi fjármögnunina þá langar mig að minna á að Róm var ekki byggð á einum degi og eins verður svona viðamikill þjóðgarður ekki rekinn á fullum afköstum með allri þeirri uppbyggingu sem hann þarfnast strax á fyrsta árinu. Ef vel á að vera þarf að vanda til verka og ríki og sveitarfélög þurfa að vinna saman að skipulagi og stjórnun. Hagræn áhrif þjóðgarðs er þekkt stærð víða um heim. Kannanir sýna að þjóðgarður getur gefið til baka margfalda þá upphæð sem sett er í stofnun og uppbyggingu hans. Því gefur auga leið að stærsti þjóðgarður Evrópu yrði ekki slæmt útspil fyrir ferðaþjónustuna og allar aðrar afleiddar atvinnugreinar á landsbyggðinni þegar heimsfaraldurinn rennur sitt skeið. Tökum ákvörðun um að leggja af stað í sameiginlega vegferð, að styðja við þann atvinnuveg sem á undir högg að sækja í dag. Hálendið okkar er fyrir ferðaþjónustuna eins og fiskimiðin fyrir sjávarútveginn. Þó það megi ýmislegt segja um ríkjandi fiskistjórnunarkerfi þá mótmælir því enginn að sameiginleg stjórnun er nauðsynleg ef á að viðhalda fiskistofnum okkar. Sama á við um sameiginleg verðmæti okkar á hálendinu. Þjóðgarður er ekki aðeins fyrir okkur heldur fyrir komandi kynslóðir að njóta og nýta. Allar fullyrðingar um bann við beit og öðrum nytjum eru úr lausu lofti gripnar. Þvert á móti er með frumvarpinu verið að tryggja beitarrétt og aðra hefðbundna nýtingu. Meðan það er tryggt að kjörnir fulltrúar hafa meirihluta í stjórn og svæðisráðum þurfa íbúar ekki að hafa áhyggjur. Við, kjörnir fulltrúar störfum í þjónustu við ykkur, íbúa landsins, sama hvort um er að ræða ríkið eða sveitarstjórnarstigið. Ef þið teljið að við séum ekki að sinna okkar störfum þá einfaldlega kjósið þið okkur út. Lýðveldið sér til þess að meirihlutinn ræður. Nú er það svo að sveitarfélögin bera ábyrgð á skipulagsgerð innan sinna sveitarfélagamarka. Því hlutverki munum við sinna áfram en með samvinnu við hitt stjórnsýslustigið þegar kemur inn fyrir þjóðlendumörk ef miðhálendisþjóðgarður verður að veruleika. Í frumvarpinu kemur fram að tekið verði tillit til þeirra skipulagsgerða sem fyrir eru. Á Suðurlandi eru 11 sveitarfélög að koma saman og vinna að svæðisskipulagi fyrir suðurhálendið. Þar mætast því mismunandi skoðanir og áherslur sem er nauðsynlegt að hafa ef skipulag á að endurspegla hagsmuni íbúa og annarra hagsmunaaðila. Þannig teljum við, sveitarfélögin á Suðurlandi, að með því að taka frumkvæði og hefja samtalið verðum við betur undirbúin til að standa á okkar réttindum og skyldum, ekki síður þegar kemur að því að setjast við borðið með ríkinu. Við erum nútíðin en verðum brátt fortíðin, því ber okkur að gera allt sem í okkar valdi stendur til að hlúa að því sem okkur var falið. Landinu okkar. Okkar hlutverk er að skapa tækifæri fyrir framtíðina. Ég ætla ekki að vera hluti af kynslóðinni sem verður dæmd fyrir sofandahátt og eyðileggja þannig óvart þau verðmæti sem við Íslendingar eigum mesta. Höfundur er oddviti Skaftárhrepps og rekur fyrirtæki í ferðaþjónustu.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun